Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Blaðsíða 39

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Blaðsíða 39
ingarörðugleikar því fyrirsjáanlegir, auk þess sem það getur gefið nær óendanlega möguleika til ógildingar löggerninga (eða breytingar á þeim) vegna persónulegra ástæðna þeirra samningsaðilja eða löggern- ingsgjafa, sem vilja bera það fyrir sig. I greinargerð, sem frumvarp- inu fylgir, er að vísu (óbeinlínis) borin fram sú fróma ósk, að dóm- stólar muni beita hinu nýja ákvæði af stillingu og hófsemi, og reyndar tekið fram berum orðum, „að til þess sé ætlast, að dómstólar fari mjög varlega í beitingu reglunnar,“ en hver getur nú sagt með neinni vissu um það, hve lengi það veganesti muni endast, eftir að farið verður að takast á um ákvæðið frammi fyrir dómstólunum. Víst er, hvað sem öðru líður, að ákvæðið mun valda átökum í réttarsölunum og að minni ætlan mun það einnig verða til þess að fjölga dómsmálum. Þetta skyldi haft í huga, þegar meta skal, hvað vinnast kann við lögtöku ákvæðis- ins, borið saman við það, sem skaðast getur og seint verður endur- heimt. 1 þessu efni hygg ég, að sannast muni hið fornkveðna, að við vitum hverju við sleppum, en vitum eigi hvað við hreppum. Frum- varpið hefur m.a. verið réttlætt með því, að það sé óhjákvæmilegur fylgifiskur stórhuga fyrirætlana um víðtækar lagabreytingar, er stuðla muni að auknu frelsi í viðskiptalífinu, sem mikil og bráð nauðsyn beri til (sbr. fyrirhugað afnám ,,okurlaganna“). En í því sambandi má ekki gleymast, að viðskiptafrelsi fær einmitt ekki notið sín, nema reglan um skuldbindingargildi samninga sé jafnframt höfð í heiðri og henni framfylgt. Þegar grannt er skoðað, stangast því hugmyndin um nýja og víðtæka ógildingarheimild á við óskirnar um fjörkipp í hinu frjálsa viðskiptalífi. Einnig hefur vei'ið leitast við að réttlæta hina nýju ógildingarheimild með því, að félagslégar þarfir kalli á hana, en að mínu mati mun hún þvert á móti hafa óheillavænleg áhrif í þjóð- félaginu, þegar til lengri tíma er litið, því að hætt er við, að beiting hennar muni smám saman skapa þá ætlan eða vissu hjá mörgum, að ekki sé ætíð nauðsynlegt að standa við gerða samninga né efna gefin loforð í viðskiptum og þannig muni ákvæðið grafa undan almennum heiðarleika, slæva dómgreind manna og spilla mati þeirra á eigin efnda- getu. Ég þykist þess fullviss, að ýmsir muni, a.m.k. að lítt athuguðu máli, líta á tilkomu hins nýja og víðtæka ógildingarákvæðis sem kærkomið vopn í baráttunni fyrir auknum rétti neytenda, en ef áhrif ákvæðis- ins verða í ríkum mæli þau, sem ég nú gat um, sýnist mér, að þetta geti orðið nokkuð dýr vopnakaup. Rannsóknir á þjóðlífinu eru oftast æskilegar, enda víða stundaðar með góðum árangri, en ekki er víst, að hið sama eigi alltaf við um þjóðfélagslegar tilraunir, þ.e. þegar þegn- 117
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.