Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Blaðsíða 65

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Blaðsíða 65
5. gr. Verkefnanefnd skipar gerðardóm og velur einnig menn til að leysa önnur þjónustuverkefni í samræmi við samþykktir þessar og gildandi reglur. 6. gr. Verkefnanefnd ákveður þóknun vegna starfa sinna við gerðarmál og önnur þjónustuverkefni. Þóknun skal að jafnaði greiða þegar verki er lokið. 7. gr. Verkefnanefnd hefur endanlegt ákvörðunarvald um það hvaða verkefni Lagastofnun tekur að sér og hvernig með þau verði farið. 8. gr. Verkefnanefnd fer með fjárreiður vegna starfsemi sinnar. Um fjármál og reikningshald fer þó nánar skv. 4. mgr. 6. gr. rgl. nr. 190/1974. GERÐARDÓMSREGLUR LAGASTOFNUNAR HÁSKÓLA ÍSLANDS. 1. gr. Verkefnanefnd skipar gerðarmenn í einstökum málum. 2. gr. Enginn getur dæmt í máli á vegum gerðardómsins nema hann full- nægi skilyrðum laga til að vera skipaður hæstaréttardómari. Þetta gildir þó ekki um sérfróða gerðarmenn eða aðstoðarmenn, sbr. 4. gr. þessara reglna. 3. gr. Einn gerðarmaður dæmir gerðarmál hverju sinni. Verkefnanefnd get- ur þó ákveðið að gerðarmenn geti verið fleiri en einn ef sameiginleg ósk kemur fram um það frá aðilum gerðarmáls eða ef sérstakar ástæður mæla með því. Verkefnanefnd skal að jafnaði skipa þann eða þá í gerðardóm sem aðilar hafa orðið ásáttir um, enda fullnægi sá gerðarmaður skilyrðum þessara reglna. 4. gr. Verkefnanefnd getur skipað sérfróða menn í gerðardóm eftir ósk aðila eða formanns gerðardóms. Sé ákveðið að skipa sérfróða gerðarmenn skal að jafnaði skipa þá sem formaður gerðardóms mælir með. Sérfróðir gerð- armenn starfa með þeim hætti sem segir um sérfróða meðdómsmenn í lög- um nr. 85/1936, um meðferð einkamála í héraði. í stað sérfróðra gerðarmanna getur Verkefnanefnd á sama hátt skipað einn eða tvo sérfróða aðstoðarmenn við meðferð gerðarmáls. Þeir eru til að- stoðar gerðarmönnum við sérfræðileg álitaefni en greiða ekki atkvæði við úrlausn gerðarmáls. 5. gr. Verkefnanefnd semur um laun til gerðarmanna áður en þeir eru skip- aðir. Þá ákvörðun má endurskoða að verkefni loknu. Sama gildir um sér- fróða gerðarmenn eða aðstoðarmenn og matsmenn. Verkefnanefnd skal þó á- vallt eiga endanlegt úrskurðarvald um fjárhæð þóknunar gagnvart gerðar- mönnum og eins gagnvart aðstoðarmönnum og matsmönnum sem vinna í þágu gerðardóms skv. reglum þessum. Aðilum gerðarmáls skulu veittar upp- 143
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.