Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Blaðsíða 41

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Blaðsíða 41
frumvarpið hefur að geyma, verður lögtekið. Um smávægilegar orða- lagsbreytingar, sem frumvarpshöfundar leggja til að gerðar verði á örfáum greinum sml., hirði ég ekki að ræða hér. 1 6. gr. frumvarpsins gefur svo loks að finna „rúsínuna í pylsuend- anum“, en þar er lagt til, að inn í samningalögin komi nýtt ákvæði, sem verði 36. gr. laganna, og hljóði svo: „Samningi má víkja til hliðar í heild eða að hluta, eða breyta, ef það yrði talið ósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptavenju að bera hann fyrir sig. Hið sama á við um aðra löggerninga. Við mat skv. 1. mgr„ skal líta til efnis samnings, stöðu samnings- aðilja, atvika við samningsgerðina og atvika sem síðar komu til.“ Með frumvarpinu fylgir mjög ítarleg greinargerð og fjallar megin- efni hennar, að vonum, um þá grein þess, sem hér er gerð að umræðu- efni. Skal það tekið fram hér, svo að ekki fari milli mála, að frá tækni- légu sjónarmiði séð er greinargerð þessi vel rituð og skýrir vel, hver tilgangurinn er með ákvæðinu. Er þar, með ágætum, varpað ljósi á ýmsa þætti ákvæðisins, eins og þau horfa við lesanda þess, og nokkur dæmi nefnd um mögulega notkun þess, en einkum er þó, svo sem vænta mátti, púðrinu eytt í röksemdir fyrir nauðsyn þess, að ákvæðið verði lögtekið. Ekki er það ætlun mín að fara að endursegja alla þá röksemda- færslu hér, enda fullkominn óþarfi, því að frumvarpið með greinar- gerðinni er öllum aðgengilegt í skjalaafgreiðslu Alþingis og síðar í Al- þingistíðindum og hvet ég áhugamenn eindregið til að kynna sér það af gaumgæfni. En þrátt fyrir það get ég ekki stillt mig um að birta hér smákafla úr greinargerðinni, þar sem þungamiðja röksemdanna kemur fram í hvað ljósustu máli: „Hvatinn að breytingum á ógildingarreglum samningalaga í Dan- mörku, Noregi og Svíþjóð í þá veru, sem lagt er til í frumvarpi þessu, var ekki hvað síst sá að treysta betur réttarstöðu neytenda eða þeirra, sem telja má að hafi lakari aðstöðu í samningssam- bandinu. Þessi rök hafa ekki sérstaklega verið til umræðu hér á landi. Könnun staðlaðra samningsskilmála, sem tíðkaðir eru í viðskipt- um hér á landi um kaup á ýmsum veigameiri neysluvörum, sýn- ir, að í þeim er oft og einatt að finna ákvæði, sem telja verður ósanngjörn í garð kaupandans. Má hér sem dæmi nefna ákvæði í samningum með afborgunarkjörum, þar sem fram er tekið, að séu afborganir eða víxlar ekki greiddir á réttum gjalddögum, falli allt 119
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.