Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Blaðsíða 15

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Blaðsíða 15
mörku, Noregi og Svíþjóð. Þar hafa í þessu skyni verið lögteknar reglur bæði á sviði einkaréttar og opinbers réttar. Danir urðu fyrstir til að lögleiða almenna ógildingarreglu, en 1. júlí 1975 tóku gildi í Danmörku lög um breytingu á samningalögunum. Var 36. gr. dönsku samningalaganna breytt á þá lund, að hún geymir nú al- menna heimild fyrir dómstóla til þess að ógilda ósanngjarna samninga. Sams konar breyting var gerð á sænsku samningalögunum 1. júlí 1976. Fól sú breyting í sér, að 36. gr. sænsku laganna, sem jafngilti 35. gr. íslensku samningalaganna, var felld úr gildi, en í staðinn lögfest al- mennt ógildingarákvæði. Hinn 18. mars 1983 var 36. gr. norsku samn- ingalaganna breytt á sömu lund, og hefur sú grein nú að geyma almennt ógildingarákvæði. 1 Finnlandi tóku gildi 1. september 1978 lög um neyt- endavernd. Þau hafa að geyma ógildingarákvæði, en gildissvið þess er þó til muna þrengra en framangreindra ógildirigarákvæða í Danmörku, Noregi og Svíþjóð, þar sem finnska ákvæðið gildir eingöngu í lögskipt- um, þar sem annar aðilinn er neytandi.28) Breytingar þær, sem gerðar voru á III. kafla íslensku sanmingalag- anna, eru efnislega og formlega þær sömu og gerðar voru á III. kafla samningalaganna í Skandinavíu. Lög nr. 11/1986 höfðu sama megin- markmið og framangreindar breytingar í Skandinavíu. Hefur íslensk samningaréttarlöggj öf því að þessu leyti verið samræmd löggjöf og réttarþróun þar. Er þýðirigarmikið að hafa þessa forsögu 36. gr. ís- lensku laganna í huga við túlkun og skýringu þess ákvæðis.29) I Englandi er ekki við setta samningaréttarlöggj öf að styðjast. Dóm- stólar þar í landi hafa eigi að síður verið taldir hafa heimild til þess að ógilda ósanngjarna samningsskilmála í vissum tegundum samninga á grundvelli almennra heimilda. I Vestur-Þýskalandi er að finna ákvæði í BGB (1. mgr. 138. gr. og 242. gr.), sem að vissu marki hafa veitt dóm- stólum heimildir til þess að víkja til hliðar ósanngjörnum samningsskil- málum. Þá hafa dómstólar þar í landi og í nokkrum tilvikum vikið til hliðar ósanngjörnum og óvenjulegum skilmálum í stöðluðum samning- 28) í riti Páls Sigurðssonar, Þættir tir fjármunarétti I, Reykjavík 1978, bls. 146-149, er rakin umfjöllun um málið á norrænum lögfræðingaþingum. Um réttarsögulega þróun að öðru leyti má vísa til rækilegrar umfjöllunar í NOU 1976:34, NOU 1979:32, SOU 1974:83 og áður tilvitnaðs rits eftir Stig J0rgensen. Að þessu efni er einnig vikið í áður tilvitnaðri grein eftir Viðar Má Matthíasson i Úlfljóti 1984 á bls. 55-60. 29) I greinargerðinni með lögum nr. 11/1986 er getið viðskiptalegra og menningarlegra samskipta Islendinga og Skandinava og að því vikið, að íslensku samningalögin séu að stofni til sniðin eftir skandinavísku samningalögunum. Eru þetta í greinargerðinni talin sjálfstæð rök fyrir þeim breytingum, sem lög nr. 11/1986 gera á III. kafla samn- ingalaganna. 93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.