Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Blaðsíða 38

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Blaðsíða 38
þó viðurkenningar, — svo sem heimild til þess að ónýta gerða samn- inga eða loforð, vegna þess að forsendur þær, sem að baki lágu, reynast gersamlega brostnar, áður en til efnda kemur, — hafa einnig fyrir löngu unnið sér þegnrétt hér og ekki valdið deilum eða umtalsverðum vandkvæðum, enda þótt dómstólar hafi beitt þeim af mikilli hófsemi. Nú brégður hins vegar svo við, að lúðrar gjalla og boðað er til bylt- ingar á þessu sviði. Á Alþingi hefur verið lagt fram stjórnarfrum- varp til breytinga á 1. 7/1936, sem m.a. felur í sér tillögu um að bæta inn í lögin nýju og almennu ógildingarákvæði, sem er frábrugð- ið öllum þeim almennu ógildingarheimildum, sem hér hafa verið kunn- ar, sökum þess hve víðtækt það er og hefur í för með sér stórkostleg frávik frá meginreglunni um skuldbindingargildi löggerninga. Frum- varpi þessu er ætlað að vera liður í enn viðameiri breytingaraðgerð- um á fjármálasviði og viðskiptalöggj öf þjóðarinnar, þannig að því munu tengjast ýmis önnur frumvörp, sem viðameiri eru, í orðum tal- ið, og sem líklegt er að vekj a muni miklu meiri athygli almennings og stjórnmálamanna. Er því, sannast sagna, hætt við því, að hið fyrr- nefnda frumvarp falli í skuggann af öðrum og „litskrúðúgri" frum- vörpum og að umræða um það, eitt saman, í þingsölum verði lítil af þeim sökum. Þótt lúðrar gjalli í raun, er því hætt við, að of fáir heyri þyt þeirra og e.t.v. síst þeir, sem mesta ábyrgðina bera og með úrslita- valdið fara, þ.e. þingmennirnir, sem um frumvarpið munu fjalla. Sú tilætlun, sem kemur frarn í frumvarpinu að þessu leyti og nú var nefnd, er að mínu mati varasöm og e.t.v. einnig vanhúgsuð, þótt ég geri mér mætavel grein fyrir því, að ýmis rök megi færa fyrir þessu áformi, og að ýmsir muni fagna ákvæðinu, ef að lögum verður. Þó er hætt við, að almennur fögnuður af þeim sökum muni skjótt dvína, þegar áhrif ákvæðisins fara að koma í ljós, og að hann muni einungis dvelja til frambúðar meðal óbætanlegra vanskilamanna og skuldakónga, sem munu leitast við að sækja til ákvæðisins afsökun og átyllu til að losna við skuldbindingar sínar. Þykir mér reyndar líklegt, að ákvæðinu verði, þegar fram í sækir, borið við sem vai’narástæðu í flestum skuldamál- um, þar sem á annað borð er haldið uppi einhverjum vörnum, og alls óvíst er, hvernig dómstólar munu almennt bregðast við þeirri ásókn — þeirri flóðbylgju — og hvernig eða hvort þeir muni standast þá þolraun. Hvað sem segja má um umrætt ákvæði að öðru leyti, hýgg ég, að fáir muni treysta sér til að mótmæla því, að tilkoma þess muni valda dómstólum, og ýmsum öðrum, vandkvæðum langt umfram það, sem fylgir núgildandi ógildingarheimildum, enda er ákvæðið, svo sem það birtist í frumvarpinu, bæði óskýrt og ómarkvisst og miklir skýr- 116
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.