Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Blaðsíða 43

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Blaðsíða 43
ætti að vera unnt að bæta réttarstöðu neytenda á ýmsan veg, án þess að grafa undan viðurkenndum meginreglum samningaréttar. 1 því sam- bandi má minnast frumvarps til almennra laga um neytendavernd, sem samið var fyrir allmörgum árum að tilhlutan þáverandi viðskipta- ráðherra, en aldrei var þó lagt fyrir Alþingi. Þar gaf að finna ýmsar athýglisverðar hugmyndir um bætt verðlagseftirlit, vörumerkingar, gæðaeftirlit og um stofnun embættis umboðsmanns neytenda. Stæði nú ekki Viðskiptaráðuneytinu næst að hrista rykið af þessu frum- varpi og láta endurskoða það til framlagningar á Alþingi? 1 greinar- gerðinni er sérstaklega minnst á afborgunarkaupin og vandamál, sem þeim tengjast, en í gildandi lögum eru raunar ýmis ákvæði, sem heim- ilað geta ógildingu óhæfilegra samningsskilmála á því sviði, sbr. t.d. 36. gr. sml. og svo auðvitað 32. gr. sömu laga. Fyrst og fremst vantar okkur þó sérstök lög um afborgunarviðskipti, sem myndu tryggja mjög réttarstöðu neytenda í þessu efni. Fyrir allnokkrum árum var frum- varp um það efni samið að tilhlutan Viðskiptaráðuneytis, en ráðuneyt- ið fylgdi því ekki eftir. Sama er að segja um drög að frumvarpi til laga um lánsviðskipti, sem verið hefur að velkjast í höndum embættis- manna nú hin síðari árin. í þeim kafla greinargerðarinnar, sem áður var birtur, er sérstaklega getið um réttlætingu þess, að umrætt á- kvæði verði lögtekið, sökum vaxandi frelsis um vaxtakjör og önnur lánskjör. Áður var þess getið, að illa samræmdist hugmyndum um aukið viðskiptafrelsi að höggva á rætur reglunnar um skuldbinding- argildi samninga, en auk þess má benda á, að ég fæ ekki annað séð en ógildingarheimildir 32. gr. sml. og 7. gr. okurlaga (um misneytingu) séu góð bólvirki til varnar, eftir að gerðar hafa verið nauðsynlegar laga- ráðstafanir til að koma hinum frjálsa lána- og fjármagnsmarkaði und- ir opinbert eftirlit, sem verði meira en nafnið tómt. Ekki skal það undan dregið, að í greinargerð með frumvarpinu er lítill og hógvær kafli, sem nefnist „Ókostir víðtækrar ógildingarreglu“, en ekki er hann áberandi, miðað við allt hitt, né heldur verður fund- inn mikill eldmóður í þeim ábendingum, sem þar eru á borð bornar. Er það að vonum, því að fáir vilja ófrægja afurðir sínar. Grundvallar- ókostunum við of víðtæka ógildingarheimild hef ég áður lýst, en vil, á þessum stað, árétta sérstaklega þau atriði umræddrar frumvarps- g'reinar, sem ég tel varhugaverðust. Orðalagið „ósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptavenju“ er, að mínum dómi, allt of víðtækt og ómarkvisst, til þess að það gagnist mönnum í almennum viðskiptum. 1 því sambandi skyldi haft hugfast, að gagnsemi ógildingarheimilda felst ekki hvað síst í þeim vainaðar- 121
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.