Vísir - 24.12.1943, Qupperneq 62

Vísir - 24.12.1943, Qupperneq 62
62 JÓLABLAÐ VlSIS Mazda rafmagnspepur fypipliggjandi í öllum stærðum. ^VEKRIR B ERIHÖET H.F. ekki haft vald á rödd sinni. „Sá heimskingi, sá vitfirringur! Að- eins af því aÖ liann — —“ Hann þagnaði skyndilega. „Hvers vegna tekur hann þig ekki Iíka með sér?“ bætti hann \ið æstum rómi. „Það mundi ekki vera skjm- samlegt,“ sagði Xenia kuldalega. Hún Iielti volgri mjólkinni í bolla og gékk til barnsins. „Hver ætli þá að lita eftir þér?“ Eins og það hefði ekki verið hann sjálfur, sem nú síðustu mánuðina. —• Prófessorinn beit á jaxlinn. Þetta yar mál, sem bersýnilega varð að ræða við Basili Konteleon sjálfan. Hann yfirgaf Xeniu og gekk inn í hliðarlierbergið. Er hann kom inn sá hann Konteleon sitja á lága gólfpúðanum með sinn drenginn á hvoru hné. Prófessorinn — sem var farinn að líta á þessa drengi sem sina eigin syni — gat ekki varizt að taka eftir, hve lítinn gaum þeir gáfu honum, er hann kastaði kveðju á tengdason sinn, og hve þeir horfðu með mikilli aðdáun á föður sinn. Hann settist niður, honum fannst allt í einu að hann væri gamall og einslds nýtur. Hann horfði á tengdason sinn með fjandsamlegu augna- ráði. Basili Konteleon var stór- gerður, þrekvaxinn maður, og lifið í fjöllunum hafði gert Iiann útitekinn. Prófessorinn tók eftir hörkulegum dráttum kringum munn og augu, sem höfðu ekki verið þar áður. „Það ér dálítið, seni eg vildi ræða við þig,“ sagði hann snöggt, og hælti siðan við: „Dá- lítið, sem Xenia sagði mér.“ Konteleon vissi við hvað hann átti. Hann leit snöggt til tengdaföður síns, sem að hans áliti var maður, sem trúði fremur á orð en aðgerðir. En þrátt fyrir það har hann virð- ingu fyrir lærdómi Kavvadias. Hann slepjati báðum drengjun- um. „Farið fram,“ sagði hann, „og segið móður ykkar að taka til matinn.“ Drengirnir fóru ófúsir út úr herberginu. Báðir mennirnir horfðu á þá og það var hægt að sjá á augnaráði þeirra að báðir elskuðu þá, þó hvor á sinn hátt. Prófessorinn sneri sér að Kon- teleon. „Hvaða heimskutal er þetta um að drengirnir fari með þér?“ spurði hann lágri röddu. Konteleon leit á hann. „Þeir eru nógu gamlir til að berjast,“ sagði hann einbeitlega. „Vitleysa.“ „Nógu gamlir til að halda á riffli. Eg hefi séð smala- drengi —“ „Þessir drengir eru ekki smaladrengir. Þeir eru aldir upp i borg. Hvers vegna skyldu þeir vera að berjast? Þú veizt sjálfur að þessi barátta er til- gangslaus. Allur heimurinn veit, að við Grikkir höfum þegar þjáðst nóg. Allt sem þessir skæruflokkar fá áunnið, er að gefa nazistum ástæðu til að vera enn grimmari.“ Konteleon reis á fætur. „t síð- astliðinni viku,“ sagði hann hægt, „kom eg inn í lítið þorp- nálægt Delfi. Þeir liöfðu hengt íbúana að þessu sinni — menn, konur og börn. Það gelur verið að þú hafir rétt fyrir þér, að eftir hundrað ár skipti slíkt ekki miklu máli. En menn, sem framkvæma slíkt — hvort sem það er gert samkvæmt fyrir- skipunum eða ekki —.“ Hann þagnaði andartak, og sagði síðan æstur: „Tilgangslaust eða ekki, sérhver Grikki, sem er sannur Grikld, á að drepa eins marga þeix-ra og hann getur, unz hann fellur sjálfur!“ „Eg get skilið þessa tilfinn- ingu,“ sagði prófessorinn og honum varð hugsað til barns- ins, sem lá í næsla herbergi. „En hvaða máli skiptir það fyrir þessa drengi?“ „Þeir eru Grikkir. Þeir eru synir mínir.“ „Þú hefir engan rétt til að fórna þeim, jafnvel þó að þú sért faðir þeirra.“ Prófessorinn stóð upp. „Þessir drengir 'íiafa rétt til að lifa. Á einhvei'n hátt verður að bjai’ga þessum drengj- um frá bana þar til við fáum frelsið aftur.“ Konteleon leit þi’józkulega á hann. „Þú ert mér færari í oi'ða- deilum, prófessor. En mínir synir — “ Það var farið að síga í pró- fessorinn. „Eg mundi ekki segja orð ef þeir væru fullvaxta menn. En á þeirra aldri, -—þetla eru börn! Og þar að auki vanir borgarlífi. Hvaða gagn gætu þeir gert upp í fjöllum? Þeir kunna ekki að rekja slóðir, kunna ekld að leita sér skjóls, kunna ekki að fara með vopn! Þeir yrðu þér og skæruhermönnum þínum til byrði.“ Hann sá á svip tengdasonar síns að hann hafði hitt naglann á höfuðið. „Þú getur haft á réttu að standa,“ viðurkenndi hann dræmt. „Auðvitað hefi eg á réttu að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.