Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Blaðsíða 30

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Blaðsíða 30
irigu þess í íslenskum rétti. Hugtakið óheiðarlegur í þessu sambandi kemur hins vegar ekki í lög fyrr en með samningalögunum árið 1936. I þriðja Iagi má geta þess, að í 42 dómsmálum, sem áfrýj að hefur ver- ið til Hæstaréttar, hefur ógildingarkrafa verið studd við 32. gr. samn- ingalaganna (nú 33. gr.). 1 jafnmörgum málum hefur ógildingarkrafa verið studd við heimildir sérlaga, en ekki verður af þeim málum séð, að ósanngirnismælikvarðinn hafi gert dómstólunum erfiðara fyrir en mæli- kvarðinn óheiðarlegur í 32. gr. (nú 33. gr.) í þeim 42 málum, sem þá grein varða. f f jórða og síðasta lagi má benda á, að hugtakið óheiðarlegur í 32. gr. samningalaganna (nú 33. gr.) var ekki eina viðmiðunin í III. kafla lag- anna. Þar var líka skírskotað til sanngirnismats, þ.e.a.s. í 35., 36. og 37. gr. Dómsmál samkv. þessum greinum, eins og þær voru fyrir gildistöku lága nr. 11/1986, eru samtals 8. Ekki er að sjá, að því hafi áður verið haldið fram, að í þessum lagagreinum væri viðmiðunarmarkið erfiðara og ómarkvissara en heiðarleikamatið skv. 32. gr. 11.0. LEIÐIR LÖGFESTING HINNAR NYJU REGLU AF SÉR AUKINN FJÖLDA DÓMSMÁLA? Eðlilegt er, að sú spurning komi fram, hvort lögfesting hinnar nýju reglu muni leiða af sér fjölgun dómsmála fyrir íslenskum dómstólum. Því hefur m.a. verið haldið fram, að reglunni muni, þegar fram í sækir, verða borið við sem varnarástæðu í flestum skuldamálum, þar sem á annað borð sé haldið uppi vörnum, og alls sé óvíst, hvernig dómstólar muni almennt bregðast við þeirri flóðbylgju og hvort þeir muni standast þá þolraun.58) Gerð hefur verið athugun á því, hversu oft hefur reynt á 36. gr. dönsku samningalaganna frá lögfestingu reglunnar þar í landi. Sú at- hugun tekur til áranna 1977-1984. Á þessum átta árum er getið 32 mála í Ugeskrift for Retsvæsen (UFR), eða fjögurra mála á ári að meðaltali. Þessar tölur segja að vísu ekki alla söguna, en gefa þó nokkra vísbend- ingu. Tæpast telst þetta flóðbylgja. Til samanburðar við þessar tölur frá Danmörku er fróðlegt að skoða tölur um fjölda ógildirigarmála í dómasafni Hæstaréttar, þar sem mál voru rekin á grundvelli þeirra ógildingarheimilda, sem í gildi voru fyrir gildistöku laga nr. 11/1986.50) 58) Páll Sigurðsson, Orð skulu standa á bls. 3-4. 59) Tölulegur samanburður í köflum 10.0. og 11.0. er byggður á skrá, sem Ásgeir Jónsson, cand. jur., tók saman að tilhlutan Viðskiptaráðuneytisins. Skráin var fylgiskjal með frumvarpi því, er varð að lögum nr. 11/1986. 108
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.