Vísir - 24.12.1943, Side 50

Vísir - 24.12.1943, Side 50
50 JÓLABLAÐ VlSIS nú vorum við illir. Loksins rak Friðþjófur skallann upp úr þok- unni og gaf sigurmerki. Hann hafði fundið leið niður, — þá var gleði mikil. Og nú var lagt af slað með allan farangurinn, niður snar- brattar skriðurnar; við fórum varlega, fet fyrir fet, þar mátti engu muna svo ekki hlytist verra af. Á einum stað urðum við að láta farangurinn siga í böndum og úr því varð að sel- flytja dótið. Hver okkar fór 3—4 ferðir, fjallið er yfir 1300 m. hátt. Þoka var allan tímann og var það í eina skiptið, sem okkur var heldur vel við hana. Hún kom í veg fyrir það, að við sæjum hve þetta var ónotalega bratt. Það tók okkur 8 tíma að komast niður af jöklinum, — við brenndum mörgum kalór- íum þá nótt, bættum það upp með því að liáma í okkur 2 kg. af niðursoðnu rollukjöti, sem ku innihalda 5200 kalóriur, eft- ir því sem stendur ó tilrauna- seðli þeim, er Steinþór lét okk- ur hafa. Mest allan farangur- inn skildum við eftir þarna í Kjósinni, sóttum hann síðar, fórum aðeins með það nauð- synlegasta að Skaftafelli. Þang- að komum við fimmtudags- morgun 29. júií, eftir að hafa ferðast um 100 km. leið á Vatnajökli og dvalið þar 10 daga. Að þessu sinni átti Öræfa- ferðin að .vera með öllu meiri glæsileik en raun varð á. Við liöfðum hugsað okkur að vera búnir að grandskoða Gríms- vötn, ganga á Kverkfjöll og Friðþjófur ætlaði að bera hrein- dýrskvíguna niður skriðurnar. síðast en ekki sízt, vera búnir að fara austur í Kringilsár- rana. Því það var meining olclc- ar félaga, að handsama þar hreindýrskvígu, heita henni fyr- ir sleðann og þeysa síðan suður jökul, suður í Öræfi, á fund hreindýrstarfsins, sem þar heldur sig, og færa honum hina rændu brúði. En þetta fór á annan veg, til óheilla fyrir hinn íslenzka hreindýrastofn. Ferða- áætlunin gerði ekki ráð fyrir svona mörgum þokudögum. Við komum því í Öræfin, rölt- andi utan úr þokunni, kvígu- lausir, heldur svona svakalegir ásýndum, því við Egill höfðum látið skegg okjcar vaxa og örv- að vöxtinn á sama hátt og sagl var að Njáll hefði gert hér áður fyrr. Hjalti vildi vera mannalegur líka og fékk þvi afleggjara hjá Agli, því það vár einhver órækt í ullinni hjá hon- um eins og títt er lijá ungling- um. Siðan vaxa þyrnar á Hjalta. Friðþjófur rakaði sig aftur á móti eins og siðaður maður og bar harnaolíu á kjálkana. Á Skaftafelli dvöldum við i þrjá daga, þar af tvo í rigningu, en þann þriðja i ágætis veðri. Þá reyndum við að hjálpa til að snúa á túninu, með Unni, heimasætunni og Evu, kaupa- konunni. Það gekk allt mein- leysislega fyrir sig. Sunnudag- inn 30. júlí héldum við vestur Skeiðarársand. Stefán, bróðir Odds, fylgdi okkur miðja vega, en Björgvin á Rauðabergi það, sem eftir var að Kálfafelli. Þar beið okkar vélknúinn fákur, og gekk nú ferðin til Reykjávíkur eins og í þokkalegri lygasögu. Héðinn. GARCIOYLE mobil-olíur smyrja bezt. Allar tegundir fyrirliggjandi. Benediktisisoii & Co. Reykjavík H. Sími 1228

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.