Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Blaðsíða 53

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Blaðsíða 53
NIÐURSTÖÐUR 1. Samkvæmt framanrituðu nær landareign sjávarjarðar ekki til netlaganna. Landeigandi á í netlögum sjávar tiltekin afmörkuð rétt- indi, sem sum styðjast eingöngu við ákvæði í seinni tíma löggjöf (rétt- ur til fuglaveiði og beitutekju). Um önnur má e.t.v. segja, að auk þess sem þau eru lögákveðin eigi þau rót í fornri venju (Jónsbókarákvæði um reka og veiði). Landeigandi á ekki beinan eignarrétt til netlaga í sjó. 2. Enn er ekki til fulls svarað spurningunni: Hvar eru merki sjávar- jarða til hafsins? sem líka má orða svo: Hve langt til sjávar nær beinn eignarréttur eiganda lands við sjó? Telja verður að sá réttur takmarkist við stórstraumsfjörumál, sbr. Hrd. 17. 345. Nokkur vafi leikur þó á því. Skal nú dómur þessi reifaður: I 10. gr. 1. nr. 66/1931 um hafnargerð á Dalvík var svo mælt, að hafnarsjóður ætti allt það land innan hafnarinnar, sem yfir flyti með stórstraumsflóði. Árið 1939 var byrjað á byggingu hafnargarðs á Dal- vík. S átti land að sjó norðan garðsins. Þeim megin garðsins varð land- auki við það að garðurinn stöðvaði sjávaruppburð malar og sands. S gerði kröfu til að viðurkenndur yrði eignarréttur hans að 130 m langri strandlengju norður frá garðinum, milli stórstraumsflóðmáls, eins og það var 1939, og stórstraumsfjörumáls, eins og það var 1945 þegar málið var höfðað. Innan þessa svæðis var landaukinn. Héraðsdómur dæmdi S í vil. Byggði hann m.a. á því að „sú régla hefur gilt frá fornu fari, að menn ættu fjöru fyrir landi sínu og netlög.“ Hæstiréttur stað- festi dóminn á þessum forsendum: „Ekki var unnt með 10. gr. laga nr. 66/1931 að svipta gagnáfrýj anda endurgjaldslaust eignarrétti að fjöru hans á hafnarsvæðinu. Er hann því enn eigandi lands þess, sem var fjara 1939, og af því leiðir, að hann er eigandi landauka þess, sem við það hefur bætzt, enda hefur ekki farið fram eignarnám á þessu landi né þess verið beðizt.“ Dómur þessi hlýtur að vekja efasemdir: Fullyrðing (ein af forsendum) héraðsdómsins, sem tekin er upp í útdráttinn hér að framan, er áreiðanlega röng að því er tekur til net- laganna, svo sem sýnt hefur verið fram á í þessari ritgerð. Nokkur vafi gæti verið um fjöruna. Skv. 2. kap. rekab. Jónsb. virðist réttur land- eiganda til fjörunytja vera hinn sami og til nytja af netlögum, sbr. hér fyrir framan. I Grágás eru hins vegar ákvæði, sem bent gætu til að 131
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.