Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Page 26

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Page 26
hér á landi hefur almennt verið talið, að gjalda beri varhuga við beit- ingu lögjöfnunar frá sérlagaákvæðum. I f jórða lagi er þess getandi, að þó svo að óskráðar réttarreglur um brostnar forsendur veiti dómstólum heimild til þess að taka tillit til aðstæðna eða atvika, sem upp koma eftir gerð samnings, eru skilyrðin fyrir beitingu reglunnar afar ströng. Forsendan verður að hafa verið ákvörðunarástæða loforðsgjafa og það hugræna skilyrði jafnframt sett, að loforðsmóttakandinn hafi vitað eða mátt vita, að loforðið var gefið af þessari ástæðu.47) Einnig er það skilyrði orðað, að sanngjarnara sé hlutlægt séð að leggja áhættuna af því, að forsendan brestur, fremur á loforðsmóttakanda en loforðsgjafa. Hér að framan voru nefndir dómar Hæstaréttar í IX. bindi, bls. 565 og XXVI. bindi, bls. 691, sem dæmi um úrlausnir, þar sem reglunni hefur verið beitt. Að öðru leyti sýna íslenskar dómsúrlausnir, að dómstólar hér á landi eru tregir til þess að beita reglunni og gera strangar kröfur til þess, að skilyrðum hennar sé fullnægt í hvívetna. Um það, hvort hin nýja regla komi til með að byggja út réttarreglum um brostnar forsendur, sjá nánar grein Viðars Más Matthíassonar, sem birtast mun í næsta hefti Tímaritsins. I fimmta lagi skal þess getið, að í lögum um verðlag, samkeppnis- hömlur og óráttmæta viðskiptahætti nr. 56/1978 segir svo í a-lið 1. mgr. 1. gr., að það sé markmið laganna að vinna gegn ósanngjörnu verði og viðskiptaháttum. I 26. gr. laganna segir svo: „I atvinnustarfsemi, sbr. 2. gr., er óheimilt að hafast nokkuð það að, sem brýtur í bága við góða viðskiptahætti, sem tíðkaðir eru í slíkri starfsemi, eða er óhæfilegt gagnvart neytendum.“ I 38. gr. laganna, sbr. 8. gr. A. laga nr. 52/1982, er Verðlagsráði heim- ilað að banna athafnir, sem það telur brjóta í bága við m.a. 26. gr. lag- anna. Er tekið fram, að banni megi framfylgja með févíti, sem inn- heimta megi með lögtaki. Reglur laga nr. 56/1978 eru opinbers réttar eðlis. Með þeim er til- teknum handhafa opinbers valds heimilað að banna viðskiptahætti, sem teljast ósanngj arnir. Brotlegur aðili getur eftir atvikum bakað sér refs- ingu í samræmi við IX. kafla laganna. Telja verður hæpið, að einstaklingar eða fyrirtæki geti fengið samn- inga ógilta á grundvelli laga nr. 56/1978, þótt ósanngjarnir teldust. Það er hins vegar full ástæða til þess, að samræmi sé milli einkaréttarheim- ilda til að ógilda ósanngjarna samninga (viðskiptahætti) og þeirra heim- ilda, sem Verðlagsráð hefur að opinberum rétti samkv. lögum nr. 56/ 47) Ólafur Lárusson, Kaflar úr kröfurétti. Reykjavík 1965, bls. 28-29. 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.