Vísir - 24.12.1943, Qupperneq 36

Vísir - 24.12.1943, Qupperneq 36
36-- JÓLABLAÐ VlSIS Hálsbindagerðin JACO óskar öllum viðskiptavinum sínum GLEÐILEGRA JÓLA og GÓÐS og FARSÆLS NÝÁRS. GLEÐILEG JÓL! Sjóklæðggerð lslands h.f. GLEÐILEG JÓL! Vinnufatagerð íslands h.f GLEÐILEG JÓL! AÐALSTRÆTI 4 h/f. r GLEÐILEG JÓL! K. Einarsson & Björnsson. Verzlunin Dyngja. Z. J ekki full-kunnugt) kæmu í veg fyrir, að dóminum, sem þegar var upp kveðinn, yrði fullnægt. Og Selininu lirakaði, hrakaði með hverjum klukkutíma og hún varð sljó, þjökuð, brenn- andi heit og barðist við óum- ræðilegar þrautir, eins og fiðr- ildi, sem hefir verið barið og titrar í sárum sínum á jörðinni með brostna vængina. Foreldr- arnir beygðu sig yfir hana með barnalegri áfergju, eins og þau vildu með augnaráðinu einu saman bjarga þessu litla lífi, sem var nú að slokna, stöðva hina hröðu upplausnarrás mannlegrar tilveru og endur- nýja með andardrætti sínum hin dvínandi andköf litla píslar- vottsins, sem var að því kom- inn að gefast upp. Utan frá götunni harsl bumbusláttur og sköll og f jör- legur hljómbaukaslagur. Sel- inína opnaði augun, sem menn hugðu þegar að eilífu lokuð; hún leit til föður sins, og með þessu augnaráði og hljóðlegu hvisli, sem virtist strax hafa fengið á sig annars heims blæ, bað hún nú föður sinn um það, sem hann hafði ekki kært sig um að útvega henni. Særð til hiartans reyndu foreldrarnir að blekkja hana, ef hún mætti finna hinstu kvalastund. Þau réttu henni lcalkúnana og sögðu: — „Sjáðu, hjartans dóttir mín, þarna kemur litli asninn og uxatetrið.“ En þó að Selinína væri að sofna út af, var skilningsljós hennar nógu bjart til að hún gæti séð, að kalkúnarnir voru bara kalkúnar, og hún bandaði þeim frá sér með yndismjúkri handarhreyfingu. Svo hélt hún áfram að stara á foreldra sína, með báðar hendurnar um höf- uðið til merkis um, hve sárt hún fann til i þvi. Smám saman dvínaði í henni þessi taktfasti ómur, sem heyrist við siðustu slög lífsins, og loksins þagnaði hann alveg, eins og tikk-takk úrsins, er það hættir að ga.nga; og hún fallega Selinina litla varð snotur hlutur, máttlaus og kald- ur, eins og marmari, hvítur og gagnsær, eins og hið hreinasta vax, sem brennur á ölturum. Getið þið nú skilið samvizku- bit föðurins? Ef um það væri að ræða að fá Selinínu aftur til lifsins, hefði hann fúslega geng- ið á heimsenda og smalað saman öllum ösnum og hreint Öllum uxum, sem til eru á jörðu, Hugs- unín um það að hafa ekki sval- að þeirri saklausu þrá, var hið kalda og hvassa sverð, sem nú stóð í gegrmm hjarta hans. Hann reyndi með rökfærslum að kippa því þaðan burt, en ár- angurslaust. VI. Smám saman þögnuðu harmakveinin inni í húsinu, eins og soi’gin drægi sig í hlé inn í fylgsni sálarinnar, þar sem er hennar eiginlegi samastaður, og lokaði leiðunum að skynfær- unum, eins og til að vera meira út af fyrir sig og njóta sins í einverunni. Það var aðfangadagskvöld. Þó að allt væri nú kyrrt í.hús- inu, þar sem dauðinn hafði ver- ið í heimsókn fyrir stundu síð- an, þá var þó á borgarstrætun- um og í öllum öðrum húsum mikill fögnuður og hávaði af allskonar hljóðfærum, hróp og hlátrar í unglingum og söngur fullorðinna um komu Messías- ar. Úr stofunni, þar sem látna telpan lá, heyrðu hinar guð- hræddu konur, sem vöktu yfir líkinu, hræðilegan hávaða, sem lcom til þeirra i gegnum stein- inn af loftinu fyrir ofan og -truflaði liarm þeirra og guð- rækilegar umhugsanir. Þar uppi var mikill fjöldi af börn- um saman kominn, ásamt ekki minni fjölda af stálpuðum ung- lingum, hamingjusömum pöbb- um og kátum frændum og frænkum, allir í jólaskapi, ólm- ir af kátínu framrni fyrir þeirri fegurstu eftirstælingu á at- burðinum í Betlehem, sem hægt er að liugsa sér, og með allan hugann við leikföngin og sæt- indin, sem liéngu í þungum klösum af laufríku jólatré, er upplýst var með óteljandi litl- um kertum. Stundum gerðist hávaðinn að ofan svo mikill, að loftið yfir stofunni virtist skjálfa og titr- ingur fara um litla vesalinginn á bláu likbörunum. Ljósin flöktu, eins og þau vildu með því gefa til kynna, að þau tækju einnig þátt í gleðskapn- um. Tvær af vökukonunum fóru burt, og ein varð eftir, en hún hafði svo mikil þyngsli yfir höfðinu, — sjálfsagt vegna hinna mörgu vökunótta undan- farið — að höfuðið hallaðist fljótt fram á brjóstið, og innan stundar var hún sofnuð. Ljósin héldu áfram að titra og hreyfast, þó að enginn súgur kæmist inn í stofuna. Menn gætu litið svo á sem ósýnilegir vængir blökuðu um loftið um- hverfis altarið. Kniplingaborð- arnír á kjól Selenínu blöktu líká, og laufin á tuskublómun- um liennar gáfu til kynna, að um þau færi gléttinn andvari eða mjög fínlegar hendur. Þá oppaði Selenína augun. ^ ... \
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.