Vísir - 24.12.1943, Side 9

Vísir - 24.12.1943, Side 9
JÖtABLAÐ VÍSÍS 9 JOL Jes A. Gíslason: í VESTMANNAEYJUM FYRIR RÚMUM 60 ÁRUM NGIN HÁTÍÐ kirkjuársins er mér eins minnisstæð frá bernsku- og æskuárum minum og' jólin, hátiðin, sem, nefnd hefir verið hátið harnanna. Sú hátíð hefir um aldir vakið til- lilökkun og gleði i brjóstum kristinna barna, og mun fram- vegis gera það á sama hátt og áður. Á þessu var, er og verður engin breyting, eða sú er von oklcar, þótt flest annað hreytist og þótt misjafnlega mikið verði horið i jólatilhaldið, bæði að því er viðkemur umhverfið, og að- húnað þeirra til fata og matar, sem hátíðai’innar eiga að njóta. Ilinn bliði blær, sem hvílir yfir jólahátíðinni, verður i huga og í augurn bai’nanna á hverjum tinia hinn sami og jafnframt hinn fegursti, viðfeldnasti og hlýjasti. — Þegar eg nú minnist jólanna hér fyrir rúmum 60 árum, þá kemur ávallt fram i hugskoti mínu mynd þeirra jóla, sem eg leit á bernskuheimih minu, i foreldrahúsunum. Sú mynd gleymist aldrei né máist, þvi að hún er svo nátengd og umvafin þeim kærleika, sem eg fyrst varð aðnjótandi í örmum og undir handleiðslu ástríkra foreldra og ömmu. En eins og jólin voru haldin á bernskuheimili mínu, þannig eða á likan hátt voru þau haldin á öðrum heimilum á þess- ai’i kæru eyju okkar, sem oft fékk að kenna á einangi’uninni, og þá elcki hvað sizt um jóla- leytið. Þá er bezt að víkja að aðal- efninu, en hætt er við,„að það verði með nokkurum útúrdúr- um, eins og venja er þegar gamlir menn skýra frá. Undirbúningurinn. Það sem mest skilur nú og fýýi’ er undii’búningurinn. Þá urðu heimilin sjálf að leggja allflest til hátíðarinnar. Það var þýðingai’Iaust að senda í búðirn- ar til þess að sækja það sem þurfli til hátiðarinnar, þvi að það var hvorttveggja, að efnin leyfðu það ekki, og svo í annan stað var fæst af því fáanlegt í sölubúðum. Undirbúningurinn var því feikna starf, og hvildi það starf aðahega á húsmóður- inni. Á mannmörgum heimiluin varð því að hafa timann fyrir sér. Allir heimilismennirnir eldri og yngi’i urðu að fá eitt- hvað að gjöf á jólunum; enginn rnátti fara í jólaköttinn. Heimil- in voru þá yfii'höfuð miklu mannfleiri en nú. Á lieimih for- eldra minna voru frá 10—20 manns, þegar flest var og börn- in öll, 10, voru komin í dags- birtuna. Það varð í tima að festa upp voðir og vinna siðan úr þeim; þvi að auk þeirra klæða, sem áskilin voru í lcaupgjaldi hvers og eins, þá kom þar til viðbótar jólaflilcin, sem var að gjöf. Við krakkarnir bjuggumst við að fá alfatnað um hver jól, og auk þess trefil urn hálsinn eða bi’jósthlíf og sauðskinnsskó, brydda með eltiskinni. En stig- vél, það hef ði þó verið gaman að eiga stígvél á jólunum, sem vel marraði í. Þá hefði verið tekið eftir eigandanum. Og i sannleika var það fyrirmannlegt að sjá höfðingja ganga á slikum vél- um. Það var þægilegur liljóm- ur. Mér finnst eg heyra enn það brak fyrir eyrum, mér. En um slíka jólagjöf liöfðum við aldrei látið okkur di’eyma. Hér var þá enginn skósmiður og í húðum sást ekki slík vara, og svo var það of dýi’t og naumast við al- þýðu hæfi — of fínt. — Eg hefi oft hugsað um það síðan, hvern- ig móðir mín gat komizt yfir allar jólaannirnar. En liún var að þvi leyti betxxr sett, en flest- ar aðrar húsmæður hér, að hún átti saumavél, og mun sú vél hafa verið sú fyrsta, sem hingað fluttist. Þessari vél vai’ snúið, snúið, og það ekki einungis i þarfir lieimihsins, heldur fór liún einnig margan snúninginn fyi’ir aðra, utan heimihsins. Það þux’fti mildð til daglegr- ar neyzlu á lxeimih foreldra minna. Það var áhtið efnalieim- ih, en á mæhkvarða nútimans mundi það líklega vera tahð sjálfbjarga, eða tæplega það. Að vísu voru miklar matarbirgð- ir til vetrar: mörg ilát (kaggar) af fugh (fýlunga, lunda og súlu) og af þessum fugli var fýlung- inn auðvitað rnesti nytjafugl- inn og bezta búshagið, því að af honum var notað allt: fiðrið — að visu nokkuð dauniht, ef ekki var rétt með farið — kjötið, nýtt, saltað og reykt, og feitin, mjxik og górnsæt, það er að segja frá okkar sjónarmiði eða eftir okkar smekk. Við Eyjabúar mundum hafa verið tregir á þeim thnum að skrifa undir það sem Magnús Stephensen segh’ um, fýlungaim i Eftirmælum átjándu aldax’: „Óhentug sjó- fugla fæða fyrir mæður og börn, einkum af fílungi, sem mér stendur þar liellst stuggur af, olla muni þessum óttalega barnadauða“. En nú þxu-f ekki að hafa fyrir því að steikja, salta eða reykja fugl þennan, því að nú er hann, lögum samlcv., tal- inn óétandi. En þetta var útíxr- dúr, en minning þessa forn- kunningja var svo ofarlega i mér, þvi svo rnarga magafyllina höfunx við hér fengið fyi’ir nær- veru hans, að eg freistaðist til að minnast hans i þessari jólahug- vekju, er hann er nú tekinn frá munninum á okkur. En svo að eg víki aftur að efninu. Engirm fugla þessara, sem fyrr voru taldir, var ætlaður til jólalialds, heldur var það sauðakjötið, sér- staklega reykt, sem ætlað var að skipa öndvegi meðal bita þeirra og sopa, sem bera skyldi fram á matborð jólanna. Þessa aðalréttar jólanna varð að afla að haustinu til, því engar voru kjötbúðirnar, ekkert kjöt flutt hingað inn, einungis fé á fæti frá meginlandinu að vorinu og siðan láhð fitna i úteyjum, ef þar voru hagar til, eða á heima- landinu. Það var þvi litið um kjöt á hinum efnaminni heimh- um hér. Þekkti eg eitt heimr ih skammt frá heimili mínu, þar sem eg var daglegur gestur, að þar sást aldrei kjöt eða injólk og feitmeti af skorn- um skammti. Þó sá eg þar kjöt um jólin og mjólkurlögg, hvort- tveggja sent frá góðgerðarsöm- um heimilum. Þá voru hér eng- in líknarfélög, en hver vissi xim annars þörf og þvi var það, að þessi fátæku og allsþurfandi heimili fóru ekki á nxis við lijálpfýsi þeirra heimila, sem af xneiru höfðu að miðla. Á VAH ÞAÐ einn liðui’inn i þessum undirbúningi, sem ekki varð komizt hjá, og það var sá, að afla efnis í jólabakst- urinn, „bakkelsið'*. En hvi ekki að senda eftir hveiti í búðirnar? Þar var sá hængurinn á, að litið var þar um þá vöru framan af. Fyi-st þegar hvíta hveitið fór að flytjast voi’u birgðirnar 1. trétunna með um 100 punda innihaldi. Svo að barnanna hluti af þejm forða var litill og náði ekki inn á mörg heimih, og hefði Jónas minn líristjánsson 3

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.