Morgunblaðið - 29.05.1986, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 29.05.1986, Blaðsíða 52
F jr 52 MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MAÍ1986 Falskenningar, bruðl, hégómi og villuljós eftir Ásgerði Jónsdóttur Um þessar mundir eru nemendur í skólum landsins að fá einkunnir fyrir vetrarstarf sitt. Núverandi borgarstjóm er einnig að skila tíma- bundnum starfsferli. Það fer vel á því að gefa henni og þó einkum oddvita hennar, Davíð Oddssyni, nokkrar einkunnir við þessi stunda- skil. Þær eru, í stuttu máli, yfir- skrift þessa greinarkoms: Fals- kenningar, bmðl, hégómi og villu- ljós. Ég mun rökstyðja þessar ein- kunnir. Engir íslenskir stjómmálamenn smjatta kröftuglega á frelsi og lýð- ræði eins og sjálfstaeðismenn, þ.á m. Davíð Oddsson. Ég hef nefnt þetta fyrr en sannleikurinn fellur aldrei úr gildi. — Og engir stjóm- málamenn íslenskir troða jafnfrek- lega á lýðræðinu — þ.e. rétti minni- hlutans við hlið hins meiri — eins og sjálfstæðismenn með Davíð Oddsson borgarstjóra í broddi fylk- ingar. (Á kosningamáli heitir þetta „samstillt stjóm“.) Þetta er augljóst hveijum þeim, er les um og kynnir sér atferli borgarstjómar, borgar- ráðs og þó einkum borgarstjóra. Hann ástundar einveldi í borgar- stjóm á sama tíma og hann, eins og aðrir stjómmálagarpar sjálf- stæðisflokksins, kjamsar á því lýð- ræði, sem hann óvirðir í verki. Þetta nefni ég falskenningar. Þrátt fyrir öndverðar skoðanir, hef ég þó nokkum skilning á fyrr- greindum tengslum stjómmála- manna sjálfstæðisflokksins og lýð- ræðisins. Af langri lífsreynslu og þ.á m. við mikinn lestur veit ég að það er hreint ekki náttúra kapítal- isma og „fijálshyggju" að styðja samfélagslegar aðgerðir og upp- byggingu. Davíð Oddsson og fylgis- menn hans í borgarstjóm neyðast til að gera það af illri nauðsyn, þ.e.a.s. vegna kröfu samtímans og atkvæða. En þeir gera það á fölsk- um forsendum og með öfugri hendi. Þess vegna ber svo margt í stjómun Reykjavíkur axarskaftsbrag. Og blekkingin kemur víða við. Tals- menn meirihlutans í borgarstjóm hafa hátt um fólksfjölgun Reykja- víkur og telja hana bera vott um góða og umhyggjusama stjóm borgarinnar. Vissulega hefur borg- arstjóm lagt sig fram við að hygla atvinnurekendum til aukinna um- svifa og atvinnusköpunar. En fleira kemur til. Markviss Qáraustur nú- verandi valdhafa, bæði innan ríkis- stjómar og utan, til atvinnu og athafna í Reykjavík togar eðlilega til sín fólk frá þeim stöðum, er sömu valdhafar em markvisst að leggja í eyði með gerðum sínum. Það em því ekki einvörðungu dáðir borgar- stjómar Reykjavíkur, sem teygja menn til staðarins. Það er falskur tónn, sem gumar af íbúðarbygging- um aldraðra. íbúðum, sem aðeins fáir hafa ráð á að eignast. Mörg hundmð þeirra standa því auðar og ónotaðar. Áfallinn kostnað af þeim mun Reykjavíkurborg þurfa að bera, m.ö.o. við skattgreiðendur. En þessar framkvæmdir em ómældur greiði við byggingameist- ara og verktaka, er hagnast því meir sem byggingar em dýrari. Þeir launa væntanlega vel fyrir sig í sjóði Sjálfstæðisflokksins. Pólitískir vinargreiðar borgar- stjóra og hirðar hans í borgarstjóm virðast ekki eiga sér takmörk. Eignaupptaka BUR til handa illa stöddum samflokksmönnum jafnast við að taka ófijálsri hendi almenn- ingseign, sem manni hefur verið trúað fyrir. Og það pólitíska vinar- bragð borgarstjóra að kaupa eina Ásgerður Jónsdóttir1 „Markviss fjáraustur núverandi valdhafa, bæði innan ríkisstjórn- ar og utan, til atvinnu og athafna í Reykjavík togar eðlilega tíl sin fólk frá þeim stöðum, er sömu valdhafar eru markvisst að leggja í eyði með gerðum sín- um.“ litla jörð á mörghundmðföldu mats- verði eða á 60 milljónir handa sjálf- um seljendunum til þess að ráðskast með næstu hálfa öld er ómælanieg svívirðing, jafnvel _ í okkar svikahrappasamfélagi. Ég minnist þess ekki að hafa heyrt um eða séð nefnd sönnunargögn um það að háhitavatn finnist í landar- eign Ölfusvatns. En þótt þau séu fyrir hendi breytir það engu varð- andi kaupin. Það hlýtur, innan skamms, að koma að því að íslendingar semji sig að háttum þeirra menningar- þjóða evrópskra s.s. Austurríkis- manna, sem eigna ríkinu verðmæti jarðardjúpsins neðan tiltekinnar dýptar frá yfírborði jarðar. Tillögur um þetta hafa oftar en einu sinni komið fram á Alþingi en ekki verið sinnt. En til er ótvíræður dómsúr- skurður í þessu efni. Sá, er dæmdi ríkinu eignarrétt yfir botni Mývatns — þessa hrægmnna vatns. Megi líta á þann dóm sem einskonar prófmál varðandi náttúmauðæfi jarðar- djúpsins fæ ég ekki séð að kaup Davíðs Oddssonar á Ölfusvatni fái staðist gagnvart honum. Það er augljóst mál að Davíð Oddsson flýt- ir þessum kaupum af hugulsemi við jarðareigendur og skyldar þannig okkur Reykvíkinga til þess að greiða þeim árlegan skatt upp á mörg hundmð þúsund krónur, ef ekki meira, í ómældan tíma án þess að fá nokkuð á móti í næstu hálfa öld. Ég skil ekki hvemig maður með fullu viti getur gert svona hluti. Og ég er viss um að mörgum góðum sjálfstæðismanni er nóg boðið af svona stjómsýslu. Fyrir dymm stendur afmælis- veisla Reykjavfkurborgar. Hégóm- inn og ijármagnssóunin stigmagn- ast dag frá degi við lítinn fögnuð borgarbúa. Það falla fá lofsyrði um þetta rándýra hégómlega afmælis- fár. Ég er viss um að flestir hefðu heldur viljað eignast varanlega minningu um tvö hundmð ára afmæli Reykjavíkur, s.s. tónlistar- hús, heldur en skrípalega átveislu í stíl þeirra rómversku keisara, er svömðu þörfum hins þjakaða lýðs með brauði og leikjum. En það verður að innramma „godfather" — hugsjsón Davíðs Oddssonar í geisla- baug hvað sem það kostar. Allar framkvæmdir, sem núver- andi borgarstjóm stendur að, em harla ósmekklegar og dýrar. Ég nefni t.d. „nýja Laugaveginn" — nokkurra metra langan spotta —, sem mest var gumað af og hrópað um nokkra haustdaga. Borgarstjór- inn sýndi sig, klippti á spotta, bless- aði böm og mændi hugfanginn á hégómann frá Portúgal. — Síðan hefur verið steinþögn um þetta mannvirki sem von er því þótt það og tilbúnaður þess minni mjög á nýju fötin keisarans er það þó bæði dýrara og ósmekklegra en þau auk þess að vera til hins mesta óhag- ræðis fyrir bæði gangandi og ak- andi vegfarendur. — Talsmenn Sjálfstæðisflokksins nú í borgar- stjómarkosningunum hafa ekki einu sinni treyst sér til að raupa af þessari Davíðsdáð. — Tvíbura- systur „nýja Laugavegarins" og síst betmngar hans em öndvegissúlur Davíðs borgarstjóra við borgar- mörkin. Ég er viss um að leita þarf víða bæði langsum og þversum heims- byggðina til þess að fínna jafnljót og ósmekkleg mannvirki. Og ofan á þær ódyggðir bætist ein enn og sú versta en það er Ijósið í súlunum, glært ónáttúmlegt villuljós, sem tmflar mjög vegfarendur og veldur þeim óþægindum. Engar spumir hafa borist af kostnaði við að koma upp þessu plast- og jámdrasli. Það hefði vissulega verið meiri og hug- stæðarí virðing við Reykjavík tvö hundmð ára að lýsa upp alla vegi hennar út að borgarmörkum, sem sumir em orðnir lífshættulegir í myrkri og ört vaxandi umferð. En Davíð Oddsson vildi reisa sjálfum sér og Reykjavíkurborg sameigin- legan minnisvarða og það hefur hann gert svo um munar. Ég er viss um að enginn maður hefur nokkm sinni valið verkum sínum annan eins bautastein: kaldan, lífvana plasthólk á staur- fótum með villuljósi. Reykvfkingar, lftið á þessi tákn áður en þið kjósið. Höfundur erkennarí ÍMoafeUa- sveit Þar verður hlutur Reykjavíkur örsmár eftir Ólöfu Ríkarðsdóttur Þegar talað er um fatlað fólk, þá er rétt að gjöra sér ljóst að sá hópur er ekki minna en ’/io hluti þjóðarheilda, það er að segja á Vesturlöndum. í vanþróuðum lönd- um getur hann orðið miklu meiri. Þama er að sjálfsögðu um að ræða allskonar fötlun, svo sem hreyfi- hömlun, blindu, vangefni, geðveiki og fleira. Það veltur því á miklu að þessi stóri hópur hafi aðstöðu til þess að gegna hlutverki sínu í samfélaginu svo sem kostur er og mikill meiri- hluti er þess megnugur sé rétt á málum haldið. Hitt er svo annað mál, að það þarf að hagræða ýmsu til þess að svo megi verða og það er á þeim vettvangi, sem við viljum að borgin okkar komi til móts við þegnana. En hver eru þá hagsmunamál fatlaðra? Þau eru að sjálfsögðu hin sömu og hagsmunamál fjöldans: Góð menntun, gott húsnæði, at- vinna við hæfí og félagsleg réttindi. Þar við bætist svo aðgengilegt umhverfí, sem er í rauninni það sem allt veltur á þegar hreyfíhamlaðir eiga í hlut. En þá ber líka að hafa í huga, að öll eigum við einhvern tíma á æfínni erfítt með að bera okkur um, allt frá litla baminu, unglingnum sem fótbrotnar á skíð- um, bamshafandi konunni, til gamla mannsins, sem staulast upp stigann er hann tók í nokkmm stökkum, þegar hann var í fullu §öri. Aðgengilegt umhverfí er því hagsmunamál heiidarinnar. Arið 1978 tóku gildi ný bygging- arlög og í regluge’-ð þeirra em ákvæði, sem eiga að tryggja að- gengi allra. Þessi lög ná þó fyrst og fremst til opinberra bygginga og þjónustubygginga, en em samt mjög mikils virði. En eitt er að setja lög og annað að framfylgja þeim, og á því heur orðið mikill misbrest- ur. Nýjasta dæmið er æskulýðsmið- stöð borgarinnar við Frostaskjól, sem en á annarri hæð og engin Ijrfta. Það verður að vera nákvæmt eftirlit með hönnun nýbygginga, til þess að forðast svona slys. En gömlu byggingamar standa eftir sem áður með ógnvekjandi tröppum og öðmm hindmnum. Þar þarf að gjöra langtímaáætlun um breytingar. í því sambandi er rétt að minna á lög um breytingar á lögum vegna umbóta á byggingum í þágu fatlaðra, sem sett vom í ráðherratíð Svavars Gestssonar. Þessi lagaheimild nær meðal annars til gmnnskóla. En kannski vita borgaryfírvöld ekkert um þessi lög eða þau láta sig málið litlu skipta. Það vom að minnsta kosti óglæsi- legar staðreyndir, sem könnun á vegum svæðisstjómar Reykjavíkur leiddi í ljós nýverið, um aðgengi fatlaðra að skólum borgarinnar. í stjómartíð vinstri meirihlutans var sett á laggimar nefnd, sem Ólöf Ríkarðsdóttir „En vernduðu vinnu- staðirnir í Reykjavík fullnægja hvergi þörf- inni. Það er verið að skammta fólki vinnu eins og á kreppuárun- um. Margir fá aðeins að vinna nokkrar vikur í einu og fólk er í raun- inni að kvíða fyrir því allan tímann að þurfa að hætta aftur. Þetta öryggisleysi er óþol- andi.“ hafði það verkefni að vinna að málefnum fatlaðra. Hún var skipuð fulltrúum stjómmálaflokkanna og fulltrúum Öryrkjabandalagsins og Sjálfsbjargar í Reykjavík. Þáver- andi borgarstóri var formaður. Nefndin fjallaði mikið um atvinnu- og ferlimál og var meðal annars komin vel á veg með að kanna atvinnumöguleika fatlaðra hjá Qölda fyrirtækja í borginni. Með tilkomu íhaldsmeirihlutans datt þessi starfsemi niður. Fulltrúi Alþýðubandalagsins flutti síðan til- lögu í borgarstjóm snemma árs 1985, um að nefndin jrrði endurvak- in. Þetta var samþykkt, en ekkert bólar á nefndinni 16 mánuðum síð- ar. Og það var fleira gott, sem vinstri borgarstjómarmeirihlutinn stóð fyrir á þessum vettvangi. Borgin samþykkti Tæknivinnustofu Or- yrkjabandalags íslands, sem er vemdaður vinnustaður, með þriggja milljón króna framlagi, verð- tryggðu. Féð var notað til þess að búa staðinn betur tækjum og fjölga stöðugildum. Þetta er mér vitanlega það eina, sem Reykjavíkurborg hefur nokkru sinni lagt fram til vemdaðra vinnu- staða hér. Þeir sem til eru hafa allir verið reistir á vegum öryrkjafé- laga, svo sem Múlalundur, Vinnu- stofan Ás og tækni- og saumastofa Öiyrkjabandalags íslands. En vemduðu vinnustaðimir í Reykjavfk fullnægja hvergi þörf- inni. Það er verið að skammta fólki vinnu eins og á kreppuárunum. Margir fá aðeins að vinna nokkrar vikur í einu og fólk er í rauninni að kvíða fyrir því allan tímann að þurfa að hætta aftur. Þetta ömggis- leysi er óþolandi. Sjálfsbjörg félag fatlaðra í Reykjavík hefur í hyggju að koma á fót vemduðum vinnustað og hefur þegar lagt talsvert fé í undirbúning. Það hefur hinsvegar ekki verið hægt að heíjast handa, þar sem ekki fæst fé úr framkvæmdasjóði fatlaðra, sem er skorinn niður ár eftir ár. Þama ætti Reykjavíkur- borg að leggja hönd á plóginn. Vestmánnaeyjabær er aðili að vemduðum vinnustað þar og sama er að segja um Akraneskaupstað, svo dæmi séu tekin. í fyrra var samþykkt í borgar- stjóm tillaga Alþýðubandalagsins þess efnis að götur borgarinnar verði færar fólki í hjólastólum og fólki m eð bamavagna, með því að setja fláa á gangstéttir, við gang- brautir og víðar. Verkið var mjög vel undirbúið á skrifstofu borgarverkfræðings og íbúar Hátúnstorfunnar nutu fyrst framkvæmdanna f ríkum mæli. En betur má ef duga skal og við vonum að sumarið verði notadijúgt til áframhaldandi framkvæmda. í stuttu máli, fatlað fólk vill komast um borgina sína, það vill geta valið sér húsnajði og atvinnu án annarra takmarkana, en fötlunin sjálf setur. Þær takmarkanir eiga ekki að vera utanaðkomandi. Margir hafa sjálfsagt fylgst með starfi vinstri meirihlutans í Kópa- vogi á yfirstandandi kjörtímabili. Þar hefur verið unnið markvisst að úrlausnum á sviði atvinnu-, félags- og ferilmála fatlaðra. Berum saman framkvæmdir Kópavogs og Reykja- víkur á þessu sviði. Þar verður hlutur Reykjavíkur örsmár. Þessu verðum við að brejda. Höfundur er forstöðumaður fé- lagsmáladeUdar Sjálfsbjargar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.