Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Blaðsíða 16

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Blaðsíða 16
um, ef skilmálarnir hafa ekki verið ræddir sérstaklega með aðilum. 1 Bandaríkjunum er ákvæði í gr. 3-302 í Uniform Commercial Code, sem veitir dómstólum samkv. hljóðan sinni víðtækar heimildir til ógildingar ósanngjarnra samningsskilmála: „If the Court as a matter of law finds the contract or any clause of the contract to have been unconscionable ... “. Sú takmörkun er þó gerð, að samningurinn þarf að hafa verið ósanngjarn á þeim tíma, er til hans var stofnað, sbr. orðalagið „.. . at the time it was made .. . “. Þessari heimild hefur þó hingað til aðeins verið beitt í takmörkuðum mæli og eingöngu að því er varðar ákveðnar samningstegundir.3 0) 6.0. RÉTTARÞRÓUN HÉRLENDIS. ÓGILDINGARHEIMILDIR í SÉRLÖGUM. Frá setningu samningalaganna árið 1936 hafa verið lögtekin ógild- ingarákvæði í sérlögum, er varða einstakar samningstegundir á sviði fjármunaréttar, þar sem ógilding hefur verið heimiluð af sanngirnis- ástæðum. Sérlagaákvæði þessi eru talin upp í 1.0. hér að framan, og þeirra er einnig getið í yfirlitinu í kafla 7.0. Með 9. gr. laga nr. 11/1986 voru sérlagaákvæðin numin úr gildi, og tekur 36. gr. samningalaganna því hér eftir til allra samningstegunda á sviði fjármunaréttar. Er þetta skýrt svo í greinargerðinni með lögum nr. 11/1986, að samhliða hinu almenna ógildingarákvæði 36. gr. sé ekki ástæða til þess að hafa ógild- ingarheimildir í sérlögum.31) Var í þessum efnum fylgt sömu stefnu og fylgt var í Skandinavíu. Rétt er að geta þess, að eftir samþykkt lága nr. 11/1986, þar sem framangreind sérlagaákvæði voru felld úr gildi (og þar með talin 11. gr. laga nr. 44/1979 um húaleigusamninga), voru samþykkt frá Alþingi lög nr. 42 frá 6. maí 1986 um breytingu á lögum um húsaleigusamninga. Samkvæmt 1. gr. laga nr. 42/1986 hljóðar 11. gr. laganna um húsaleigu- samninga nú svo: „Um heimild til að víkja húsaleigusamningi til hliðar í heild eða að hluta eða til að breyta honum, ef það yrði talið ósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptavenju að bera hann fyrir sig, gilda ákvæði laga nr. 7/1936, um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga.“ Lög nr. 42/1986 höfðu, eins og texti lagaákvæðisins ber með sér, eng- ar efnislegar breytingar í för með sér. Eini munurinn á 1. nr. 44/1979 30) Um efni breskra, bandarískra og vestur-þýskra laga sjá nánar Stig J0rgensen, sama rit á bls. 12-13, SOU 1974:83 á bls. 84-99 og NOU 1979:32 á bls. 16-17. 31) Greinargerðin á bls. 14. 94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.