Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Side 53

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Side 53
NIÐURSTÖÐUR 1. Samkvæmt framanrituðu nær landareign sjávarjarðar ekki til netlaganna. Landeigandi á í netlögum sjávar tiltekin afmörkuð rétt- indi, sem sum styðjast eingöngu við ákvæði í seinni tíma löggjöf (rétt- ur til fuglaveiði og beitutekju). Um önnur má e.t.v. segja, að auk þess sem þau eru lögákveðin eigi þau rót í fornri venju (Jónsbókarákvæði um reka og veiði). Landeigandi á ekki beinan eignarrétt til netlaga í sjó. 2. Enn er ekki til fulls svarað spurningunni: Hvar eru merki sjávar- jarða til hafsins? sem líka má orða svo: Hve langt til sjávar nær beinn eignarréttur eiganda lands við sjó? Telja verður að sá réttur takmarkist við stórstraumsfjörumál, sbr. Hrd. 17. 345. Nokkur vafi leikur þó á því. Skal nú dómur þessi reifaður: I 10. gr. 1. nr. 66/1931 um hafnargerð á Dalvík var svo mælt, að hafnarsjóður ætti allt það land innan hafnarinnar, sem yfir flyti með stórstraumsflóði. Árið 1939 var byrjað á byggingu hafnargarðs á Dal- vík. S átti land að sjó norðan garðsins. Þeim megin garðsins varð land- auki við það að garðurinn stöðvaði sjávaruppburð malar og sands. S gerði kröfu til að viðurkenndur yrði eignarréttur hans að 130 m langri strandlengju norður frá garðinum, milli stórstraumsflóðmáls, eins og það var 1939, og stórstraumsfjörumáls, eins og það var 1945 þegar málið var höfðað. Innan þessa svæðis var landaukinn. Héraðsdómur dæmdi S í vil. Byggði hann m.a. á því að „sú régla hefur gilt frá fornu fari, að menn ættu fjöru fyrir landi sínu og netlög.“ Hæstiréttur stað- festi dóminn á þessum forsendum: „Ekki var unnt með 10. gr. laga nr. 66/1931 að svipta gagnáfrýj anda endurgjaldslaust eignarrétti að fjöru hans á hafnarsvæðinu. Er hann því enn eigandi lands þess, sem var fjara 1939, og af því leiðir, að hann er eigandi landauka þess, sem við það hefur bætzt, enda hefur ekki farið fram eignarnám á þessu landi né þess verið beðizt.“ Dómur þessi hlýtur að vekja efasemdir: Fullyrðing (ein af forsendum) héraðsdómsins, sem tekin er upp í útdráttinn hér að framan, er áreiðanlega röng að því er tekur til net- laganna, svo sem sýnt hefur verið fram á í þessari ritgerð. Nokkur vafi gæti verið um fjöruna. Skv. 2. kap. rekab. Jónsb. virðist réttur land- eiganda til fjörunytja vera hinn sami og til nytja af netlögum, sbr. hér fyrir framan. I Grágás eru hins vegar ákvæði, sem bent gætu til að 131

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.