Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Side 31

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Side 31
a) Mál skv. 32. gr. samningalaganna (nú 33. gr.). Samtals er þar um að ræða 42 mál á þeim 50 árum, sem lögin hafa verið í gildi, eða 0,8 mál á ári. b) Mál skv. sérlögum eru samtals 42. Þessi sérlög voru að vísu sett á mismunandi tímum, og því er erfiðara að reikna út meðalfjölda hvers árs. En ef miðað er við elstu lögin, þ.e. lög nr. 75/1917, er um að ræða 69 ára tímabil. Miðað við 42 mál samtals á 69 árum væri um að ræða 0,6 mál á ári. c) Samkvæmt því dómayfirliti, er fylgdi greinargerðinni með lögum nr. 11/1986 sem fylgiskjal, er elsti dómurinn um brostnar forsendur frá 1928. Á þeim 58 árum, sem liðin eru frá því að sá dómur gekk, hefur þess verið freistað í 22 málum að fá löggerning dæmdan ó- skuldbindandi á grundvelli réttarréglna um brostnar forsendur, þ.e. 0,3 mál á ári. Það er líklegt, að lögfesting hinnar nýju reglu leiði af sér einhverja fjölgun ógildingarmála fyrir íslenskum dómstólum. Það þarf þó ekki nauðsynlega að vera af hinu illa. 1 fyrsta lagi getur það sýnt þörf fyrir regluna. 1 öðru lagi er rétt að hafa í huga, að dómstólum er ætlað mikilvægt hlutverk við túlkun og skýringu reglunnar, eins og rakið er í 4.0. hér að framan, og því er nauðsynlegt að fá fram sem fyrst sjón- armið þeirra þar að lútandi. 1 þriðja lagi er þess getandi, sem fram kem- ur í greinargerð lága nr. 11/1986 (bls. 14), að nýju reglunni er ætlað að hafa varnaðaráhrif og stuðla að því, að ósanngjömum samningsskil- málurn fækki eða þeir hverfi úr íslensku viðskiptalífi. Þess vegna er ekki ólíklegt, að sú fjölgun mála, sem verða kann, verði mest fyrst eftir lögfestingu reglunnar, en síðar dragi úr málafjöldanum, þegar varn- aðaráhrifa reglunnar fer að gæta. Ef menn eru á annað borð þeirrar skoðunar, að þörf sé fyrir reglu 36. gr. samningalaganna, er rétt að hafa í huga, að það geta tæpast verið sjálfstæð rök gegn lögfestingu hennar, að hún sé til þess fallin að ýta undir málafjölda fyrir dómstólunum. Það er nú einu sinni hlutverk dómstóla í réttarríki að skera úr réttarágrein- ingi milli borgaranna. Til fróðleiks skal hér birt tafla, þar sem getið er helstu ógildingar- heimilda í íslenskum rétti fram að gildistöku laga nr. 11/1986. 1 töfl- unni kemur fram fjöldi þeirra dómsmála, sem rekin voru á grundvelli ógildingarheimildanna, og úrslita einnig getið. 109

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.