Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Blaðsíða 66

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Blaðsíða 66
lýsingar um áætlaðan kostnað við rekstur gerðarmáls áður en meðferð þess hefst, þ.á m. upplýsingar um áætlaða þóknun til sérfróðra gerðarmanna eða að- stoðarmanna eða matsmanna strax og tilefni er. Gerðarmaður getur ekki stofnað til útgjalda vegna rekstrar gerðarmáls nema með leyfi Verkefnanefndar. Þetta gildir þó ekki um óhjákvæmilegan eða ó- verulegan kostnað. Aðilar gerðarmáls bera óskipta ábyrgð á kostnaði sem hlýst af rekstri gerðar- máls gagnvart Verkefnanefnd. Nefndin getur krafið aðila gerðarmáls um trygg- ingu fyrir þessum kostnaði. Gerðardómur sker úr um skiptingu kostnaðar á milli aðila, þar á meðal um skiptingu málskostnaðar. 6. gr. Verkefnanefnd sér um þingfestingu gerðarmáls og gengur úr skugga um að gerðarsamningur sé fullnægjandi. Hún veitir báðum aðilum stutta fresti til að rita greinargerðir áður en mál er afhent gerðardómi. Eigi síðar en við fram- lagningu greinargerða skulu aðilar taka afstöðu til þess hvort þeir óski að mat fari fram. Sé þess óskað að nefndir verði matsmenn skulu aðilar hlíta því að Verkefnanefnd nefni matsmenn. Að öðru leyti skal beita 138.-144. gr. I. nr. 85/1936, um meðferð einkamála í héraði eftir því sem við getur átt. 7. gr. Verkefnanefnd setur gerðardómi frest til þess að Ijúka gerðarmáli. Hún getur veitt stutta framhaldsfresti. Verkefnanefnd getur svipt gerðar- menn umboði sínu ef frestir eru ekki haldnir. Verkefnanefnd fer þá með gerðarmál ef sú tilhögun sætir ekki andmælum en ella skipar Verkefnanefnd nýja gerðarmenn. 8. gr. Verkefnanefnd getur svipt gerðarmenn umboði sfnu annaðhvort af sjálfsdáðum eða eftir kröfu aðila ef gerðarmenn halda ekki reglur þessar. 9. gr. Gerðardómur setur aðilum fresti til að rita greinargerð og afla gagna. Gagnaöflun er á ábyrgð aðila. Ávallt skal stefnt að því að Ijúka gagnaöflun og munnlegum málflutningi í einni lotu. 10. gr. Að öðru leyti en að framan greinir starfar gerðardómur Lagastofnunar Háskóla íslands eftir viðurkenndum íslenskum gerðardómsreglum og megin- reglum laga nr. 85/1936, um meðferð einkamála í héraði. REGLUR UM RÁÐGJAFARÞJÓNUSTU LAGASTOFNUNAR HÁSKÓLA ÍSLANDS. 1. gr. Verkefnanefnd ræður einn eða fleiri menn til þess að leysa þau þjón- ustuverkefni sem hún hefur ákveðið að taka til meðferðar. 2. gr. Verkefnanefnd semur um laun við þá sem taka að sér þjónustuverk- efni á vegum hennar ef þess er óskað. Verkefnanefnd skal ávallt eiga end- 144
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.