Morgunblaðið - 29.05.1986, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 1986
25
Konameðhatt
— olía á stríga 1938
Marío Laure de Noailles
— kolástríga 1923
Personnage
— olía ástríga 1972
Ég skil ekki hvað það erað
„ leita “ í málverki. Það sem
skiptir máli er að finna. Enginn
hefuráhuga á að fylgjast með
manni sem gengur um og
einblínirájörðina, leitandiað
seðlaveski sem gæfunni þókn-
ast að leggja i veg hans. Sá
sem rekst á eitthvað athyglis-
vert, hvað sem það kann að
vera, jafnvel þótt hann beri sig
ekki eftirþví, hann vekurað
minnsta kosti forvitni okkar,
efekki aðdáun.
Við vitum það öll, að listin
hefur ekkert með sannleikann
að gera. Listin er lygi sem
opnar augu okkar fyrir sann-
leikanum, að minnsta kosti
þeim sannleika sem okkurer
gefið að skilja. Listamaðurinn
verður að kunna að sannfæra
okkurum sannleikann íþví
sem hann lýgurað okkur. Ef
hann megnar aðeins að sýna
leit síná að einhverri þeirri
þeirri aðferð sem dugar til að
miðla lygum, kemurhann engu
til leiðar.
Menn tala um „eðlilega" list
og nútímalist sem tvö andstæð
fyrirbæri. En hver hefur nokk-
urn tímann séð „eðlilegt"lista-
verk? Veröldin íkringum okkur
á ekkert skylt við listina, þetta
eru tvö ólík fyrirbæri. Við beit-
um listinni til að miðla hug-
myndum okkar um það sem
ekki er til í veröldinni.
Kúbisminn ereins og hver
önnur hreyfing innan listarinn-
ar. Sömu reglur, sömu þættir
ganga í gegnum allar listhreyf-
ingar. Sú staðreynd, að margir
skilja ekki kúbisma, hefurenga
þýðingu. Ég skil ekki ensku,
því hefég ekkert gagn af
enskri bók. Það þýðirekki að
enska sé ekki til. Hvers vegna
ætti ég að skella skuldinni á
einhvern annan en sjálfan mig
út afþví að ég skil ekki það
sem ég veit ekkert um ?
gætir í verkum hans allt fram undir
síðari heimsstyijöld. En Picasso
gekkst aldrei á hönd neinni stefnu
að fullu og öllu, heldur tók hann
til handagagns það sem hann taldi
sig hafa not fyrir úr þeim, en lét
afganginn eiga sig. Súrrealisminn
hitti Picasso fyrir á erfiðu tímabili,
bæði fyrir hann sjálfan og heima-
land hans, Spán. Hjónaband hans
var að leysast upp og fasisminn var
farinn að biðla til Spánveija. Súr-
realisminn gerði Picasso kleift að
láta í ljós dýpstu hvatir sínar og
tilfinningar, og verk hans árin
1924—1935 eru uppfull með angist,'
reiði og ástríðum.
Nokkrar myndir frá þessu súr-
realíska skeiði er að finna á sýning-
unni, og þá helst konuhöfuð þar sem
rtiunnur breytist í tennt sköp. Þar
er einnig að finna tilbrigði um
nautaatsstefíð, sem sótti æ meira
á Picasso er frá leið. í því málverki,
sem er næstum einlita, gengur naut
í skrokk á hesti, en eins og málarínn
túlkar atvikið er eins og bæði naut
og hestur heyi dauðastríð í samein-
ingu.
Alla ævi málaði Pieasso uppstill-
ingar, enda byggðist myndræn
rannsóknarstarfsemi hans iðulega
á grandskoðun á einhveiju kyrru,
óhreyfanlegu mótífi. Nokkrar upp-
stillingar frá tímabilinu 1940—1960
prýða þessa sýningu. Athyglisverð-
astar þeirra eru sennilega myndir
frá stríðsárunum, þegar Picasso
dvaldist í París, en þá ber svo við
að hauskúpur koma í stað ávaxta
og annarra venjulegra viðfangs-
efna, enda gáfu atburðir samtímans
tilefni til slíkra áminninga.
Á Picasso sýningu Listahátíðar
fer mest fyrir verkum sem listamað-
urinn gerði upp úr síðara stríði og
fram undir 1970, en sem kunnugt
er lést hann árið 1972.
Flest þessi verk eru „hausar“,
annars vegar konuhöfuð, hins vegar
karlmannshöfuð, sem snúast upp í
nokkurs konar sjálfsmyndir, eða
táknmyndir málarans, með og án
fyrirsætu.
Myndlist Picassos mótaðist ævin-
lega af þeim konum sem hann var
í tygjum við á hveijum tíma. Sjaldn-
ast málaði hann venjulegar port-
rettmyndir af þeim, heldur lagði
hann út af andlits og líkamsbygg-
ingu þeirra með sínum hætti, en
reyndi þó að varðveita sérkenni
hvers andlits einhvers staðar í
myndunum. Þessar myndir voru
eins konar tilbrigði um stef, könnun
á því hve mörg slík tilbrigði mætti
þróa út úr einu og sama andlitinu.
Eftir 1954 varð þó ein andlits„týpa“
öðrum algengari í verkum Picassos,
þ.e. hinn klassíski vangasvipur
Jacqueline Roque, sem varð þriðja
eiginkona listamannsins árið 1961.
Eini skúlptúr sýningarinnar er
einmitt portrett af Jacqueline.
Skúlptúr Picassos er alveg sérstak-
ur kafli í myndlist hans og lengri
en svo að honum verði gerð skil
hér, en allt frá 1901 gerði Picasso
Ég hefnotað margs konar
aðferðir og leiðir í list minni.
En þær eru ekki hluti afein-
hvers konarþróun eða vegvís-
ar í áttina að einhverju óþekktu
markmiði. Allt sem ég hefgert,
gerðiég í nútíð og fyrirnútíð,
í þeirri von að það verði ævin-
lega í nútíð. Ég hefekki lagt
mig eftir rannsóknum. Þegar
ég hefþurftað tjá mig, hefég
gertþað án þess að hugsa um
fortíð eða framtíð.
þrívíð verk f alls konar efni.
Eftir því sem Picasso eldist, var
eins og hann færðist allur í aukana
í listsköpun sinni. Hann var t.d.
sjaldan á ævinni eins mikilvirkur
og á árunum eftir 1960. Þá var
hann einnig farinn að horfast í
augu við ellina, kulnaðar ástríður
og forgengileikann. En í stað þess
að láta deigan síga, gefa sig böl-
móð á vald, fór Picasso að mála
opin, litrík verk, sem kalla mætti
nútíma-barokk málverk, þar sem
hann hyllir meðal annars gamla
klassíska málara, sem buðu ellinni
byrginn t.d. Titian, Rembrandt og
Renoir.
Árið 1970 sýndi hann 165 mál-
verk í þeim dúr í höllinni í Avignon
í Frakklandi, og höfðu þau öll verið
máluð á 11 mánuðum. Flest þessi
verk fjalla um listamann allra tíma
og Iistsköpunina, en í meðförum
Picassos tekur þessi listamaður á
sig gervi trúðsins, elskhugans,
uppreisnarmannsins og hrekkja-
lómsins, þó svo að Elli kerling reyni
að halda aftur af honum. Þar er
Picasso sjálfur lifandi kominn. Stolt
og ptýði þessarar sýningar eru
einmitt þessar Avignon-myndir,
sem sýna ótrúlega lífsorku og sköp-
unargleði Picassos.
Höfundur er listfræðingur.
*» *«-*_•* ;!
22
Þaereru meiriháttargóðarnýju Goðapylsumar
grillið eð’í pottinn og svo
og bragðið þaðhríhir já
minna má nú sjá.
msi st-m. u pϗpa
jmags&«