Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Blaðsíða 42

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Blaðsíða 42
kaupverðið í gjalddaga og sé seljanda þá heimilt að taka hið selda aftur án þess að endurgreiða kaupanda nokkuð af kaupverðinu. Má ljóst vera, að ákvæði sem þetta getur verið afar ósanngjarnt í garð kaupandans, sérstaklega ef verulegur hluti kaupverðsins hef- ur verið greiddur. í kaupsamningum eru mjög tíðkuð stöðluð samningsákvæði um ábyrgð seljanda. Einkenni þessara stöðluðu ábyrgðarákvæða (og ábyrgðarskírteina í vissum tilvikum) er það, að þau veita í fæst- um tilvikum kaupandanum meiri rétt heldur en hann nú þegar hef- ur samkvæmt ákvæðum laga nr. 39/1922 um lausafjárkaup. Er í flestum tilvikum um að ræða mjög víðtækar undanþágur af hálfu seljanda á ábyrgð vegna galla. Ákvæði kaupalaganna eru frávíkj- anleg og slíkar ábyrgðarundanþágur því heimilar. Þær geta hins vegar verið afar ósanngjarnar í garð kaupandans. Vegna takmarkaðra ákvæða í íslenskri löggjöf um neytenda- vernd er ljóst, að setning almenns ógildingarákvæðis á borð við það, sem frumvarp þetta gerir ráð fyrir, að lögfest verði, yrði mj ög til þess að treysta réttarstöðu neytenda. Myndi lögfesting reglunn- ar veita dómstólum heimildir til þess að ógilda ósanngjörn ákvæði á borð við þau, sem hér hafa verið nefnd. Þá verður og að ætla, að reglan myndi hafa þau almennu varnaðaráhrif, að ósanngjörnum samningsákvæðum í garð neytenda fækkaði eða þau jafnvel hyrfu. Að lokum er þess að geta, að frelsi til að semja um vexti og önn- ur lánskjör fer nú mjög vaxandi. Bankar og aðrar lánastofnanir hafa vegna lítilla innlána ekki getað fullnægt mikilli eftirspurn eftir útlánum. Það hefur því færst í vöxt, að lánaviðskipti með peninga hafa farið fram utan innlánsstofnana. Með vaxandi eftir- spurn eftir lánsfé og auknu frelsi aðilja til þess að semja um vexti eða önnur lánskjör, er rík ástæða til að hafa í lögum almennt ó- gildingarákvæði til þess að sporna gegn ósanngjörnum samnings- skilmálum í þessurn viðskiptum. Er hætt við, að 32. gr. samninga- laga og 7. gr. okurlaga, eins og þær eru nú, séu tæpast fullnægjandi vernd fyrir þá, sem leita eftir láni við slíkar aðstæður, einkum vegna erfiðrar sönnunaraðstöðu. Þessar ástæður gera það brýnna en ella að lögfesta ógildingarreglu á borð við þá, sem hér er lagt til að lögtekin verði.“ Þetta kann að hljóma vel, en virðist þó ekki þungvægt við nánari athugun. Áður hefur verið minnst á neytendaverndina í þessu sam- bandi, en hér skal jafnframt á það minnt, að með tiltölulega hægu móti 120
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.