Vísir - 24.12.1943, Side 8

Vísir - 24.12.1943, Side 8
8 ’T JÖLABLAD VÍSIS Við höfnina. öðrum þræði til þess að hafa ofan af fyrir sér, og vorii þeir Kjart- an Ásmundsson, gullsmiður, um tíma i félagi. Jafnframt málaði liann þó mikið, og er um hægðist fjárhaginn, felldí hann niður gullsmíðarnar með öllu. Siðan hefir hann gefið sig óskiptan við list sinni. Um nokkurra ára skeið hélt hann uppi málaraskóla, ýmist einn eða í félagi við Jóhann Briem, málara. Jafnframt kenndi hann teiknun við Flensborgarskólann í Hafnarfirði og Menntaskólann í Reykjavik. Nú liefir hann þó fyrir nokkuru Iátið af allri kennslu nema við Menntaskólann, en sýslar sí og æ við léreft og liti. — Siðan Finnur fluttist lieim, liefir hann gert sér mikið far um að kynnast landinu, á fjöllum sem við fjöru, svo og sögu þjóðar- innar og lífi hennar til sjávar og sveita, enda hygg eg, áð hann þekki þetta betur en aðrir íslenzkir málarar flestir, ef ekki allir. Hann hefir ferðast víða um óbyggðir landsins ekki siður en byggð- ir og sjaldan þrætt troðna stigu. Árið 1926 fór hann fótgangandi með Tryggva Magnússyni, málara, austur um Landmannaafrétt og norður Sprengisand. Hrepptu þeir illviðri hið versta og kom- ust til byggða við illan leik. Árið 1931 fór hann aftur austur á Landmannaafrétt og málaði þar, meðal annars, nokkurar myndir við Landmannalaugar. Árið 1933 gerði hann viðreist um Möðru- dals- og Brúaröræfi, Ódáðahraun og Hvannalindir. Árið 1935 fór hann um öræfin suður af Fljótsdalshéraði, að Snæfelli, á'Eyja- bakka, austur um Viðidal i Lóni og síðan vestur uin Skaptafells- sýslu. Næsta ár komst hann upp í Kerlingarfjöll og að Hvítárvatni, en 1937 fór hann um Síðumannaafrétt og að Lakagígunum. Hér er hins helzta getið, en auk þess hefir liann hvert sumar farið um byggðir: austur um Suðurland, vestur á Snæfellsnes, upp í Borg- arfjörð, norður eða austur á land. En hvert, sem hann fer, þá flyt- Við uppsátur. ur hann jafnan með sér teiknipappír, liti og léreft, svo að sam- ferðamönnunum þykir oft meira en nóg um. Ferðamaður er hann ágætur og traustur til hvers, sem taka þarf. Höfum við margan baggann hundið saman, stundum sömu hnútum og samferða- mennirnir, stundum öðrum. Ekki er það ætlun mín að rila hér langan listdóm um rnyndir Finns Jónssonar, enda mun talið, að mig skorti til þess kunnáttu,. og skal því ekki á móti rnælt. En segja má eg skoðun mina á þessu, ef einhver yrði þá nær, og það því fremur, sem eg hefi fylgst með ýmsum myndanna frá öndverðu. Það er þá fyrst að telja, að Finnur velur verkefni sin með mik- illi koslgæfni og mun sjaldan eða aldrei láta hendingu ráða þeim. Hygg eg, að hann máli aldrei neitt, hversu vel sem það virðist fallið, nema það orki á sköpunarþörf lians. Þegar verkefnið er fundið, veltir hann því fyrir sér, oft all-langa hríð, áður en liann festir frumdrætti myndarinnar á pappír eða léreft. Siðan hleðu'r hann linum og flötum, þurrkar út, rekur sig áfram, unz formið er fundið. Þá her hann htinn á, breytir til, herst við hið dauða efni, unz það lætur sigrast og lifnar við. Hann lætur aldrei frá sér fara hálfgerðar myndir með „hráum“, dauðum litum. Þá eyðileggur hann þær heldui’, ef ekki vill betur >tii. —r Oft hefi eg undrast það, bversu síðasta yfii'ferðin, jafhvel síðustu handtnkip, geta breytt myndunum, þvingað til sátta hinar óstýrilátu lín- Framh. á bls. 52. Bátar. ist það til tíðinda á æviferli Finns, sem varð honum alll í senn: mikil hvatning, mikið gagn og mikill sómi. í þennan tíma var í Þýzkalandi félagsskapur sá, er nefndist Stormurinn (Der Sturm). Að honum stóðu ungir menn frá ýmsum löndum, sem töldu myndlistina verða að leggja á nýjar leiðir, ef hún æWi að lifa og reynast vaxin menningarhlutverki sinu. Þessir menn töldu augljós sérkenni (unzweifelhafte Persönlichkeit) vera aðal listamanns- ins, en stælingar og eftiröpun öllu spilla (Die Nachahmungen sind die lástigsten Erscheinungen, die in der Malerkunst geben). Samkvæmt þessum kenningum voru meðlimir félagsins valdir. Ýmsir eldri málarar og fleiri kölluðu þá byltingarmenn og spott- ara, en sjálfir töldu þeir sig brautryðjendur og máttu það reynd- ar, því að ýmsir þeirra urðu oddvitar nýrra stefna í myndlist. í þessari harðsnúnu sveit getur að líta marga menn, sem síðar hlutu heimsfrægð, svo sem Picasso, Braque, Kokozka og Karl Hofer, svo að fáein nöfn séu nefnd. Það er þvi ekki að undra, þótt hina yngri málara fýsti i þetta samfélag, enda var það svo, að margir áttu þá óskina heitasta. En þar var ekki hægurinn hjá, því að fáir þótlu hlutgengir. Þvi var það ekki lítil viðurkenning fyrir Finn, er hann varð einn þeirra útvöldu. En hitt er augljóst, að þar hefir hann ekki notið neins nema þess, að myndir hans hafa vakið athygli þeirra, er fyrir þessum félagsskap réðu. Þetta sumar, 1924, dvaldist Fnnur hér heima og málaði, en fór aftur utan um haustið og var um veturinn í Dresden enn sem fyrr. Tók hann þá þátt i sýningum þeirra Styrminga. En á næsta ári, 1925, hélt hann alfarinn heim og hefir dvalizt hér síðan. Árið 1928 kvæntjsl hann Guðnýju Elísdóttur, Jónssonar, verzlunar- stjóra á Djúpavogi, ágætri konu. Þegar heim kom, var pyngjan orðin í léttasta lagi, eins og geng- ur. Finnur var þó betur settur en ýmsir málarar aðrir, sem löng- um hafa átt við erfið kjör að búa, einkum framan af. Hann kunni gullsmíði og kunni það vel. Lagði Iiann nú fyrir sig þessa iðn i

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.