Morgunblaðið - 29.05.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.05.1986, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MAÍ1986 Utvarpsauglýsing- ar frá Alþýðu- bandalaginu stöðvaðar LESTUR nokkurra auglýsinga frá Alþýðubandalaginu í Garðabæ á Rás 2 í gær var stöðv- aður. Innihald þeirra var ekki talið samræmast reglum um hlutleysi í auglýsingum. Það voru bæjaryfírvöld í Garðabæ, sem óskuðu eftir því að lestur þessara auglýsinga yrði stöðvaður. Töidu þau, að með þeim væri verið að nota mistök embættis- manna til að koma óorði á bæjar- stjóm og meira væri gefíð í skyn, en rétt væri. í einni auglýsingunni var spurt hvort menn vissu hvers vegna Sveinatunga, bæjarskrifstof- umar í Garðabæ, hefði Ient á nauð- ungamppboði. Því yrði svarað í svæðisútvarpinu um kvöldið. Jón Gauti Jónsson, bæjarstjóri, sagði það rétt að auglýst hefði verið nauðungaruppboð á bæjarskrifstof- unum vegna vangoldinna skipu- lagsgjalda fyrir Garðaskóla fyrir nokkru. Því máli hefði þegar verið kippt í lag. Yfírvöld bæjarins teldu rétt að stöðva auglýsingar Alþýðu- bandalagsins um það mál, enda væru þær villandi og til þess gerðar að rýra álit fólks á stjómendum bæjarins vegna mistaka embættis- manna hans. PICASSOÁ KJAR VALSSTÖÐ UM Jaquline Picasso, ekkja málarans Picassos, kom til íslands í gær til að hengja upp verkin á sýningunni, sem verður á Listahátíð. Þessa mynd tók RAX á Kjarvalsstöðum í gær, þegar Jaquline Picasso kom þangað beint af Keflavíkurflugvelli þar sem Hrafn Gunnlaugsson, formaður Listahátíðamefíidar, tók á móti henni. Alþýðubandalagsmenn í Reykjavík: Festu áróðursspjöld á ljósastaura án leyfis Alþýðubandalaginu boðið að fjarlægja skiltin, að öðr- um kosti gera starf smenn borgarinnar það árdegis „STARFSMENN borgarinnar munu fjarlægja þessi kosningaskilti Alþýðubandalagsins strax upp úr klukkan 7 í fyrramálið, hafi Alþýðubandalagsmenn ekki orðið við beiðni okkar og gert það sjálfir. Þau eru sett upp í heimildarleysi og bijóta gegn samþykkt borgarráðs,“ sagði Björn Friðfinnsson, forstöðumaður lögfræði- og stjórnsýsludeildar Reykjavíkurborgar, í gærkvöldi, þegar hann var spurður, hvort Alþýðubandalagið hefði fengið leyfi borgar- yfirvalda til að festa skilti með kosningaáróðri á ljósastaura víða í höfuðborginni. Bjöm sagði, að kvartað hefði verið yfír þessum skiltum af starfsmönnum borgarinnar og í framhaldi af því hefði hann í gær ritað kosningastjóm Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík bréf. Þar segin „Framangreind skilti eru sett upp án formlegs leyfís og ekki hefur verið eftir því leitað. Borgarráð hefur í líkum tilvikum samþykkt bann við að nota eignir borgarinnar, þ.m.t. borgarfyrir- tækja til þess að festa upp slík skilti. Liggja til þess þau rök, að uppsetning þeirra af hálfu ein- staklinga og félagasamtaka geti valdið óþrifum, skemmdum á málningu eða málmhúðun, tmflun á umferð og almenn jafiiræðis- regla leiðir til þess, að ef einum aðila er leyft að nota eignir borgar- innar á þennan hátt, verður jafti- framt að leyfa öðmm aðilum sömu not. Þess er hérmeð farið á leit við yður að þér fjarlægið nefnd skilti fyrir kl. 07 í fyrramálið. Að öðmm kosti megið þið búast við að starfsmenn borgarinnar verði látnir flarlægja þau á ykkar kostn- að.“ Síðdegis í gær svaraði kosn- ingasljóm Alþýðubandalagsins bréfí borgaryfírvalda og er þar viðurkennt, að ekki hafí verið sótt um formlegt leyfí fyrir uppsetn- ingu skiltanna og sú ástæða gefín upp, að óeðlilegt sé að gera þá kröfii til eins framboðslista í komandi kosningum, „að hann sæki undir meirihluta síns megin- andstæðings hvort og þá hvemig hann kynnir sína frambjóðendur og málefiii." í svarinu er fullyrt, að vel sé frá skiltunum gengið og þau valdi ekki óþrifum né skemmdum á ljósastaumnum né tmflun á umferð. Óskað er eftir því, að skiltin verði ekki fjarlægð án þess að borgarráð ræði málið sérstaklega. Bjöm Friðfínnsson kvaðst hafa svarað þessu bréfí kosningasfjóm- arinnar samstundis. í svarbréfínu bendir hann á, að sú meginregla hafí gilt á undanfömum ámm, að ekki hafí verið leyft að hengja upp skilti á ljósastaura borgarinnar, hver sem í hlut hafí átt. Sú afstaða hafí verið ítrekuð af borgarráði, þegar beiðnir þar að lútandi hafí komið fram. „Ef uppsetning kosn- ingaskilta G-listans í þetta sinn er látin afskiptalaus, er um leið verið að skapa fordæmi, sem aðrir geta vísað til og krafíst sama rétt- ar. Borgarráð hefur eigi samþykkt neina stefnubreytingu í þessu efni og eigi verður fallist á þau rök, að eigi hafí verið hægt að leggja málið fyrir það af stjómmálalegum ástæðum. Því verður eigi fallist á þau tilmæli, að hætt verði við að láta fjarlægja skiltin á kostnað G-listans, ef þau hafa eigi verið fjarlægð fyrir kl. 07 í fyrramálið," segir orðrétt í bréfi Bjöms Frið- fínnssonar. Bjöm sagði, að fram að þessu hefði ekki verið ágreiningur í borgarráði um bann við uppsetn- ingu augiýsinga- eða áróðursskilta á ljósastaura eða aðrar eignir borgarinnar, en meðal þeirra sem sifja í borgarráði er fulltrúi Al- þýðubandalagsins. Morgunblaðið/Bjami Eitt af kosningaskiltum Alþýðu- bandalagsins á Hringforautinni. HÆSTIRÉTTIJR hefur dæmt Viðar Bjömsson til 5 ára fanga- vistar fyrir að hafa valdið dauða Sigurðar Breiðfjörð Ólafssonar að Grettisgötu 19B í upphafi síð- asta árs. Þá var sambýliskona hans dæmd til þriggja mánaða fangavistar vegna aðildar að málinu. Málsatvik voru þau, að þau Viðar sátu að drykkju með Sigurði. Illa slettist upp á vinskapinn og Viðar veitti Sigurði stórfellda áverka og skildi hann eftir meðvitundarlausan. Daginn eftir vifjuðu þau Viðar Sig- urðar og var hann þá enn meðvit- undarlaus og sendu þau eftir sjúkra- bíl fyrir hann, en hann var þá látinn. í niðurstöðu Hæstaréttar segir að afleiðingar árásarinnar verði metnar ákærða til sakar vegna gáleysis. Þá segir að konan hafí unnið til refeingar með því að leita Sigurði ekki hjálpar fyrr en daginn eftir árásina, er það var um seinan. Dollaramálið: Gæsluvarðhald annars manns- ins framlengt í GÆR var framlengt gæsluvarð- hald yfir öðrum mannanna sem grunaður er um aðild að dreif- ingu á fölskum 100 dollaraseðlum hér á landi, en það átti að renna út í gær. Sakadómur framlengdi gæsluvarðhald hans til til 18. júní. Hinum manninum hefur verið sleppt úr haldi. Eins og fram hefur komið í Morg- unblaðinu mun dollaraseðlunum hafa verið skipt í allmörgum verslun- um í Reykjavík, sem síðan skiptu þeim í bönkum og er talið að um háar upphæðir hafi verið að ræða í heildina. Það mun hafa verið þykkt seðlanna sem upphaflega vakti grun um að þeir væru falsaðir, en erfitt mun vera að greina þá frá ósviknum seðlum. Viðar og sambýliskona hans voru ennfremur dæmd til greiðslu máls- vamalauna og áfrýjunarkostnaðar. Gæzluvarðahaldsvist dregst frá fangavistartíma beggja. Dregiö í happ- drættí Sjálfstæö- isflokksins DREGIÐ var i kosningahapp- drætti Sjálfstæðisflokksins hjá borgarfógetanum i Reykjavík i gærkvöldi og upp komu eftirtalin númer: Nr. 76957,92424,70475,16856 5081, 87749, 18788, 2107, 17499 67995, 1267, 1877, 28845, 27369’ 56151,72545,52625. Eigendur ofantaldra vinnings- miða framvísi þeim í skrifetofu Sjálfstæðisflokksins, Valhöll, Háa- leitisbraut 1, Reykjavík. Þrír dæmdir fyrir stuld á bankabókum dánarbúa ÞRÍR menn hafa verið dæmdir i sakadómi Reykjavíkur i „skipta- ráðandamálinu" svokallaða. Einn var dæmdur i 12 mánaða fang- elsi, annar í 6 mánaða fangelsi og sá þriðji í 3 mánaða skilorðs- bundið fangelsi. Þeir sem fengu 6 og 12 mánaða dómana voru i gæsluvarðaldi í 1 'A til 2 mánuði og kemur það til frádráttar fangelsisvistinni. Þeir eru búnir að endurgreiða peningana, en myndavél sem þeir keyptu fyrir peningana var gerð upptæk til ríkissjóðs. Einn maðurinn vann sem aðstoð- armaður i timavinnu hjá embætti skiptaráðandans i Reykjavik og á miðju ári 1984 stálu þeir á annan tug bankabóka dánarbúa sem voru í vörslu skiptaráðandans og voru búnir að leysta rúmlega 1,2 milljón- ir kr. út úr 7 þeirra þegar upp komst. Innstæður bankabókanna voru allsum 1,7 milljónirkr. Jón Erlendsson sakadómari dæmdi í málinu. Grettísgötumáliö: 5 ára fangavist fyrir manndráp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.