Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Blaðsíða 22

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Blaðsíða 22
víkj anleg og slíkar undanþágur því heimilar. Þær geti eigi að síður ver- ið afar ósanngjarnar í garð kaupanda. Að lokum er þess getið, að frelsi til þess að semja um vexti og önnur lánskjör fari mjög vaxandi. Þá hafi það og færst í vöxt, að lánsviðskipti með peninga fari í auknum mæli fram utan innlánsstofnana. Þetta tvennt geri það að verkum, að rík ástæða sé til þess að hafa í lögum almennt ógildingarákvæði til þess að sporna við ósanngjörnum samn- ingsskilmálum í þessum viðskiptum, en hætt sé við, að ákvæði gildandi laga veiti ekki næga vernd í þessum efnum. Svo sem getið er í köflum 5.0. og 6.0. og fram kemur í yfirlitinu í kafla 7.O., er ljóst, að íslensk réttarskipan bjó yfir ýmsum úrræðum fyrir gildistöku laga nr. 11/1986, sem heimiluðu ógildingu samninga af sanngirnisástæðum. Því er ekki óeðlilegt, að sú spurning vakni, hvort þörf hafi verið fyrir reglu 36. gr. samningalaganna. Skal nú að þessu atriði vikið. 1 fyrsta lagi er það athugunarefni, hvort ákvæði III. kafla laga nr. 7/1936, eins og þau ákvæði voru fyrir gildistöku laga nr. 11/1986, hafi ekki nægt í þessum efnum. I 28.-31. gr. voru þeir gerningar lýstir ógild- ir, sem orðið höfðu til fyrir nauðung (28. og 29. gr.), svik (áður 30. gr. en nú 31. gr.) eða vegna misritunar eða annarra mistaka (áður 31. gr. en nú 32. gr.). Þá er það einkennandi fyrir þessi ákvæði, að atvik það, er ógildingu veldur, þarf að hafa verið til staðar við samningsgerð,30) og sú huglæga krafa gerð, að viðtakandi löggerningsins hafi vitað eða mátt vita um atvik það, sem gildi löggerningsins er komið undir, á þeirri stundu, sem löggerningur kom til vitundar honum, sbr. 38. gr. samn- ingalaganna. 32. gr. samningalaganna (nú 33. gr.) má að vissu marki kalla al- menna ógildingarreglu, þ.e. henni er ætlað að veita dómstólum svigrúm til þess að ógilda löggerninga, enda þótt hinar sérstöku ógildingar- ástæður samningalaganna séu ekki fyrir hendi. Reglan er á hinn bóg- inn bundin sömu takmörkunum og fyrrnefndar reglur í 28.-31. gr. lag- anna, þ.e.a.s. að atvik það, er ógildingu veldur, þarf að hafa verið fyrir hendi, þegar löggerningur kom til vitundar móttakanda, og sú huglæga krafa jafnframt gerð, að ætla megi, að móttakandinn hafi haft vitneskju um atvikið. Rétt er í þessu sambandi að vekja athygli á því, sem fram kemur í greinargerðinni (bls. 15), að með lögum nr. 11/1986 var í engu hróflað 36) Rcglurnar veittu aðeins í mjög takmörkuðum mæli heimild til þess að taka tillit til að- stæðna eftir gerð samnings, sbr. ákvæði 38. gr. samningalaganna i. f. 100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.