Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Page 15

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Page 15
mörku, Noregi og Svíþjóð. Þar hafa í þessu skyni verið lögteknar reglur bæði á sviði einkaréttar og opinbers réttar. Danir urðu fyrstir til að lögleiða almenna ógildingarreglu, en 1. júlí 1975 tóku gildi í Danmörku lög um breytingu á samningalögunum. Var 36. gr. dönsku samningalaganna breytt á þá lund, að hún geymir nú al- menna heimild fyrir dómstóla til þess að ógilda ósanngjarna samninga. Sams konar breyting var gerð á sænsku samningalögunum 1. júlí 1976. Fól sú breyting í sér, að 36. gr. sænsku laganna, sem jafngilti 35. gr. íslensku samningalaganna, var felld úr gildi, en í staðinn lögfest al- mennt ógildingarákvæði. Hinn 18. mars 1983 var 36. gr. norsku samn- ingalaganna breytt á sömu lund, og hefur sú grein nú að geyma almennt ógildingarákvæði. 1 Finnlandi tóku gildi 1. september 1978 lög um neyt- endavernd. Þau hafa að geyma ógildingarákvæði, en gildissvið þess er þó til muna þrengra en framangreindra ógildirigarákvæða í Danmörku, Noregi og Svíþjóð, þar sem finnska ákvæðið gildir eingöngu í lögskipt- um, þar sem annar aðilinn er neytandi.28) Breytingar þær, sem gerðar voru á III. kafla íslensku sanmingalag- anna, eru efnislega og formlega þær sömu og gerðar voru á III. kafla samningalaganna í Skandinavíu. Lög nr. 11/1986 höfðu sama megin- markmið og framangreindar breytingar í Skandinavíu. Hefur íslensk samningaréttarlöggj öf því að þessu leyti verið samræmd löggjöf og réttarþróun þar. Er þýðirigarmikið að hafa þessa forsögu 36. gr. ís- lensku laganna í huga við túlkun og skýringu þess ákvæðis.29) I Englandi er ekki við setta samningaréttarlöggj öf að styðjast. Dóm- stólar þar í landi hafa eigi að síður verið taldir hafa heimild til þess að ógilda ósanngjarna samningsskilmála í vissum tegundum samninga á grundvelli almennra heimilda. I Vestur-Þýskalandi er að finna ákvæði í BGB (1. mgr. 138. gr. og 242. gr.), sem að vissu marki hafa veitt dóm- stólum heimildir til þess að víkja til hliðar ósanngjörnum samningsskil- málum. Þá hafa dómstólar þar í landi og í nokkrum tilvikum vikið til hliðar ósanngjörnum og óvenjulegum skilmálum í stöðluðum samning- 28) í riti Páls Sigurðssonar, Þættir tir fjármunarétti I, Reykjavík 1978, bls. 146-149, er rakin umfjöllun um málið á norrænum lögfræðingaþingum. Um réttarsögulega þróun að öðru leyti má vísa til rækilegrar umfjöllunar í NOU 1976:34, NOU 1979:32, SOU 1974:83 og áður tilvitnaðs rits eftir Stig J0rgensen. Að þessu efni er einnig vikið í áður tilvitnaðri grein eftir Viðar Má Matthíasson i Úlfljóti 1984 á bls. 55-60. 29) I greinargerðinni með lögum nr. 11/1986 er getið viðskiptalegra og menningarlegra samskipta Islendinga og Skandinava og að því vikið, að íslensku samningalögin séu að stofni til sniðin eftir skandinavísku samningalögunum. Eru þetta í greinargerðinni talin sjálfstæð rök fyrir þeim breytingum, sem lög nr. 11/1986 gera á III. kafla samn- ingalaganna. 93

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.