Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Page 62

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Page 62
hærri refsing en fyrir hlutdeildarbrot. 1 hrd. 1983, bls. 1847, var saksótt m.a. fyrir brot á 244. gr. hgl. (þjófnaður). Hæstiréttur tók þá kröfu ekki til greina en sakfelldi þess í stað fyrir brot á 254. gr. hgl. þótt ekki væri saksótt fyrir brot á þeirri grein í ákæruskjali. Niðurstaðan var m.a. rökstudd þannig: „Háttsemi ákærða varðar hann því refsingu samkvæmt 254. gr. almennra hegningarlaga, sem gerlegt þykir að beita, enda g'eymir sú grein refsiákvæði er felur í sér eftirfarandi hlut- deild í þjófnaðarbroti og með lægri refsiviðurlögum en greinir í 244. gr. þeirra laga.“ Hér má einnig benda á hrd. 1978, bls. 766 (771) og fleiri dóma sem hníga í sömu átt. 7. I ljósi þess sem nú hefur verið rakið verður að telja þær niður- stöður sakadóms Vestmannaeyja sem raktar eru í 2 hér að ofan um- deilanlegar. Þær sýnast ganga gégn meginreglu sem studd er veiga- miklum lagarökum svo sem vikið hefur verið að. Dómurinn styður niðurstöðu sína augljóslega við undantekningarregluna í 3. mgr. 118. gr. oml. Niðurstaða dómsins sýnist hins vegar fara gégn orðum grein- arinnar og íslenskri dómaframkvæmd. Líkur eru á að hún feli einnig í sér brot á 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópuráðsins. Að því er heimfærslu brots undir 247. gr. hgl. varðar er dómurinn m.a. rökstudd- ur með því að það geti samrýmst verknaðarlýsingu í ákæru og hafi verið reifað í málflutningi á grundvelli þess að varðað 'gæti við nefnda lagagrein. Þessi röksemdafærsla stenst að sjálfsögðu ekki. Rannsókn fyrir dómi og önnur málsmeðferð beinist fyrst og fremst að þeim at- riðum sem ákært er fyrir. Því eru ávallt verulegar líkur fyrir því að rannsókn hefði beinst í annan farveg ef ákært hefði verið á annan veg. Þessar líkur verða að koma sakborningi til góða. Sömu athugasemdir gilda um heimfærslu brota til 249. gr. hgl. Röksemdafærsla dómsins getur aðeins átt við í þeim undantekningartilvikum sem 3. mgr. 118. gr. oml. nefnir en ekki eins og atvik voru hér. Ummæli þau í dóminum í öðrum lið ákærunnar sem rakin eru í 3 voru til að þyngja refsingu ákærða. Sú háttsemi var þó ekki átalin sér- staklega í ákæruskjali og ekki verður séð af dómskjölum að verjandi hafi átt þess kost að taka til varna um þau með fullnægjandi hætti. Þessi málsmeðferð styðst ekki við nægjanleg lagarök. 1 heild verður því að halda því fram að ákærði hafi hvorki notið rétt- látrar dómsmeðferðar né dómsniðurstöðu í sakadómi Vestmannaeyja umrætt sinn. 140

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.