Morgunblaðið - 29.05.1986, Page 21

Morgunblaðið - 29.05.1986, Page 21
MORGUNBLAÐEÐ, FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 1986 21 Leiksögiileg1 athugasemd eftir Svein Einarsson í umfjöllun um hina skemmtilegu sýningu Nemendaleikhússins á Tartuffe eftir Moliére hefur hvað eftir annað verið hamrað á því, að um sé að ræða frumflutning verks- ins á sviði hérlendis. Það er ekki fyllilega rétt. Vorið 1929 léku þau Paul Reumert og Anna Borg gesta- leik hjá Leikfélagi Reykjavíkur og voru þá fluttir þrír fyrstu þættimir í þessu meistaraverki Moliéres. Þau Reumert og Anna léku á dönsku og aldrei mun hafa verið þýtt nema þessir þrír þættir og þá reyndar ekki hlutverk Mariane, sem Anna lék og Tartuffes sjálfs, sem Reum- ert lék. Hann hafði reyndar leikið þetta hlutverk sem gestur fyrstur útlendinga í Comedie Francaise, sjálfu húsi Moliéres, og á frummál- inu. íslenska þýðingin var eftir Indriða Einarsson og er mér reynd- ar ókunnugt um, hvar hún kann að vera niðurkomin, en meðal þátt- takenda í sýningunni vom Soffía Guðlaugsdóttir, sem lék Elmire, Ardís Bjömsdóttir, sem lék Dorina, og Valur Gíslason (Cléante) og Biynjólfur Jóhannesson, sem lék Orgon (og svo skemmtilega vill til að ungur fslenskur leikari, dóttur- sonur Brynjólfs, leikur á Comedie Francaise um þessar mundir, Þór Tulinius). Síðar var verkið flutt af stúdent- um f útvarpi f leikstjóm Lámsar Pálssonar og þýðingu Boga Ólafs- sonar, sem trúlega hefur ekki verið í bundnu máli. Þetta var 1946 og meðal flytjenda ýmsir síðar þjóð- kunnir menn eins og Thór Vil- hjálmsson, Stefán Hilmarsson, Hulda Valtýsdóttir, Helga Möller n ogEinarPálsson. Annars ríQast hér upp, hversu oft kemur í ljós við slík tilvik, hve þekking á fslenskri leiklistarsögu er takmörkuð og að menn kunna ekki að hafa ekki nennu á því að nýta sér þau fáu gögn, sem þó til em. Þannig kynnti Stúdentaleik- húsið franska framúrstefnuhöfund- inn Jean Tardieu með pomp og prakt fyrir nokkmm ámm — tæpum tuttugu ámm eftir að Leikfélag Reykjavíkur hafði raunvemlega fyrst kjmnt þennan forvitnilega höfund. Svo ekki sé nefnd þau mýmörgu dæmi, þegar fjölmiðlafólk er óvitandi um verk, sem hér hafa verið sýnd — rekast á þau í umgetn- ingum um leiksýningar erlendis eða nýjar kvikmyndir og skíra upp á nýtt, þannig að almenningi er óger- legt að glöggva sig á því, að um sama verkið sé að ræða. Svo em og önnur dæmi. í tilefni af sýningu Leikfélags Hafnaifyarð- ar nýverið á Galdra-Lofti, mátti sjá, hvemig hver gagmýnir af öðmm tuggði upp — og þá sennilega úr Poul Reumert f hlutverki Tartuffe, sem hann lék meðal annars í Reykjavík 1929 leikskrá — að hressileg sýning Leiksmiðjunnar fyrir nokkmm ámm hefði breytt skilningi manna á titilpersónunni frá ofurmennsku- hugsjón til venjulegs leitandi ungl- ings. Hér er hugsanlega lögð til gmndvallar Skímisgrein frá 1980. Engin ástæða er svo sem til að efast um það sérstaklega, að aðstandend- ur umræddrar sýningar hafi ætlað sér hinn sfðartalda skilninginn, ef rétt er tíundað. En sjón er sögu ríkari, og að minnsta kosti margir þeir, sem sáu sýninguna, upplifðu þann Loft, sem þar gat að lfta, sem algjöra undantekningarmanneskju. Menn skyldu varast að bera hug- lægar upplifanir fram sem stað- reyndir. Höfundur er fyrrverandi Þjóð- leikhússtjórí Fróðleikur og skemmtun fyrirháa semlága! Hann fylgir þér fyrírhafnarlaust MobiraTalkman, söluhæsti bílasíminn á Norðurlöndum, erótrúlega lipurog léttur í meðförum. Mobira Talkman vegur aðeins 4,4 kg. með öllum búnaði (enginn aukabúnaður) og er því sá léttasti á markaðnum. Sjátfvirk hleðsla á rafhlöðum gerír Mobira Talkman ávallt tilbúinn til notkunar utan bílsins. Þetta, ásamt því hversu sáraeinfalt og fljótlegt er að kippa Mobira Talkman með sér úr bílnum, gerir hann ekki síður sigurstranglegan hér á íslandi en á hinum Norðurlöndunum. Sendi og rafhlöðum smellt úr. t.d undan framsæti eða úrfarangursgeymslu Talfærið í samband Loftnetið í samband Tilbúinn! Renndu við eða hringdu í Hátækni í Ármúlanum og fáðu allar nánari upplýsingar um Mobira Talkman. Það er vel þess virði. IJr Hátæknihf Ármúla 26, símar: 91 -31500 - 36700 108 Reykjavík Godgreiðslukjör 2 þættir á spólu Þættir 59/60 koma á bensínstöðvar OLÍS á Stór- Reykjavíkursvæðinu — Kelfavík og Akureyri í dag. Einnig á útvaldar myndbandaleigur á landsbyggðinni. Dreifing á landsbyggðinni, Tefli hf., Síðumúla 23, sími 686250. J

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.