Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Blaðsíða 60

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Blaðsíða 60
6. Frá fyrrgreindri meginreglu eru undantekningar. Þessara und- antekninga er getið í 3. mgr. 118. gr. oml. Þeim er þó þröngur stakkur skorinn enda skiljanlegt því að meginreglan styðst við veigamikil rök eins og vikið var að áður. Lagagreinin um þessar undantekningar hlj óð- ar svo: ,,Rétt er þó dómara að dæma áfall á hendur sökunaut, þótt aukaatriði brots, svo sem staður og stund þess, séu ekki skýrt eða rétt greind, enda telji dómari, að vörn verði ekki áfátt þess vegna. Dómari getur gefið sökunaut, verjanda og sækjanda færi á því að tjá sig um sakaratriði að þessu leyti, ef þurfa þykir. Dómara er og rétt undir sama skilorði að dæma eftir öðrum refsiákvæðum en segir í ákæru, en gefa skal hann þá nefndum aðilum kost á því að reifa málið að því leyti og af nýju, ef því er að skipta.“ Ljóst er að hér er greint á milli tveggja atriða, þ.e. í fyrsta lagi ef háttsemi er ekki rétt greind í ákæru og í öðru lagi þegar ekki eru nefnd þau lagaákvæði í ákæruskjali sem hugsanlegt er að dæma söku- naut eftir. Verður nú fjallað um þessi atriði hvort fyrir sig og byrjað á fyrra atriðinu. I dómasafni hæstaréttar má finna dæmi þess að mál- um hafi verið vísað frá dómi þar sem ákæruskjal hafi ekki verið talið fullnægja ákvæðum 115. gr. oml. um lýsingu brots. I greinargerð, sem fylgtli í frumvarpi að 118. gr., er sagt að of langt væri gengið ef ekki mætti dæma áfall þótt eitthvað skorti á um aukaatriði, svo sem stað og stund, ef þó væri augljóst við hvaða hegðun sökunautar væri átt. En hvað eru þá aukaatriði máls nánar tiltekið? Greinin sjálf gefur það fyllilega í skyn með því að tiltaka sem dæmi stað og stund. Það er ekki heldur nóg að um aukaatriði brots sé að tefla því að 3. mgr. 118. gr. áskilur einnig að dómari telji að vörn verði ekki áfátt þess vegna og aðilum sé gefið færi á að tjá sig um sakarefnið að þessu leyti. Hér eru því greinilega gert ráð fyrir mjög þröngri skýringu og er það raunar í fullu samræmi við aðalreglu þá sem fyrr er lýst og þau lagarök sem hún styðst við. 1 Danmöi'ku er samsvarandi lágagrein ekki eins þröngt orðuð og hin íslenska og sama gildir um greinargerð þá sem fylgdi frumvarpi með þeim lögum. Þar í landi hafa fræðimenn hallast að því að auka- atriði máls séu ýmis atriði sem ekki geta talist sjálfstæður refsiverð- ur verknaður. Ekki er þó látið þar staðar numið því að sumir telja aukaatriði aðeins þau atvik sem hvorki hafa áhrif á heimfærslu brota undir refsilagaákvæði né varða grófleika brots. Að því er íslenskan rétt varðai' verður að telja samkvæmt fyrrgreindu að aukaatriði brots séu atriði sem t.d. varða lýsingu á stað eða stund brotsins og önnur atriði sem hvorki fela í sér sjálfstæðan refsiverðan verknað né hafa á- 138
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.