Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Síða 45

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Síða 45
varpinu er gefið í skyn, að þetta feli ekki í sér mikið frávik frá því, sem við á um reglurnar um brostnar forsendur, og sé jafnvel að ein- hverju leyti um sama hlutinn að ræða, — en þetta fær hins vegar alls ekki staðist, almennt séð, eins og hver og einn getur gengið úr skugga um með því að fletta upp í handbókum í samningarétti. Ef þarna hefði verið ætlunin að lögfesta meginregluna um brostnar forsendur sem ónýtingarástæðu, hefði þurft að orða ákvæðið á allt annan veg og mætti þar m.a. sækja fyrirmyndir til heimskunnra lögbóka sumra Vestur-E vrópuþj óða. Ekki má í þessu spjalli gleyma „norrænu réttareiningunni". 1 grein- arg'erð er tekið fram, sem eins konar rök í málinu, að Norðmenn, Svíar og Danir hafi fyrir nokkrum árum bætt almennu og víðtæku ógild- ingarákvæði inn í samningalög sín. Sem sagt, það er ekki leiðum að líkjast! Fyrir nokkrum áratugum þótti það vera eins konar „stöðu- tákn“ á skárri heimilum að eiga danskan postulínshund í betri stof- unni, en ég hélt, að þetta væri liðin tíð. Og hvað um þjóðfélagstilraun- ir Svía, sem við höfum stundum tekið upp með misjöfnum árangri? Þessi skyldi þó ekki vera í þeim fríða flokki. Áður en ég set punkt aftan við þessar hugleiðingar mínar, vil ég þó ekki, eftir allt saman, láta hjá líða að benda á eitt atriði í umræddri frumvarpsgrein, sem mér þykir jákvætt — eitt fyrir sig — og áhuga- vert af þeim sökum. Ákvæðið er þannig orðað, að ekki er skilyrði að samningur (eða annars konar löggerningur) verði ógiltur í heild sinni, heldur má, eftir atvikum, víkja honum til hliðar „að hluta eða breyta.“ Hin almenna og viðurkennda skoðun hefur verið sú meðal fræðimanna í norrænum samningarétti (og yfirleitt einnig í dómaframkvæmdinni), að annaðhvort verði löggerningur ógiltur eða ónýttur í heild sinni, cða að öðrum kosti látinn standa óhaggaður, nema e.t.v. í þeim undantekn- ingartilvikum, þar sem samningur er samsettur úr allmörgum samn- ingsþáttum, sem hver um sig er svo „sjálfstæður,“ að dnýta megi einn þátt án þess að ógilda samninginn í heild sinni. Þessi meginregla, sem er að ýmsu leyti stirð og einstrengingsleg, hefur verið talin gilda af- brigðalaust, nema í þeim sárafáu tilfellum, þar sem lög heimiluðu beinlínis og með berum orðum, að einnig mætti breyta löggerningi, ef sérstök ástæða þætti til, sbr. einkum B5. gr. sml. og 167. gr. siglinga- laga nr. 34/1985. Þarna hreyfir frumvarpið hins vegar við áhugaverðu atriði, sem ég tel að ætti að hafa í huga, þegar að því kemur, að samn- ingalögin verða tekin til allsherj arendurskoðunar — og reyndar fyrr. Tel ég, að heimild til breytingar á löggerningi mætti vel taka upp í nú- verandi 32. gr. sml., þótt ég geti ekki heldur stillt mig um, af „jafn- 123

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.