Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Blaðsíða 56

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Blaðsíða 56
Af vettvangi Stefán M. Stefánsson prófessor: HUGLEIÐING VEGNA DÓMS SAKADÓMS VESTMANNAEYJA FRÁ 4. JÚNÍ 1986 1. Réttarstaða sakbornings hefur verið til umræðu undanfarið. Oft er talið að þar mætti betur fara að íslenskum lögum og lagafram- kvæmd. Sá dómur sem hér er til umræðu snertir þýðingarmikil atriði í þessu sambandi, þ.e. að hve miklu leyti dómstólum sé heimilt að fara út fyrir þann ramma sem ákæruvaldið hefur markað í ákæruskjali þegar sakfellt er og viðurlög ákveðin. Dómurinn verður hér einungis reifaður og skoðaður með tilliti til fyrrgreinds atriðis. önnur atriði, sem fjallað er um í dóminum, verða ekki gerð að umræðuefni. Til ein- földunar verður aðeins þáttur Kristjáns Torfasonar tekinn til meðferð- ar, en þáttur Ólafs Jónssonar látinn liggja milli hluta þar eð hann snertir umræðuefnið í minna mæli og varpar ekki nýju Ijósi á það. 2. Kristján Torfason var bæjarfógeti í Vestmannaeyjum um margra ára skeið. Hann var ákærður fyrir að hafa misnotað embættis- og starfsaðstöðu sína við bæjarfógetaembættið, ýmist sjálfum sér eða öðrum til ávinnings og fyrirgreiðslu. Ákæran var í 3 köflum. Fyrsti kafli fjallaði um lánveitingar ákærða til sjálfs sín og annarra úr sjóð- um embættisins. Ákærða var gefið að sök að hann hefði lánað pen- ingafjárhæðir úr sjóði bæj arfógetaembættisins til tiltekinna aðila sem hann hefði látið bókfæra sem endurgreidd ofgreidd þinggjöld enda þótt um enga slíka afgreiðslu hefði verið að ræða. Ennfremur var því hald- ið fram að ákærði Kristján hefði veitt sjálfum sér lán úr sjóði em- bættisins sem endurgreidd ofgreidd þinggjöld með svipuðum hætti og áður var lýst og auk þess gegn innistæðulausum tékka sem hann hefði síðan g'eymt í sjóði embættisins án þess að tékkanum væri framvísað í banka til skuldfærslu fyrr en löngu síðar. Brot Kristjáns var hér tal- 134
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.