Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Blaðsíða 31

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Blaðsíða 31
a) Mál skv. 32. gr. samningalaganna (nú 33. gr.). Samtals er þar um að ræða 42 mál á þeim 50 árum, sem lögin hafa verið í gildi, eða 0,8 mál á ári. b) Mál skv. sérlögum eru samtals 42. Þessi sérlög voru að vísu sett á mismunandi tímum, og því er erfiðara að reikna út meðalfjölda hvers árs. En ef miðað er við elstu lögin, þ.e. lög nr. 75/1917, er um að ræða 69 ára tímabil. Miðað við 42 mál samtals á 69 árum væri um að ræða 0,6 mál á ári. c) Samkvæmt því dómayfirliti, er fylgdi greinargerðinni með lögum nr. 11/1986 sem fylgiskjal, er elsti dómurinn um brostnar forsendur frá 1928. Á þeim 58 árum, sem liðin eru frá því að sá dómur gekk, hefur þess verið freistað í 22 málum að fá löggerning dæmdan ó- skuldbindandi á grundvelli réttarréglna um brostnar forsendur, þ.e. 0,3 mál á ári. Það er líklegt, að lögfesting hinnar nýju reglu leiði af sér einhverja fjölgun ógildingarmála fyrir íslenskum dómstólum. Það þarf þó ekki nauðsynlega að vera af hinu illa. 1 fyrsta lagi getur það sýnt þörf fyrir regluna. 1 öðru lagi er rétt að hafa í huga, að dómstólum er ætlað mikilvægt hlutverk við túlkun og skýringu reglunnar, eins og rakið er í 4.0. hér að framan, og því er nauðsynlegt að fá fram sem fyrst sjón- armið þeirra þar að lútandi. 1 þriðja lagi er þess getandi, sem fram kem- ur í greinargerð lága nr. 11/1986 (bls. 14), að nýju reglunni er ætlað að hafa varnaðaráhrif og stuðla að því, að ósanngjömum samningsskil- málurn fækki eða þeir hverfi úr íslensku viðskiptalífi. Þess vegna er ekki ólíklegt, að sú fjölgun mála, sem verða kann, verði mest fyrst eftir lögfestingu reglunnar, en síðar dragi úr málafjöldanum, þegar varn- aðaráhrifa reglunnar fer að gæta. Ef menn eru á annað borð þeirrar skoðunar, að þörf sé fyrir reglu 36. gr. samningalaganna, er rétt að hafa í huga, að það geta tæpast verið sjálfstæð rök gegn lögfestingu hennar, að hún sé til þess fallin að ýta undir málafjölda fyrir dómstólunum. Það er nú einu sinni hlutverk dómstóla í réttarríki að skera úr réttarágrein- ingi milli borgaranna. Til fróðleiks skal hér birt tafla, þar sem getið er helstu ógildingar- heimilda í íslenskum rétti fram að gildistöku laga nr. 11/1986. 1 töfl- unni kemur fram fjöldi þeirra dómsmála, sem rekin voru á grundvelli ógildingarheimildanna, og úrslita einnig getið. 109
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.