Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Blaðsíða 18

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Blaðsíða 18
hins vegar svo, að hér á landi vantar sérlög um ýmsar þýðingarmiklar samningstegundir. Af lagatæknilegum ástæðum er því eðlilegra og hentugra að hafa eitt almennt ógildingarákvæði í samningalögunum, sem tekur til allra samningstegunda á sviði fjármunaréttar án tillits til þess, hvort um viðkomandi samningstegund gilda sérlög að öðru leyti. Með reglu 86. gr. hefur öllu ósamræmi verið eytt og hinar einstöku samningstegundir á sviði fjármunaréttar jafnsettar að þessu leyti. Lögfesting sérlagaákvæðanna sýndi vissa þróun í þessum efnum og má segja, að með setningu hinnar nýju reglu hafi verið náð nýjum áfanga á þeirri þróunarbraut.34) 7.0. FLOKKUN ÓGILDINGARREGLNA. Til yfirlits og hægðarauka þykir rétt að flokka helstu ógildingarheim- ildir íslensks réttar, svo sem þær voru fyrir gildistöku laga nr. 11/1986, eftir skyldleika þeirra og samstöðu. Flokkunin er engan veginn einhlít. Hún er gerð í þeim tilgangi einum að auðvelda samanburð á ógildingar- reglum íslensks réttar, eins og þær voru fram til 1. maí 1986, við hina nýju reglu í 36. gr. samningalaganna. Um flokkunina skal þetta tekið fram:35) Með sérstökum ógildingarreglum er hér átt við lagareglur, sem heim- ila ógildingu samninga vegna a) sérstakra tilgreindra atvika, sbr. á- kvæðin í 28.-31. gr. og 33. gr. samningalaga nr. 7/1936, eða b) vegna sér- staks efnis eða sérstakra ákvæða í samningum, sbr. 35.-37. gr. samninga- laganna. Reglur þessar eiga við um alla fjármunaréttarsamninga nema ákvæðið í 1. mgr. 167. gr. siglingalaga nr. 34/1985, sem er einskorðað við björgunarsamninga. Reglur samningalaganna sæta tímatakmörkun- um skv. 38. gr. þeirra laga, þ.e. heimildin til ógildingar er bundin við það, að löggerningsmóttakandi hafi haft vitneskju um atvikið, þegar 34) Auk þeirra sérlagaákvæða á sviði fjármunaréttar, sem hér um ræðir og veittu heimildii til ógildingar af sanngirnisástæðum, má geta þeirra ákvæða á sviði sifjaréttar, sem rak- in eru í yfirlitinu í kafla 7.0. Sanngirnissjónarmið hafa og að þessu leyti mótað reglur skaðabótaréttarins um heimildir til þess að lækka eða fella niður skaðabótakröfur, sbr. ákvæði 73. gr. umferðarlaga nr. 40/1968; 25. gr. vátryggingarsamningalaga nr. 20/1954; 136. gr. loftferðalaga nr. 34/1964; I. mgr. 60. gr. sjómannalaga nr. 35/1985; 16. gr. siglingalaga nr. 34/1985 og 2. mgr. 24. gr. lögræðislaga nr. 68/1984. Fram kcmur í greinargerðinni með lögum nr. 11/1986, að með þeim lögum voru hvorki gerðar breyt- ingar á ógildingarheimildum hlutafélagalaga nr. 32/1978 né heldur á 167. gr. siglinga- laga nr. 34/1985. Eru ástæður þess raktar í greinargerðinni á bls. 15. 35) Flokkunin er byggð á sams konar yfirliti og birtist í greinargerðinni með lögum nr. 11/1986 á bls. 6-9. Tekið skal fram, að tilvitnun til lagaákvæða í töflunni á við laga- ákvæðin eins og þau voru fyrir gildistöku laga nr. 11/1986. 96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.