Morgunblaðið - 29.05.1986, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MAÍ1986
Kj amorkuvopna-
laus Reykjavík
eftir Guðrúnu Jónsdóttur
Á síðasta fundi borgarstjómar
Reykjavíkur lagði ég fram tillögu
fyrir hönd Kvennaframboðsins í
Reykjavík um að borgarstjóm lýsti
því jrfír að Reykjavík yrði kjam-
orkuvopnalaust svæði. Þetta var
jafnframt síðasta tillaga okkar í
borgarstjóm, þar sem Kvennafram-
boðið býður nú ekki fram á þeim
vettvangi að sinni.
Ég vil ekki láta hjá líða að kynna
lesendum þessa tillögu nánar í þeirri
von að þessar línur geti orðið til
þess að fólk staldri við og hugleiði
málið. Tillagan fól í sér að borgar-
stjóm Reykjavíkur samþykki að
lýsa því yfír, að allt borgarland
Reykjavíkur og Reykjavíkurhöfn
verfi kjaraorkuvopnalaust svæði.
í því felst:
1. Að staðsetning kjamorkuvopna
verði þar aldrei leyfð.
2. Að bannað verði að flytja lq'am-
orkuvopn um svæðið.
3. Að bannað verði að reisa mann-
virki og koma fyrir tækjum, sem
tengjast notkun eða meðferð
kjamorkuvopna.
4. Herskipum verði bönnuð koma
í Reykjavíkurhöfn, nema fyrir
liggi yfirlýsing um að þau flytji
ekki kjamorkuvopn eða geisla-
virkan úrgang.
Af hveiju kjarnorku-
vopnalausa Reykjavík?
Mér er ljóst að hér er vakið máls
á stór máli sem snertir alla heims-
byggðina. Það snýst um vonir okkar
um að auðið verði að afstýra gjör-
eyðingu mannkyns.
í slíku máli gagnar lítið að fínna
sér sökudólga og karpa um við
hvem sé að sakast, hvor sé verri
sljómendur Rússlands eða Banda-
ríkjanna, hvor beri meiri sök á því
að nú er svo komið að erfítt er að
snúa burt frá helstefnunni. Um slíkt
verður ekki spurt að leikslokum, ef
illa fer.
Hitt er jafnljóst að hvert og eitt
okkar verður að beita öllum ráðum
til að afstýra áframhaldandi brjál-
æðislegu kapphlaupi stórveldanna
um stöðugt fíillkomnarí tortýming-
artæki. Við verðum að huga að
öllum tiltækum friðsamlegum leið-
um til að snúa þeirri þróun við.
Tillagan er skref í þá átt, að vísu
smátt og takmarkað, en engu að
síður raunhæft. í henni felst fyrst
og fremst viljayfírlýsing borgar-
stjómar um að aldrei verði ljáð májs
á því að í Reykjavík eigi sér stað
hemaðamppbygging og/eða hem-
aðarumsvif tengd kjamorkuvopn-
um.. Jafnframt væri slík yfirlýsing
augljós vottur þess að við væmm
Guðrún Jónsdóttir
andvíg kjamorkuvopna- og kapp-
hlaupi stórveldanna og undirstrik-
uðum þá afstöðu. Eiginlega ætti
ekki að þurfa að hafa í frammi
langan málflutning eða röksemda-
færslu í slíku lífshagsmunamáli. Ég
vil þó drepa á nokkur atriði til
frekari skýringar á tillöguflutn-
ingnum.
Vaxandi hern-
aðaruppbygging
Hemaðaruppbygging í heiminum
öllum fer stöðugt vaxandi. ísland
fer ekki varhluta í því efni og vil ég
í því sambandi minna á að á vegum
Nato á sér stað hér á landi hemað-
amppbygging, sem m.a. er fólgin
í:
- Margföldun á flugþoli og víggetu
flugflotans í herstöðinni á Kefla-
víkurflugvelli.
- Byggingu sprengjuheldra flug-
skýla, sem þola eiga kjamorku-
sprengjur.
- Stækkun olíustöðvar í Helguvík
umfram það sem upphaflega var
áætlað.
- Uppbyggingu ratsjárstöðva til
hemaðamota.
- Byggingu kjamorkustjómstöðv-
ar í herstöðinni í Keflavík.
samþykkt þessarar tillögu breytir
engu um þessa vígvæðingu, en hún
tekur af öll tvímæli um að slík
uppbygging verði aldrei leyfð í
borgarlandinu svo og að um land
borgarinnar og um Reykjavíkur-
höfn verði ekki leyft að flytja kjam-
orkuvopn.
Hvað hafa aðrir gert?
í ár er friðarár Sameinuðu þjóð-
anna. 011 ríki sem aðild eiga að
þeim hafa samþykkt að vinna að
stofnun kjamorkuvopnalausra
svæða í löndum sínum. Jafnframt
hafa SÞ lýst því yfír að stofnun
slíkra svæða sé mikilvæg leið til
afvopnunar. Nú þegar hafa sveitar-
félög og fylki vítt og breytt í heimin-
um lýst því yfír að þau muni ekki
samþykkja kjamorkuvopn á sínum
landsvæðum, sem þau hafa lýst sig
kjamorkuvopnalaus svæði. Ég vil
nefna sem dæmi sveitarfélög í
Noregi, Danmörku og Bretlandi svo
og svæði við Indlandshaf að
ógleymdu Nýja Sjálandi, sem reið
fyrst á vaðið í þessu efni.
„Ohætt virðist því að
fullyrða að samþykkt
yfirlýsingar um að
Reykjavík sé kjarn-
orkuvopnalaust svæði
gangi ekki í berhögg
við vilja Reykvíkinga
fremur en annarra
landsmanna. Þvert á
móti hygg ég að at-
burðir síðustu vikna í
heiminum hafi skerpt
vitund fólks fyrir þeirri
ógu sem okkur stafar
af kjamorku og kjarn-^
orkuvopnum.“
Reynslan hefur sýnt að slíkar
yfírlýsingar leiða til þess að fleiri
sveitarfélög taka upp sömu stefnu.
t.d. lýsti borgarstjómin í Tromsö
höfnina þar friðlýsta gegn kjam-
orkuvopnum í fyrra og nú þegar
hafa 17 sveitarfélög og bæir ,í
Noregi gert slíkt hið sama. Nú má
einnig svo heita að allur Walesskag-
inn sé friðlýstur sem kjamorku-
vopnalaust svæði. Raunhæft gildi
slíkra yfírlýsinga í friðarbaráttu er
ótvírætt, þær skapa þrýsting á rík-
isstjómir um að gefa um það yfír-
lýsingar að þjóðlönd séu lýst kjamí-
orkuvopnalaus svæði. Þrýstingur
af því tagi er mikilsverð léið tjl
þess að hafa raunhæf áhrif á stefnu
herveldanna í austri og nú þegar
hafa t.d. ríkisstjómir Svíþjóðar,
Finnlands, Danmerkur og Noregs
Hvað hefur veríð gert
í málefnum aldraðra?
eftirÞóru Gunnarsdóttur
Óðum styttist í borgarstjómar-
kosningar í Reylqavík, svo og í
öðram sveitarfélögum á landinu.
Öll viljum við hafa borgina fal-
lega, vel skipulagða, að uppbygging
eigi sér stað, ungiingamir hafí eitt-
hvað við að vera og að hægt sé að
stunda íþróttir við góð skilyrði, svo
fátt eitt sé talið. Öll þessi mál hafa
auk ótal annarra verið f mikilli
uppbyggingu og öram vexti þau 4
ár sem Sjálfstæðisflokkurinn, undir
foiystu Davíðs Oddssonar, borgar-
stjóra, hefur verið með meirihluta
í borgarstjóm.
Vinstri flokkamir hafa sig nú
aila í frammi við að reyna að ná
meirihluta í borgarstjóm á ný.
Mestu púðri sínu hafa þeir til þessa
eytt í að reyna að gera lítið úr þeim
framkvæmdum sem Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur staðið fyrir á þessu
kjörtímabili, sem senn er á enda,
og sýnir það glöggt hve málefnafá-
tækt þeirra er mikil. Þeir þegja
þunnu hljóði um sín 4 ár í meirihluta
í borgarstjóm á áranum
1978—1982, hvað þá að þeir hætti
sér út í það að bera þessi tvö lq'ör-
tímabil saman.
Einn af þeim málafíokkum sem
vinstri menn hamra hvað mest á
að sé sjálfstæðismönnum til smánar
era málefni eldri borgara. Hér á
eftir mun ég taka fyrir þennan
málaflokk og sýna fram á að hér
er á ferð enn ein rökleysan, sem
hylja á málefnafátækt vinstri flokk-
anna.
11,25% 67 ára og eldri
Hinn 1. desember 1985 voru íbú-
ar Reykjavíkur 67 ára og eldri
11,25% af borgarbúum, eða um
10.000, og fer fjölgandi. Eins og
gengur er heilsa eldri borgarbúa
mjög misjöfn svo og fjárráð og fé-
lagslegar aðstæður, og öllum er
Ijóst að borginni ber að aðstoða
þetta fólk.
Starfsemi í þágu aldraðra hefur
verið stóraukin á þessu kjörtímabili
og til marks um það má nefna, að
í Qárhagsáætlun borgarinnar fyrir
1986 var gert ráð fyrir 97% aukn-
ingu fjárveitinga í þágu þessa ald-
urshóps.
Það sem ég vil fyrst nefna og
tel mjög mikilvægt er heimilisþjón-
usta. Sjálfstæðismönnum er mikið
í mun að fólki sé gert kleift að búa
í heimahúsum sem lengst, enda
hefur könnun sýnt að þetta er það
sem fólkið kýs sjálft, auk þess sem
það sparar dýran stofnanarekstur.
Stefnt er að því, að heimahjúkran
verði aukin eftir þvf sem mannafli
fæst og að þjónusta heimahjúkr-
unar verði færð til heilsugæslu-
stöðva og taki til lengri tíma sólar-
hrings, svo og um helgar.
Hvað varðar aðra heimilisþjón-
ustu, þá er stefnt að öryggisþjón-
ustu fyrir aldraða og sjúka í sam-
vinnu við sérhæfð fyrirtæki í borg-
inni og mun tilraun með slíka þjón-
ustu heflast í haust. Þessi aðstoð
kemur að sjálfsögðu ekki í staðinn
fyrir aðra aðstoð sem ellilífeyris-
þegar þurfa á að halda.
Matarsendingar á heimili eldra
fólks era á tilraunastigi og fá ellilíf-
eyrisþegar í vesturbæ sendan mat
frá Dalbraut og ef það reynist vel
verður þetta fært tii annarra hverfa
í borginni. Einnig geta aldraðir
keypt heitar máltíðir á mörgum
vistheimilum sem þeir er búa í
heimahúsum geta notfært sér.
f öðra lagi vil ég nefna dagvistun
aldraðra, en hún hefur reynst vel
og er mjög mikilvæg og gerir fólki
kleift að búa lengur í heimahúsum.
Steftit er að því, að fleiri dagvistar-
heimili verði í eða við öldranarlækn-
Þóra Gunnarsdóttir
„Starfsemi í þágxt aldr-
aðra hefur verið stór-
aukin á þessu kjörtíma-
bili og til marks um það
má nefna, að í fjár-
hagsáætlun borgarinn-
ar fyrir 1986 var gert
ráð fyrir 97% aukningu
fjárveitinga í þágu
þessa aldurshóps.“
ingadeild Borgarspítalans svo og
að leitað verði eftir samvinnu við
frjáls félagasamtök I borginni.
Einnig hefur komið til tals að reyna
hvemig dagvistun aldraðra í heima-
húsum gefst, svipað og dagvistun
baraa er háttað hjá dagmæðram.
í þriðja lagi ber að neftia þjón-
ustuíbúðir fyrir aldraða. Það er
stefnan, að vistheimili með leigu-
íbúðum verði áfram byggð af borg-
inni, þar sem verði vemdaðar þjón-
ustuíbúðir og dvalarheimili, ásamt
dagvistun. Jafnframt verði haldið
áfram og hvatt til samvinnu við
stéttarfélög og ýmis samtök og fé-
lög áhugamanna um málefni aldr-
aðra, því með þess konar samstarfi
eykst stórlega aukið flármagn til
byggingaframkvæmda. Verði fyrst
og fremst um þjónustuíbúðir að
ræða sem seldar era viðkomandi,
en borgin veiti íbúum hússins marg-
háttaða þjónustu. Sem dæmi um
það, sem þegar hefur verið ákveðið
í þessum efnum, er t.d. bygging á
homi Vesturgötu og Garðastrætis
þar sem verða þjónustuíbúðir auk
þjónustumiðstöðvar og heilsu-
gæslustöðvar fyrir vesturbæinn.
Samvinna hefur verið ákveðin á
milli Bandalags háskólamanna og
borgarinnar, en BHM ætlar að
byggja þjónustuíbúðir fyrir aldraða
félagsmenn sína, svo og áfram-
haldandi samvinna við Samtök aldr-
aðra og Armannsfell um byggingu
söluíbúða við Dalbraut og Sund-
laugaveg. Einnig er fyrirhuguð
bygging vistheimilis við Skúlagötu
auk söluíbúða með sama þjónustu-
kjama og yrði þana þjónustukjami
fyrir aldraða í austurbæ. Auk þess
hafa fleiri félög, söfnuðir og samtök
sýnt áhuga á samstarfi við borgina
í þessum málum.
Ekki má heldur gleyma í þessu
sambandi öllum þeim íbúðum sem
þegar er búið að byggja eða eru í
byggingu í Seljahlíð, í Hvassaleiti,
á vegum Verslunarmannafélags
Reylq'avíkur, og í Bólstaðarhlíð, á
vegum Samtaka aldraðra. Allar
þessar íbúðir hafa risið á vegum
Framkvæmdanefnda bygginga
stofnana í þágu aldraðra á áranum
1982-1986.
Hjúkrunar-
heimili vantar
Það sem tilfínnanlegast vantar
nú era hjúkranarheimili til lang-
tímavistunar. Ákveðin hefur verið
þátttaka í byggingu hjúkranar-
LJmilisins Skjóls í samvinnu við
Þjóðkirkjuna, Alþýðusamband ís-
lands, Sjómannadagsráð, Stéttarfé-
lag bænda, Bandalag starfsmanna
ríkis og bæja, o.fl. Er því ætlað að
vera hjúkranarrými, dagvistadeild
og skammtímavistun. Slíkt sam-
starf við fleiri aðila kæmi mjög vel
til greina og væri t.d. rétt að stefna
að byggingu hjúkranarheimilis á lóð
Borgarspítalans, sem nyti aðstoðar
og þjónustu spítalans, en væri rekið
sem sjálfstæð eining.
Hvað öldrunarsjúkradeildir varð-
ar, svipaðar og era í B-álmu Borg-
arspítalans, þá era þær nauðsynleg-
ar til þess að veita meiri þjónustu
við aldraða á öðram sjúkra- og
hjúkranardeildum. Mun byggingu
deilda B-álmunnar verða flýtt eins
og kostur er og þarf þar að vera
aðstaða fyrir dagvistun, sérhæfðar
lækningar, langtímavistun og
hjúkran.
Félagsstarf aldraðra er mjög
nauðsjmleg og hefur verið aukið
mjög á þessu kjörtímabili. Hefur
nú orðið 100% aukning á félags-
og tómstundastarfí. Vora aðeins 4
staðir í borginni í upphafí kjörtíma-
bils en era nú 8.
Ætlunin er að auka kynningu á
tomstunda- og félagsstarfí meðal
eldra fólks og auka þátttöku þess.
Á næstunni hefst útgáfa fréttabréfs
Félagsmálastofnunar Reykjavíkur-
borgar fyrir 67 ára og eldri þar sem
birtar verða upplýsingar um vetrar-
og sumarstarf og réttindi aldraðra.
Sjálfstæðisflokkurinn leggur
þunga áherslu á aðstoð við eldri
kynslóðina. Hún hefur unnið hörð-
um höndum við að byggja upp
borgina okkar og á það svo sannar-
lega skilið að við léttum undir með
henni þegar líða tekur á ævina.
Eins og sjá má sýna staðreynd-
imar að vei hefur verið haldið á
málefnum aldraðra á því kjörtíma-
bili sem nú er að ljúka. Áfram
verður þó að halda og til þess þarf
samstöðu Reykvíkinga, ekki upp-
hrópanir og ósannindi lílct og vinstri
flokkamir hafa viðhaft.
Höfundur er skrifstofumaður