Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Blaðsíða 26

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Blaðsíða 26
hér á landi hefur almennt verið talið, að gjalda beri varhuga við beit- ingu lögjöfnunar frá sérlagaákvæðum. I f jórða lagi er þess getandi, að þó svo að óskráðar réttarreglur um brostnar forsendur veiti dómstólum heimild til þess að taka tillit til aðstæðna eða atvika, sem upp koma eftir gerð samnings, eru skilyrðin fyrir beitingu reglunnar afar ströng. Forsendan verður að hafa verið ákvörðunarástæða loforðsgjafa og það hugræna skilyrði jafnframt sett, að loforðsmóttakandinn hafi vitað eða mátt vita, að loforðið var gefið af þessari ástæðu.47) Einnig er það skilyrði orðað, að sanngjarnara sé hlutlægt séð að leggja áhættuna af því, að forsendan brestur, fremur á loforðsmóttakanda en loforðsgjafa. Hér að framan voru nefndir dómar Hæstaréttar í IX. bindi, bls. 565 og XXVI. bindi, bls. 691, sem dæmi um úrlausnir, þar sem reglunni hefur verið beitt. Að öðru leyti sýna íslenskar dómsúrlausnir, að dómstólar hér á landi eru tregir til þess að beita reglunni og gera strangar kröfur til þess, að skilyrðum hennar sé fullnægt í hvívetna. Um það, hvort hin nýja regla komi til með að byggja út réttarreglum um brostnar forsendur, sjá nánar grein Viðars Más Matthíassonar, sem birtast mun í næsta hefti Tímaritsins. I fimmta lagi skal þess getið, að í lögum um verðlag, samkeppnis- hömlur og óráttmæta viðskiptahætti nr. 56/1978 segir svo í a-lið 1. mgr. 1. gr., að það sé markmið laganna að vinna gegn ósanngjörnu verði og viðskiptaháttum. I 26. gr. laganna segir svo: „I atvinnustarfsemi, sbr. 2. gr., er óheimilt að hafast nokkuð það að, sem brýtur í bága við góða viðskiptahætti, sem tíðkaðir eru í slíkri starfsemi, eða er óhæfilegt gagnvart neytendum.“ I 38. gr. laganna, sbr. 8. gr. A. laga nr. 52/1982, er Verðlagsráði heim- ilað að banna athafnir, sem það telur brjóta í bága við m.a. 26. gr. lag- anna. Er tekið fram, að banni megi framfylgja með févíti, sem inn- heimta megi með lögtaki. Reglur laga nr. 56/1978 eru opinbers réttar eðlis. Með þeim er til- teknum handhafa opinbers valds heimilað að banna viðskiptahætti, sem teljast ósanngj arnir. Brotlegur aðili getur eftir atvikum bakað sér refs- ingu í samræmi við IX. kafla laganna. Telja verður hæpið, að einstaklingar eða fyrirtæki geti fengið samn- inga ógilta á grundvelli laga nr. 56/1978, þótt ósanngjarnir teldust. Það er hins vegar full ástæða til þess, að samræmi sé milli einkaréttarheim- ilda til að ógilda ósanngjarna samninga (viðskiptahætti) og þeirra heim- ilda, sem Verðlagsráð hefur að opinberum rétti samkv. lögum nr. 56/ 47) Ólafur Lárusson, Kaflar úr kröfurétti. Reykjavík 1965, bls. 28-29. 104
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.