Morgunblaðið - 29.05.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.05.1986, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MAÍ1986 Listahátíð 1986: Cecile Licad leikur 2. Rachmaninoff- konsertinn á fyrstu tónleikunum Cecile Licad heitir 25 ára stúlka frá Filippseyjum sem er einleikari á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands í Háskólabíói á fyrstu tón- leikum á Listahátíð í Reykjavík að þessu sinni. Hún leikur annan píanókonsert Rachmaninoffs í c-moll op. 18. Stjómandi hljóm- sveitarinnar er Jean-Pierre Jacquill- at. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Cecile Licad getið sér frægðarorð á alþjóðavettvangi og hlotið lofsam- leg ummæli gagnrýnenda. Paul Hume, tónlistargagnrýnandi The Washington Post, hefur líkt henni við Myru Hess og Ginu Bachauer, svo dæmi sé nefnt. Hún hóf nám í píanóleik þegar hún var fimm ára og kom fyrst fram sem einleikari með hljómsveit f Manflu þegar hún var sjö ára. Tólf ára að aldri héit hún til náms í Bandaríkjunum þar sem hún var nemandi Rudolfs Serk- ins um átta ára skeið, og síðan hún vann til gullmedalíu sem kennd er við Leventritt fyrir sex árum hefur hún verið í hópi þeirra ungu píanó- leikara sem standa í fremstu röð á alþjóðasviði. Auk þess að leika með hljómsveitum undir stjóm hljóm- sveitarsljóra á borð við Solti, Abbado, Prévin, Rostropovitsj, Mehta, Ormandy og Merriner hefur Cecile Licad leikið inn á hljómplöt- ur. Þá hefur hún gert nokkuð af því að leika kammertónlist, m.a. með Peter Serkin, Murray Perrahia og Guamieri-kvartettinum. Af tilvitnunum í ummæli tónlist- argagnrýnenda hinna ýmsu dag- blaða má ráða að Cecile Licad er mjög fær píanóleikari, bæði með tilliti til tækni og túlkunar. Þannig segir The New York Times um tón- leika hennar með New York Fíl- harmóníunni undir stjóm Zubin Metha: „Ekki kom á óvart að fimir fingur hennar hefðu nótnaborðið á valdi sínu en hún hafði líka dálítið annað fram að færa sem varð til þess að áheyrendur æptu af fögnuði þegar þau Zubin Metha höfðu geyzst í gegnum lokakaflann: Þá birtist Cecile Licad sem sameining- artákn glæsilegs næmleika og gneistandi krafts sem hún hefur jöfnum höndum á valdi sínu þegar tónlist krefst þess.“ Um aðra tónleika hljómsveitar- innar undir stjóm Leonards Slatk- ins þar sem Cecile Licad lék einleik á píanóið segir The New York Times: „Hljómur Cecile Licad er ekki aðeins undurfagur heldur er leikur hennar einstaklega áferðar- fallegur, þrunginn tjáningu og til- fínningu." Um sömu tónleika sagði Daily News: „Einleikarinn var stór- kostlega falleg „yfirlýsing“.“ Tagblatt í Linz í Austurríki segir um tónleika hennar ásamt Suisse Romande-hljómsveitinni: „Það var stórmerkileg reynsla að hlýða á Cecile Licad. Hún lék af eðlislægum glæsileika og hafði á valdi sínu alveg ótrúlega snilldartækni þannig að hún lék erfiðustu kaflana af þvflíkum léttleika og tilfinningu að þar sem maður var gagntekinn af túlkun hennar kom ekki annað til mála en að hrópa „bravó“.“ Á sama veg eru ummæli Lund- únablaðanna og þegar hún lék með Lundúna-sinfóníunni ásamt Claudio Abbado hafði tónlistargagnrýnandi Financial Times m.a. þetta að segja: „Þetta var óvenjulega ljóðræn túlk- un á píanókonsert Shumanns, klingjandi og áferðarfalleg." Um sömu tónleika sagði Daily Telegr- aph: „Píanóleikur Cecile Licad var meistaralegur og skilningur hennar í túlkuninni er langt umfram það sem búast m á við af listamanni sem er svo ungur að árum.“ Nicholas Kenyon sem skrifað í The Times sagði um leik hennar er hún lék með Lundúna-fílharmón- íunni undir stjóm André Prévins: „Cecile Licad er ungur píanóleikari sem á verulegri velgengni að fagna í Ameríku. Hún lék annan píanó- JÓN ÞÓRARINSSON SKRIFAR FRÁ KAUPMANNAHÖFN Óperan Sál og Davíð í nýrri uppsetningu Það mun vera nokkuð langt orðið síðan óperan „Sál og Davíð" eftir Carl Nielsen var síðast á fjölum Konunglega leikhússins. En hún kemur nú á sviðið í nýrri uppsetningu, sem unnin er í samvinnu við danska sjónvarpið og ber e.t.v. nokkum svip af því að nún er ætluð fyrir sjónvarp jafnframt. Það em tveir Svíar sem hafa valist til að standa fyrir þessu verki: Hljómsveitarstjórinn Sixten Ehrling, sem hefur getið sér sér- stakt orð fyrir flutning á verkum Carls Nielsen austan hafs og vestan, og leikstjórinn Folke Abenius, sem er sennilega virkasti og virtasti óperuleikstjóri á Norð- urlöndum um þessar mundir. Höfundur leikmyndarinnar, Sture Pyk, mun einnig vera Svíi. Carl Nielsen samdi tvær óper- un „Sál og Davíð" sem varð til á ámnum 1899—1901 og var frum- sýnd 1902 og „Maskerade" sem er skrifuð 1904—6. Hin síðar- nefnda er gamanópera, sækir efni sitt til Holbergs og hefur alltaf átt vinsældum að fagna í Dan- mörku. Hin fyrri er aftur á móti háalvarleg og átti a.m.k. fyrr á ámm á brattann að sækja að því er tekur til vinsældanna. Það hefur líka verið að henni fundið að efni hennar sé epískt fremur en dramatískt og textinn hæfði betur óratóríu en ópem. Efnið er sótt í Gamla testamentið og grein- ir frá því þegar flárhirðirinn, skáldið og söngvarinn Davíð legg- ur að velli risann Golíat og mætir tortryggni, öfund og afbrýði gamla konungsins Sáls, en vinnur vináttu sonar hans Jónatans og ástir dótturinnar Mikalar og loks ríkið. Frá þessu öllu er sagt af miklu meiri nákvæmni í Samúels- bókunum en í ópemnni er Samúel spámaður settur upp á sviðið og gerður að eins konar erindreka Drottins á jörðu. Það orkar ekki tvímælis að það er Sál sem er aðalpersóna ópemnnar og inntak Fremst á myndinni frá vinstri: Stig Fogh Andersen (Jónatan), Leif Roar (Sál konungur) og Eva Johansson (Mikal). hennar er fyrst og fremst sálar- strið hans, ör geðbrigði og innri sviptingar. Hinar persónumar virðast óneitanlega dálítið „staðl- aðar“, þótt hlutverk sumra þeirra séu bæði stór og erfið. í tónlistinni era margir ákaf- lega fagrir staðir, einkum að því er til söngsins tekur. Hljómsveit- arþátturinn er hins vegar nokkuð einlitur, verður jafnvel dálítið þreytandi og á það til að kæfa mögnuðustu söngraddir, þegar blásaramir láta gamminn geysa eins og þeim var leyft hér. Það má merkilegt telja að Carl Nielsen sem sjálfur var fiðluleikari skuli ekki hafa ætlað strengjunum meiri hlut en þeir fá í þessu verki. Að vísu þarf hér að lýsa í tónum miklum bardögum sem fara fram Kjell-Magnus Sandve (Davíð). Eva Johannsson (Mikal) og Leif Roar(Sál). utan sviðs og kannski ferst lúðr- unum það best. En það verður þá að hvfla þá á milli. En fyrir einsöngvara og kór er maigt fagurlega samið í þessu verki, og það naut sín ágæta vel í þessum flutningi því að hér var valinn maður í hveiju rúmi. Leif Roar fór stórglæsilega með hlut- verk Sáls konungs bæði í söng og leik. í hlutverki Jónatans var Stig Fogh Andersen og gerði því ágæt skil og sama er að segja um Evu Johnasson í hlutverki Mikalar. í hinu erfiða hlutverk Davíðis konungsefnis var gestur frá Noregi, Kjell-Magnus Sandve, ungur tenor sem var eins og skapaður fyrir hlutverkið. Enn er ástæða til að neftia Christian Christiansen (Abner herforingi), Jörgen Klint (Samúel spámaður) og ekki síst Minnu Nyhus (völvan í Endor) sem skilaði stuttu en átakamiklu hlutverki mjög eftir- minnilega. Kórinn var fjölmennur og frábærlega góður eins og jafn- an áður. Ýmislegt varðandi leikmynd, búninga og gervi gæti orðið tilefni athugasemda. Allt er þetta mjög stflfært, en sveiflast á milli eins konar „naívisma" annars vegar og „ábsúrdisma" hins vegar og leggur stundum á tæpasta vað, að þetta mikla drama verði á stundum beinlínis hlægilegt. Sviðsmyndin sjálf er að ýmsu leyti hugvitssamleg og nýtist vel fyrir Qölmennar hópsenur. En einstök atriði hennar stinga mjög í augu, eins og digur höggormur með mannsandlit f skopmyndastfl, sem hangir í tijágrein í fyrsta og öðmm þætti. Eða veggskrautið hjá völvunni í Endor: norrænar rúnir frá víkingaöld eða þar um bil. Litaval í búningum (og hár- kollum) var sundurgerðarlaust og stundum ósmekklegt. Ég er að velta því fyrir mér hvort sumir þessir litir komi öðmvísi út í sjón- varpinu þegar þar að kemur. En út yfir tók þó þegar komið var með spámanninn Samúel, gamlan, lasburða og raunar dauðvona, inn á sviðið í risavöxnum hjólbömm af líkri gerð og notaðar vora til að aka taði á völl í sveitinni í gamla daga, bara stærri. En þótt þannig megi tína til sitthvað sem líklega hefði átt betur fara var sýningin í heild áhrifamikil, einkum vegna þess hve allur söngur var fagur, og ánægjulegt og fróðlegt að kynn- ast þessu stórvirki Carls Nielsen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.