Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Blaðsíða 44

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Blaðsíða 44
áhrifum, sem viðkomandi reglur og ákvæði hafa, sökum þess að þau afstýra í ríkum mæli löggerningsgerð, sem óæskileg er talin. Þetta er alkunna, þótt örðugt sé að finna mælikvarða, sem við verði komið, og þær tiltölulega fáu dómsúrlausnir um þessi efni, sem aðgengilegar eru, segja auðvitað ekki nema örlítið brot af allri sögunni. En til þess að tala megi um virk varnaðaráhrif í þessu sambandi, verða viðkomandi ákvæði að vera þannig orðuð, að fyrirfram og áður en til samninga sé gengið geti lögmenn eða aðrir sambærilegir ráðgjafar leiðbeint við- skiptavinum sínum um það, hvort viðkomandi samningur eða löggern- ingur muni fá staðist eða ei. Orðið „ósanngjarnt“ í frumvarpsgrein- inni er allt of óljóst, til þess að það henti vel í þessu augnamiði og hin- um almenna borgara segir það svo sem ekki neitt. Það sem einum þykir ósanngjarnt, þykir öðrum sanngjarnt. 1 32. gr. sml. er hins veg- ar notað orðið „óheiðarlegur“, sem að vísu er háð mati eins og hvað annað, en felur þó í sér miklu þrengri merkingu og höfðar á skýrari hátt til siðgæðisvitundar manna. Hin atriðin, sem ég vil nefna í þessu sambandi, eru þó sennilega mun alvarlegri. 1 2. mgr. frumvarpsgreinarinnar er tekið fram, að við mat á því, hvort samningur sé ósanngjarn, skuli m.a. líta til stöðu samningsaðilja og atvika, sem komu til, eftir að samningur var gerður. Orðalagið „staða samningsaðilja" getur falið í sér óendanlega víða merkingu og þar er bókstaflega ekkert undanskilið. Það, að fjárhags- staða skuldara hefur versnað til muna, frá því að samningur var gerð- ur og þar til hann skyldi efndur, hlýtur að koma sérstaklega til álita í þessu sambandi og fæ ég ekki annað séð en þetta gæti verið fullgild ógildingarástæða, ef greinin verður lögtekin — og þá án tillits til þess, hvort skuldari getur sjálfum sér um kennt eða ei. Hér geta einnig komið til álita óteljandi persónulegar eða einstaklingsbundnar ástæð- ur skuldaranna. Er ég smeykur um, að þetta yrði brátt „vinsælasta" varnarástæða í skuldamálum almennt, ef lögtekið væri. Hingað til hefur það einnig verið grundvallarregla í samningarétti, að við mat á því, hvort beita megi tilteknum ógildingarheimildum, skuli einungis miða við atvik, sem fyrir hendi voru við samningsgerðina eða þegar löggern- ingur kom til vitundar loforðsmóttakanda, sbr. 38. gr. sml. (þar sem þó er heimilað smávægilegt frávik frá þessu, „þegar sérstaklega stendur á“). 1 frumvarpsgreininni er gengið þvert á þessa grundvallarreglu, — og eins og ekkert sé sjálfsagðara, — þar sem sagt er, að m.a. skuli lit- ið til atvika, sem til komu, eftir að til löggernings var stofnað. Þarna eru allar flóðgáttir opnaðar og ekki verður séð fyrir endann á þeim flaumi tilvika, sem til greina geta komið. 1 greinargerð með frum-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.