Vísir - 24.12.1943, Page 65

Vísir - 24.12.1943, Page 65
JÓLABLAÐ VÍSIS 65 * V 4 „Me8 þvi að benda þeim á, að það sé ekki viturlegt að láta stundarsigra bandamanna stíga sér til höfuðs.“ Herr Bötticher hallaði sér fram á borðið. „Það sem við kref jumst af yður, herra prófessor, er mjög lítið, aðeins að þér segir Grikkjum sannleik- ann. Opinberlega, meina eg. í gegnum útvarp og blöð. Það er vissulega skylda yðar.“ Þetta var álitlegt, og miklu auðveldara en fyrra tilboðið — að taka sæti í leppstjórninni. Og var þetta ekki í raun og veru sannleikurinn ? Og þó — hvað myndu dóttursynir hans liugsa um hann, ef hann tæki þetta að sér? „Þér munið finna liúsið yðar i Homeron-götu tilbúið handa yður,“ sagði nazistinn í hirðu- leysislegum tón. „Og hvað mat snertir — ef þér takið að yður opinbera skyldu —“ Hann þagnaði. Xenia sneri sér við. „Við viljum heldur svelta,“ sagði hún kuldalega. Hei'r Bötticher leit á hana. „En góða kona —” byrjaði hann. Hún sneri sér snöggt við, t<ik barnið upp af gólfinu og hélt því upp að nazistanum. Barnið lireyfði sig lítillega og umlaði veikt. „Lítið á,“ sagði hún hásri röddu. „Lítið á — morðingi 1“ „Mjög leiðinlegt,“ sagði Herr Bötticher kuldalega. „Ef Grikk- ir vildu aðeins samvinnu —“ „Enginn Grikki vill samvinnu við ykkur. Faðir minn vill ekki samvinnu við ykkur. Ef liann gerði það mundi eg afneita honum“. Prófessorinn leit á dóttur- syni sina. Á andliti Atha las hann svar hans. Jafnvel úr aug- um Janna gneistaði fyrirlitning- in, er hann starði á Herr Bött- icher. „Mér þykir það leitt,“ sagði prófessorinn, „en eg get ekki tekið tilboði yðar.“ „Jæja,“ sagði Þjóðverjinn. Hann reis hægt á fætur og byrj- aði að ganga til dyranna. „Takið þá með“ skipaði liann yfir öxl sér. Það var auðséð að allt hafði verið undirbúið fyrir fram. Tveir hermenn gripu drengina og lögðu af stað með þá til dyr- anna. Xenia dró andann djúpt að sér og þrýsti barninu fastar að brjósti sér. „Bíðið,“ kallaði prófessorinn. „Hvað ætlið þér að gera við þessa drengi?“ Herra Bötticher sneri sér við. Hann kinkaði kolli til her- mannanna. Þeir stðnzuðu. Herr Bötticher tók fram sigarettu- hylki sitt og kveikti sér í síga- rettu. Síðan talaði hann til prófessorsins, og það mátti kenna gleðihreim i röddinni: „Verið nú skynsamur, herra prófessor. Eftir þær móttökur, sem við höfum fengið hér, og með tilliti til þess að tengdason- ur yðar berst með skæruflokk- unum, álítum við ekki rétt að þessir drengir alist upp með réttu hugarfari. En aftur á móti, ef þeir væru aldir upp í réttu umhverfi og við ákveðin skil- yrði, eins og til dæmis i ein- hverjum fangabúðum vor- um —“ Hann þagnaði og dauft bros lék um varir hans. Þessir nazistar voru miskunnarlausir, liugsaði prófessorinn. — Að þessu sinni gæti Xenia ekki á- fellt hann og jafnvel ekki Kon- teleon sjálfur. Drengirnir myndu einnig skilja. Nú var hann neyddur til þessarar „sam- vinnu“ til að bjarga fjölskyldu sinni. „Hvenær er ætlazt til að eg tali?“ spurði hann. „t kvöld. Við ætlum að koma landsmönnum yðar á óvart.“ Ekki í kvöld! Einhvem veg- inn varð hann að losna við að tala í kvöld, svo að drengirnir og Xenia — og jafnvel hann sjálfur — gætu flúið með Kon- teleon. Drengimr voru ekki öruggir hér í Aþenu. Hann tal- aði hægt og sagði: „Eg get ekki talað í kvöld.“ „Hvers vegna ekki?“ „Slik ræða verður að vera vel undirbúin.“ Herra Bötticher sló öskuna vandlega af sígarettunni. „Við höfum þegar skrifað ræðuna.“ „Já, en ykkar ræða mundi verða þýzk ræða. Min ræða verður að vera grisk ræða, hugs- uð af Grikkja og töluð af Grikkja.“ Nazistinn hugsaði sig um. „Ágætt“ samþykkti hann. „En það er betra að þér komið með okkur. Nágrannarnir munu að- eins lialda að þér hafið verið tekinn til yfirheyrslu. Og fjöl- skylda yðar —“ Hann þagnaði aftur. Prófess- orinn beið með öndina í háls- inum. — „Nei það er betra að þau dveljist hér,“ ákvað nazistinn. „Það gæti vakið grunsemdir ef þið flyttust öll til Homeron- götu, grunsemdir um að þið væruð i samvinnu við okkur.“ Von hans um undankomu fyr- ir sjálfan sig var þar með úti. En svo lengi sem drengirnir voru — Prófessorinn leit á dóttur HINAR NYJU Beztar Drýgstar Shell smnrt er vel smurt. IMlvUJil* ' '"mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmrnm i i ■iiwiiii.ii iiiiidihimi—— 17 m

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.