Vísir - 24.12.1943, Page 33

Vísir - 24.12.1943, Page 33
JÓLABLAÐ VlSIS son til að gera skip og menn svo vel úr garði, sem þörf var á. Kom sparsemi hans og fast- heldni á fé fram í flestum grein- um, stundum á þann veg að mikið tjón var að. Þó var það sjaldgæft að menn f jandsköpuð- ust beinlínis gegn Árna, og stafaði það eflaust af rólyndi hans og prúðmannlegri fram- komu. Hitt var og viðurkennt af öllum að ekki gæti áreiðan- legri mann en Árna Jónsson. Þau loforð, sem hann félckst á annað horð til að gefa, stóð hann við í öllum greinum. Hin- um föstu starfsmönnum sinum, sem hann umgelckst daglega í verzlun og á skrifstofu, var hann mildur og góður, enda báru þeir flestir hlýjan hug til hans. Kemur ljóst fram í við- horfi þeirra, að Árni átti tvær hliðar, og skipti miklu máli hvorri hliðinni hann snéri að mönnum. Árni Jónsson var sterkur persónuleiki, enda greindur maður og sérstæður á ýmsa lund, en undirhyggjumaður mikill. Aldrei virtist hann skeyta um vegtyllur sér til handa, eða að auka gengi sitt í áliti almennings. Ekki stafaði það af þvi, að hann væri metn- aðarlaus eða fram úr hófi hlé- drægur. Hitt mun sönnu nær, að metnaður hans og kappgirni kæmu fram í nokkuð sérstæðri mynd. Árni var fyrst og fremst haktjaldamaðurinn, sem beitir öðrum fyrir sig á opinberum vettvangi, en nýtur þess eins að finna til valds síns og vita með sjálfum sér að hann er hinn sterki maður. Ekki kærði hann sig um að sitja i bæjarstjórn, en árum saman réði hann þar mestu. Bæjarfulltrúarnir voru margir einskonar peð, sem hann skákaði fram á taflborði opinberra mála. Fyrir allar lcosningar var það hann, sem ákvað hverjir í kjöri skyldu vera, og gerði siðan út smala sína og fylgismenn. Má óhætt fullyrða að á timabilinu frá 1880 til 1890 hafi naumast ver- ið tekin svo veigamikil ákvörð- un í bæjarstjórn Isafjarðar, að Árni kvæði ekki upp dómsorðið. Þótti það og við brenna á þeim árum, að Ásgeirsverzlun væri hlíft við gjöldum og álögum. Stóð svo allt þar til Skúli Thor- oddsen hafði aflað sér áhrifa og myndað um sig flokk maúna, Vár þá lokið eínveldi Árna Jónssonar í bæjarstjórn ísa- fjarðar. Ásgeirsverzlun stóð með mestum blóma á timabilinu frá 1880 og til 1910, Ásgeir G. Ás- geirssop fellur frá 1912, en við framkvæmdastjórn tekur mág- ur hans, Jörgen Michael Riis. Riis var giftur dóttur Ásgeirs skipherra og hafði lengi starfað við fyrirtækið, unz liann gerð- ist nú æðsti ráðamaður. þess. Árni Jónsson var þó verzlunar- stjóri eftir sem áður, og lét eig- urnar ekki slæðast. Árið 1917 var Árni orðinn farinn að heilsu og tekinn að þreytast á þys og erli ónæðissamrar ævi. Ákváðu eigendur þá að selja fyrirtækið og fór salan fram 1918. Kaup- endur voru „Hinar sameinuðu íslenzku verzlanir“. Auður sá, sem kom til skipta milli erf- ingjanna, var geysimikill á is- lenzkan mælilcvarða. Mun varla i annan tima hafa verið hætt relcstri öllu ríkara fyrirtækis hér á landi en verzlunar þessarar, sem Ásgeir skipherra hafði stofnað með litlum efnum árið 1852. Ekki auðnaðist Árna Jóns- syni að njóta lengi værðar og rólyndis næðissamra daga. Hann liafði mikinn hluta æv- innar þjáðst af ólæknandi húð- sjúkdómi, leitað margvíslegra lækninga, en engar bætur feng- ið. Bar hann sjúkleika þennan með þreki og karlmannslund, og fann einkum fró í þrotlausu starfi. Þegar hann losnaði við umstang og áhyggjur athafna- mannsins, var eins og lífsorkan þryti á sömu stundu. Sjúkdóm- urinn ágerðist með hverjum mánuði og senn var að því komið_ að hann hlyti hvíldina eilífu. Hann andaðist á sjúkra- húsi í Reykjavik haustið 1919. Réttum mánuði áður hafði Grímur bróðir hans tekið and- vörpin í sömu sjúkrastofu og sama rúmi. Hólmfriður, ekkja Árna, fluttisl skömmu siðar til Kaupmannahafnar og dvaldi þar til æfiloka. Börn höfðu þau engin átt, er til aldurs komust. Gils Guðmundsson. GLEÐILEG JÓLI Eygló. GLEÐILEG JÓLI VEGGFÓÐURVERZLUN Victors Helgasonar. i öllum IÐILEGRA JÓLA Jón Björnsson & Co. Verzlunin Björn Kristjánsson. t t * GLEÐILEG JÓL! Friðrík Bertelsen & Co. h.f. 1*» < r GLEÐILEG JÓL! Þórður Sveinsson & Co. Óskum GLE

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.