Morgunblaðið - 29.05.1986, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MAÍ1986
Mitterrand gæti efnt
til kosninga snemma
París. AP.
FRANCOIS Mitterrand, Frakk-
landsforseti, segir í viðtali, sem
birtist í Herald Tribune í gær,
að svo gæti farið að hann boðaði
til þingkosninga fyrr en ætlað
væri. Hann gaf hins vegar ekki
til kynna hvenær þær yrðu, ef
svo færi að hann flýtti þeim.
Mitterrand segist hafa völd til
að rjúfa þing og boða til þing- eða
forsetakosninga. Hann kveðst geta
boðað til kosninga á morgun ef
honum sýndist svo en hins vegar
væri hann ekki haldinn kosninga-
áráttu og því væri ekki að vænta
kosninga alveg í bráð.
í þingkosningum í marz sl. tapaði
flokkur Mitterrands, Sósíalista-
flokkurinn, meirihluta sínum til
hægri manna. í viðtalinu segist
Mitterrand verða að taka tillit til
hins nýja meirihluta, en það kæmi
þó ekki í veg fyrir að hann léti
afstöðu sína í innan- og utanríkis-
málum í ljós.
Þyngsti fíkniefnadómur í Svíþjóð:
Dæmdirtil 12
ára refsingar
Stokkhólmi. Frá Erik Linden,
fréttaritara Morgunbladsins.
ÞYNGSTI dómur sem
nokkur sinni hefur verið
kveðinn upp í fíkniefna-
máli í Svíþjóð, var kveðinn
upp f Stokkhólmi í gær.
Þrir menn voru dæmir til
þyngstu refsingar, til 12
ára fangelsis, hver um sig
fyrir smygl á einu tonni af
marijuana.
Fíkniefhin voru flutt inn
frá Thailandi í sérsmíðuðum
skápum. í hveijum þeirra
höfðu verið falin 70 kíló af
marijuana, en mennimir áttu
fyrirtæki sem verslaði með
húsgögn.
Að undanfömu hefur kastast í
kekki með Mitterrand og Jacques
Chirac forsætisráðherra í ýmsum
málum. Þannig hefur t.d. ágrein-
ingur þeirra um sölu ríkisfyrirtækja
og hvort Frakkar ættu að taka þátt
í geimvamaráætlun Bandaríkja-
manna komið upp á yfirborðið.
í viðtalinu segir Mitterrand að
Bandaríkjamönnum hafi sézt yfír
þá staðreynd að Frakkland væri
sjálfstætt ríki þegar þeir gagnrýndu
þá ákvörðun frönsku stjómarinnar
að heimila ekki yfírflug herflugvél-
anna, sem tóku þátt í loftárásunum
á Líbýu 15. apríl sl. „Við emm
dyggir og tryggir stuðningsmenn
Atlantshafsbandalagsins," sagði
forsetinn og bætti við að Frakkiand
væri Miðjarðarhafsríki, sem hefði
ýmissa hagsmuna að gæta í araba-
ríkjum, hagsmuna, sem fæm ekki
endilega saman við hagsmuni
Bandaríkjanna.
AP/Símamynd
„ Við erum ekki hryðjuverkamenn “
„Við erum ekki hryðjuverkamenn," sagði Iíafez Assad, forseti
Sýrlands, við lok opinberrar heimsóknar sinnar til Grikklands
í gær, þar sem hann átti viðræður við Andreas Papandreou,
forsætisráðherra landsins. Þá fordæmdi Assad árásir skæruliða
Palestinuaraba á flugvellina í Róm og Vínarborg 27. desember
síðastliðinn og sagði þar um að ræða hryðjuverk. Tilgangur
heimsóknar Assads tíl Grikklands er talinn vera sá, að leita
eftir stuðningi þar í landi gegn ásökunum um að Sýrlendingar
standi að baki hryðjuverkum. Papandreou hefur harðlega
gagnrýnt fyrirætlanir vestrænna ríkja um að einangra ríki, sem
verða ber að þvi að styðja hryðjuverk. Myndin sýnir Papandreou
til hægri kveðja Assad.
GENGI
GJALDMIÐLA
Lundúnum. AP.
BANDARÍSKI dalurinn féll
gegn öllum helstu gjaldmiðl-
um heims í gær á gjaldeyris-
mörkuðum, nema kanadíska
dalnum. Breska pundið kost-
að 1,5010 dali, en kostaði á
þriðjudaginn 1,4965 dali.
Gengi annarra gjaldmiðla
gagnvart dal var sem hér segir,
gengið frá því á þriðjudag innan
sviga. Dalurinn kostaði 2,2735
vestur-þýsk mörk, (2,2860),
1,8795 svissneska franka,
(1,8905), 7,2325 franska
franka, (7,2865), 2,5575 hol-
lensk gyllini, (2,5735), 1.557,50
ítalskar lírur, (1.566,50),
1,37945 kanadíska dali,
(1,3717) og 168,90 japönskyen,
(169,68).
Bandarískir þingmenn heimta bann við innflutningi á laxi:
„Krefjumst aldrei veiðistöðvunar
— leitum heldur á aðra markaði“
— segir Odd Steinbo, forstjóri Sölumiðstöðvar laxeldis 1 Noregi
„ÉG GET ekki þakkað Norðmönnum nægilega stuðninginn, sem þeir
veittu okkur við að útvega eskimóum í Alaska kvalveiðikvóta,*1 skrif-
aði bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Ted Steven í bréfi til
norska sendiherrans i Washington 5. ágúst á siðasta ári. Það var eftir
fund Alþjóða hvalveiðiráðsins. Steven leggur nú tii við bandaríska
viðskiptaráðuneytið, ásamt fimm öðrum þingmönnum frá Alaska,
Oregon og Washington, að innflutningur á norskum eldislaxi verði
bannaður vegna hvalveiða Norðmanna.
Odd Steinbe, forstjóri Söiumiðstöðv-
ar laxeldis í Noregi, sagði í samtali
við Morgunblaðið: „Við munum aldr-
ei kreQast þess að hvalveiðamar
verði stöðvaðar. Við leitum frekar á
aðra markaði."
Orðalagið í bréfunum til norska
sendiherrans annars vegar og við-
skiptaráðuneytisins hins vegar er
ólíkt. í þakkarbréfinu talar Steven
um „hvalveiðar". í bréfí þingmann-
anna er talað um „hvaladráp".
Blaðafulltrúi Teds Steven segir að
orðið hvaladráp komi aðeins fyrir í
sameiginlegum kafla þingmannanna
í tillögunni um innflutningsbannið.
Þar séu aftur á móti beinar tiivitnan-
ir í Steven og þar sé ætfð talað um
hvalveiðar.
En hvemig skyldi standa á því
að þingmaðurinn þakkar í fyrra það
sem hann leggst nú gegn?
Blaðafulltrúinn: „Steven öldunga-
deildarþingmaður gerir greinarmun
á veiðum Norðmanna og eskimóa í
Alaska. Eskimóamir þurfa að veiða
Kanada:
Spánskir togarar tekn-
ir fyrir landhelgisbrot
eftir eltingarleik yfir hálft Atlantshafið
St. John 8. Nyiundnalandi.
KANADÍSK varðskip drógu tvo spænska togara til hafnar í borg-
inni St. John’s á Nýfundnalandi aðfaranótt miðvikudags. Lögreglan
tók á móti skipstjórum togaranna á hafnarbakkanum og leiddi þá
í fangelsi. Skipstjórarnir eru sakaðir um ólöglegar veiðar.
Kanadísku varðbátamir eltu
spænsku togarana í þrjá daga vítt
og breitt um Atlantsála. Togaram-
ir vom komnir langleiðina til Azor-
eyja þegar þeir loks námu staðar
og kanadískir embættismenn, sem
vom um borð í varðbátunum, fóm
um borð í þá.
Skipstjóramir verða kærðir fyrir
að veiða í leyfísleysi í kanadiskri
lögsögu og hindra embættismenn
í starfí. Þeir eiga yfír höfði sér
allt að 150 þúsund dollara (um sex
milljónir ísl. kr.) sekt hver.
Togaramir sigldu aftur inn í
kanadíska lögsögu á mánudag.
Spænskir Qölmiðlar höfðu greint
frá því að þar myndi floti annarra
spænskra fískiskipa bíða í þeim
tilgangi að koma í veg fyrir að
togaramir tveir yrðu dregnir til
kanadískrar hafnar. En til þess
kom ekki.
Embættismenn sjávarútvegs-
ráðuneytisins hafa lýst yfír því að
kanadíska stjómin ætli nú að
þyngja refsingu við ólöglegum
veiðum og efla varðskipaflotann.
Meðal annars verða byssur settar
á þilför eftirlitsbáta.
Skipstjórar spánsku togaranna bíða eftir að koma fyrir dómara i
St. John’s á Nýfundnalandi.
hval sér til lífsviðurværis og afkomu
þeirra hefði verið stefnt í hættu
hefðu þeim verið meinaðar veiðam-
ar. Aftur á móti eru veiðar Norð-
manna í ágóðaskyni."
Norsk dagblöð vitna ekki til þess-
arar röksemdar þingmannsins. A
forsíðu Bergens Tidende stóð í fyrir-
sögn „Kúvending um hval" og á
innsíðu „Þakkar fyrir hjálpina með
laxastríði".
Norðmenn seldu á síðasta ári
eldislax fyrir 400 milljónir norskra
króna til Bandaríkjanna. í Noregi
hefur tillaga öldungadeildarþing-
mannanna verið sett í samband við
laxeldi í ýmsum fylkjum Bandaríkj-
anna og því haldið fram að tillagan
varði fremur viðskiptahagsmuni en
hvalveiðar.
„Við erum ekki hvalveiðimenn og
erum því ekki í aðstöðu til að skipta
okkur af hvalveiðum," segir Steinbe,
forstjóri Sölumiðstöðvar laxeldis í
Noregi. „Ef stjómvöld vilja að veið-
unum verði haldið áfram þá er það
þeirra mál. Ennfremun Hafi ein-
hveijir hópar mótmæli gegn hval-
veiðum í frammi og reyna t.d. að
fá Bandaríkjamenn til að hætta að
kaupa af okkur eldislax með lögleg-
um aðferðum þá getum við ekkert
að gert utan að læra af reynslunni."
— Steinbe, ert þú ekki hræddur
um að ykkur veitist erfítt að selja
eldislax til Bandaríkjanna á þessu
ári?
„Við gerum ráð fyrir að 20 til 25
prósent af útflutningi okkar á eldis-
laxi fari til Bandaríkjanna. Á síðasta
ári fluttum við 28 prósent til Banda-
ríkjanna, en líkast til minnkar salan
í ár vegna þeirrar umfjöllunar sem
málið hefur fengið í Bandaríkjunum.
Ef við missum markaðinn í
Bandaríkjunum er aðeins eitt að
gera: leita annað. Útflutningur til
eins lands á aldrei að vera svo
mikill að allt hrynji við markaðs-
brest. Það er ágætt að 20 til 25
prósent af útflutningi okkar á eldis-
laxi fari til Bandaríkjanna er ágætur
hlutur. Og hann mætti eiginlega
ekki vera stærri. Við megum ekki
vera um of háðir einhveijum einum
viðskiptavini," sagði Steinbe.