Vísir - 24.12.1943, Qupperneq 21

Vísir - 24.12.1943, Qupperneq 21
JÓLABLAÐ VlSIS 21 láta ógert; fyrst heyrði eg í’éyndar ógurlegt sársaukaösk- ur — en svo var eg tekinn þeim lieljartökum, að mér heyrðist braka í liverju einasta beini i veikbvggðum líkama minum. Eg stimpaðist eftir mætti á móti, og þarna liófust hinar æðisgengustu barsmíðar og á- flog svo allt ætlaði um koll að keyra og húsið lék á reiðiskjálfi. Viðureigninni lyktaði með því, að mér var þeytt út úr lierberg- inu og hurðinni skellt í lás. Eg var í klípu. Eg var ekki klæddur öðrum fatnaði en ullar- skyrtu af vinnukonunni á Felli og blúndubuxum af læknis- frúnni. Þessar flíkur voru þeirn mun bjánalegri sem það var ómögulegt að láta þær ná sam- an. Það versta var, að eg hríð- skalf, því úti var frost og á ganginum var trekkur. Mjer fannst það fjandi hart, að vera kasta'ð út úr mínu eigin herbergi og mér fannst fram- koma Gvendar líka óskiljanleg, að hjálpa mér ekki úr því að hann hafði lofað þvi. Eg knúði á dyrnar, en þær ,voru liarðlæst- ar og enginn anzaði —'Það var ekki um annað að gera fyrir mig, en reyna að komast inn í lierbergið, sem þeir áttu að sofa í, guðfræðingurinn og Kobbi, og fara í annaðhvort rúmið þeirra. Á ganginum var myrkur og eg mundi ekki gerla í hvaða herbergi þeim hafði verið vís- að. Eg þreifaði fyrir mér og fann loksins hurð. Eg barði á liana, en það anzaði enginn. Það var svo sem auðvitað, að þetta var herbergið sem þeir áttu að sofa i. í þessum svifum heyrði eg fótatak niðri i húsinu, og að einhver var á leiðinni upþ stigann. Mér fannst það svo sem ekki nein furða þótt fólkið vaknaði við annan eins gaura- gang. — Eg flýtti mér að opna liurðina og skauzt inn. „Guð sé oss næstur!“ var eg nærri búinn að lirópa upp yfir mig þegar eg kom inn í her- bergið. Eg var staddur inni i herbergi heimasætunnar. Á litl- um náttlampa logaði ljós, sem hún hafði sennilega gleymt að slökkva. Til allrar hamingju svaf liún eins og steinn. Það kom voðalegt fát á mig. Eg hrökklaðist í ofboði út úr lierberginu og fram á ganginn. í sama velfangi opnaðist stiga- hlerinn, húsfreyjan sjálf kom upp úr stiganum með ljós í hendi og lýsti þvi beint framan á mig. Eg leit undan og blygðaðist míri. Eg reyndi að toga skyrtu vinnukonunnar niður i buxurn- ar, en það var ekki hægt. „Hvað varstu að gera þarna inni?“ spurði húsfreyjan byrst i bragði og mér fannst hún ætla að drepa mig með augunum. „Eg —- eg — eg-------“ Mér var ómögulegt að vita hvað eg átti að segja undir þessum kringumstæðum. En í liuga mér Ias eg bölbænir yfir nær- fötunum sem eg var staddur i, og óskaði þcss jafnframt af lieilum liuga, að hafa heldur GLEÐILEG JÓL! H.f. Hreinn. H.f. Nói. H.f. Sirius. GLEÐILEG JÓL! Kexverksmiðjan Frón h.f. GLEÐILEG JÓL! Skipaútgerð rikisins. GLEÐILEG JÓL! Kexverksmiðjan Esja h.f. GLEÐILEG JÓL! Dósaverksmiðjan h.f. GLEÐILEG JÓL! - ■> ... * - Smjörlikisgerðin Ásgarður.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.