Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Blaðsíða 50

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Blaðsíða 50
Ákvæði þessi eru út af fyrir sig vísbending um að ekki geti verið um beinan eignarrétt að ræða. Sjálfsagt er hægt að láta sér detta í hug að um netlög í sjó megi lög- jafna til ákvæða vatnalaga nr. 15/1923 um netlög í vötnum, sbr. 1. mgr. 4. gr. Ég held þó að það sé útilokað. f fyrsta lagi efa ég að hér sé nægjanlega líku saman að jafna, þar sem annars vegar eru vötn á landi, en hins vegar hafið sem umlykur öll lönd. 1 fyrra tilvikinu er um að ræða svæði sem menn hafa víst eignast með landnámi þegar í upphafi byggðar á Islandi, en hið sama verður ekki sagt um sjóinn með ströndum fram. í 56. kap. llb. Jóns- bókar segir: „Hverr maðr á vatn ok veiðistöð fyrir sinni jörðu ok á sem at fornu hefir verit, nema með lögum sé frá komit.“ Samsvarandi ákvæði hefur Jónsbók ekki um netlög, sbr. nánar hér á eftir. Á það má einnig líta að ákvæði vatnalaga um netlög hafa þann tilgang að skipta rétti með grönnum, en hið sama verður ekki nema að litlu leyti sagt um lagaákvæði um netlög við sjávarströnd. í öðru lagi — og það held ég að skipti meira máli: Lögj öfnun er úti- lokuð vegna þess að sýna má fram á, að löggjafinn var ekki þeirrar skoðunar að beinn eignarréttur næði til netlaga í sjó, þegar hann fyrst setti reglur um þau í nútímalöggjöf, þ.e. í veiðitilskipunina 1849. Ákvæði landsleigubálks og rekabálks Jónsbókar um veiði verða heldur ekki skil- in svo að eignarréttur að sjávarjörð næði til netlaga. Skal nú nánar um þetta fjallað. 2. f 56.-59. kap. landsleigub. Jónsbókar er fjallað um veiðirétt landeigenda og almennings. Ákvæðin ná til fugla, landspendýra og fiska í vötnum. Meginreglan er sú að veiðirétturinn tilheyrir landeig- anda, en þó hefur almenningur umtalsverðar heimildir til veiða á annars manns jörð. Ákvæði þessara kafla ná ekki til veiði í netlögum sjávar, og þau eru þar ekki nefnd nema í einu undantekningartilviki: „Rosmhval skal ok veiða á hvers landi er vill eða netlögum .. . “ (58. kap.). Um réttindi landeiganda (og ítakshafa=fjörumanns) í netlögum sjávar er fjallað í rekabálki. í 2. kap. segir, sem fyrr er til vitnað: „All- ir menn eigu at veiða fyrir utan netlög at úsekju“ og „Landeigandi á .. . veiðar allar í netlögum ok í fjörunni.“ Þessi ákvæði hljóta að eiga við um fiskveiðar og sjávarspendýra (sela). Sést það bæði af niðurskip- an efnis milli landsleigubálks og rekabálks og svo hinu, að réttur land- eiganda til veiða á fuglum og landspendýrum hefði verið miklum mun rýmri í fjöru og netlögum en á landi uppi, ef ákvæðin ættu við um þessi dýr. En það fær tæplega staðist.10) Athyglisvert er að fjaran er hér 128
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.