Morgunblaðið - 29.05.1986, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.05.1986, Blaðsíða 33
OP MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 1986 33 „Framkvæmdanefnd krafna Karpovs“ segir Garri Kasparov heimsmeistari í skák að framkvæmdanefnd FIDE eigi að heita Lundúnum. AP. GARRI Kasparov, heimsmeistari i skák, ásakaði í gær fulltrúa FIDE, alþjóðaskáksambandsins, fyrir að draga taum áskorandans og fyrrum heimsmeistara, Anatolys Karpov, í heimsmeistaraeinvígi þeirra, sem hefjast í Lundúnum 28. júlí næstkomandi. Þar verður fyrri hluti heimsmeistaraeinvigisins haldinn, en síðan verður einvígið flutt tíl Leningrad i Sovétríkjunum, þar sem síðari 12 skákirnar í einviginu verða tefldar. ara skákmanna um titilinn. Fyrsta |H “9 #j^|f Campomanesar, Bk forseta FIDE, sem ; ' ------— stöðvaði það áður Kasparov en því var lokið. Annað einvígið vann Kasparov, en þá hafði það verið sett inn í reglur FIDE að fyrrum heimsmeistari ætti kost á öðru einvígi án þess að tefla um áskorunarréttinn. Kasparov, sem er yngsti heims- meistari skáksögunnar, aðeins 23 ára gamall, sagðist óttast, að FIDE myndi gera of langt hlé á milli fyrri og síðari hluta einvigisins. „Tveir til þrír dagar eiga að nægja full- komlega. Þegar á allt er litið verður skákmaður að vera í mjög góðu formi," sagði hann. Talið er að með þessum orðum hafi hann verið að vísa til þess þegar fyrsta einvíginu var frestað, en þá var Karpov almennt talinn að niðurlotum kom- inn og þess vegna hafi Campoma- nes gripið í taumana. Karpov tókst að vinna fimm skákir í einvíginu og skorti aðeins eina til þess að sigra áður en Kasparov tókst að svara fyrir sig með þremur vinn- ingsskákum. Kasparov skýrði frá því í samtali við AP-fréttastofuna að fram- kvæmdanefnd FIDE hefði hist í Venezuela nýlega og rætt um dag- skrá einvígisins, en hefði ekki haft neitt samráð við sig hvað hana snerti. Sagði hann að réttast væri að endurskíra nefndina og kalla hana „Framkvæmdanefnd krafna Karpovs". „Þeir fallast á allar kröf- ur Karpovs, en engar af mínum kröfum. Eini vegur minn til þess að fá frá þeim svar, er að notast við fjölmiðlana," sagði hann. Sagði hann að Campomanes, forseti FIDE, væri forsprakki „alþjóðlegrar skák mafiu“, sem ynni gegn hags- munum skákmanna. „Eg skil þær hvatir, sem þarna liggja að baki. Með Karpov sem heimsmeistara halda þeir völdum og völd jafngilda peningum. Peningar jafngilda áhrifum og þannig er hægt að halda áfram. Hjá öllum helstu skákþjóð- um heims má finna félaga í þessari mafíu. England er eina landið, þar sem enga slíka er að finna, hvorki á meðal stórmeistaranna né fulltrúa skáksambandsins," sagði Kasparov. Kasparov sagðist ganga sigur- viss til einvígisins. „En þetta mun verða hörð barátta og ef til vill þarf að tefla allar skákimar 24 til þess að sigur náist. Ef annar hvor fær mikið forskot í fyrri hluta ein- vígisins, verður mjög erfitt að vinna það upp.“ Kasparov hefur verið í Bretlandi að kynna sér aðstæður á Park Lane-hótelinu í London, þar sem fyrri hluti einvígisins fer fram. Hann heldur til Moskvu innan skamms. Kasparov notaði tækifærið og tefldi íjöltefli við 20 efnilegustu skákmenn Englands af yngri kyn- slóðinni. Hann vann 11 skákir, gerði sex jafntefli og tapaði þremur skák- um. Fáni Evrópuráðsins verð- ur fáni Evrópubandalagsins FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópubandalagsins, hefur ákveðið að fáni Evrópuráðsins, skuli einnig verða fáni samtakanna. Þá hefur einnig verið ákveðið að lag Beethovens við ljóð Schillers Óðurinn tilgleðinn- ar( An die Freude), verði opinber söngur Evrópubandalagsins. Fáni Evrópuráðsins sýnir 12 gular stjömur, se'm mynda reglulegan hring á bláum grunni. Verður hann tekinn opinberlega í notkun í dag, 29. maf, þegar hann verður dreginn að húni fyrir framan Berlaymont bygginguna í Briissel. Við það tæki- færi verður Óðurinn til gleðinnar einnig leikinn. Stjömumar 12 f fánanum eiga ekki að tákna núverandi fjölda aðild- arríkja Evrópubandalagsins. Hinar 12 stjömur em gamalt grískt tákn fyrir fullkomleika. Það að fáninn er gerður að opinbem tákni Evrópu- bandalagsins, merkir að honum verður flaggað við opinber tækifæri. Einnig er einstaklingum nú leyfilegt að draga Evrópufánann að hún. Hörkugóður bíll með mikið notagildi í Isuzu Space Cab fara saman rúmgóð skúffa 03 rúmgott hús og það skapar honum sérstöðu meðal vinnuþjarka - fágætur eiginleiki sem kemur í ótrúlega góðar þarfir. Isuzu pickup - traustur, þægilegur, fallegur- og spennandi. BíLVANGURsf HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687300 4X4 5 gira aflstýri bensín/diesel Sir Richard Attenborough hefur töku nýrrar myndar; Dauði Steve Biko á hvíta tjaldið Haarare, Zimbabwe. AP. LEDKSTJÓRINN og leikarinn Sir Richard Attenborough til- kynnti í gær á fundi með frétta- mönnum að hann muni hefja töku myndar f Zimbabwe eftir sex vikur, sem muni fjalla um lát suður-afríska baráttu- mannsins Steve Biko. Biko lést er hann var í vörslu lögreglunnar í Suður-Afríku. Att- enborough hlaut Óskarsverðlaun Veður víða um heim Lægst Hast Akureyri 6 skýjað Amsterdam 11 18 heiðskfrt Aþena 19 30 heiðskfrt Barcelona vantar Berlín 14 20 skýjað Brussel 10 23 heiðskfrt Chicago 12 17 skýjað Dublln 8 13 skýjað Feneyjar vantar Frankfurt 10 26 skýjað Genf 18 26 skýjað Helainkl 12 16 skýjað Hong Kong 28 30 helðskfrt Jerúsalem 14 24 skýjað Kaupmannah. 1 17 helðskfrt Las Palmas vantar Ussabon 14 28 helðskfrt London 8 18 skýjað LosAngeles 17 27 heiðakfrt Lúxemborg 10 skúrir Malaga 23 mistur Mallorca 28 léttskýjað Mlamf 26 28 skýjað Montreal 17 29 skýjað Moskva 11 22 heiðskfrt NewYork 14 27 heiðskfrt Osló 8 10 heiðskfrt Parfs 9 23 skýjað Peking vantar Reykjavfk 7 alskýjað RíódeJaneiro 19 30 heiðskfrt Rómaborg 18 31 helðskfrt Stokkhólmur 9 18 rignlng Sydney 11 21 heiðsklrt Tókýó 18 23 helðskfrt Vínarborg 13 26 heiðskfrt Pórshöfn vnntar fyrir mynd sína um ævi og starf mannvinarsins Mathama Gandhi. Það setti sinn svip á fréttamanna- fundinn að menn voru ekki á eitt sáttir hvort sýna bæri myndina í Suður-Afríku eða ekki þar sem það myndi þýða samskipti við rílris- stjómina í Suður-Afríku. Myndin hefur hlotið nafnið „Að leita eftir vandræðum" eða „Ask- ing for Trouble" á frummálinu og gert er ráð fyrir að taka hennar kosti 22 milljónir Bandaríkjadala. Grikkland: Theodorakis segir af sér þingmennsku Aþenu. AP. GRISKA tónskáldið Mikis The- odorakis hefur sagt af sér þing- mennsku. í bréfi til Kommún- istaflokksins, KKE, segir hann nærveru sína í þinginu hafa verið „óskynsamlega, árang- urslausa og aðeins til skrauts". Afsögn Theodorakis gekk í gildi sl. þriðjudagskvöld, þegar sagt var opinberlega frá bréfí hans á sam- eiginlegum fundi beggja þingdeild- anna. Theodorakis var einn tólf þing- manna KKE, sem þekktur er fyrir fylgispekt við Moskvuvaldið. Hann hyggur á heimsreisu á þessu ári og hefur ekki á pijónunum áform um að setjast að í Grikklandi til frambúðar, að því er heimildar- menn innan flokksins töldu. Þeir sögðu flokkinn hafa sam- þykkt afsögnina án þess að æmta „vegna mikilvægs lífsstarfs Mik-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.