Morgunblaðið - 29.05.1986, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 29.05.1986, Blaðsíða 68
68 MORGUNBLAÐID, PIMMTUDAGUR 29. MAÍ1986 + ! i t I f I I I I t » I I Dagrún Boliingarvík: Dagrún með 150 lest- ir af grálúðu eftir hálfan þriðja sólarhring Bolungarvík. TOGSKIPIÐ Dagrún landaði hér nýlega um 150 lestum af grálúðu sem skipið fékk á aðeins tveimur og hálfum sólar- hring. Það eru hinir aflasælu skip- stjórar Víðir Jónsson og Há- varður Olgeirsson sem skiptast á um að fara með stjómina á Dagrúnu. Skipstjórí í þessari veiðiferð var Hávarður. Fréttaritari Morgun- blaðsins spurði hann tíðinda af þessum' skjótfengna afla. „O þetta er svosem ekkert merkilegt," sagði Hávarður. „Þetta er alltaf að gerast, en maður er kannski svolítið ánægðari núna, því við erum búnir að vera að elltast við þessa grálúðu síðan í byijun maí og maímánuður hefur alltaf verið besti mánuðurinn á þessari físk- tegund. Þennan afla fengum við á svo kölluðu Hampiðjutorgi, en það er svona 115 til 120 mílur héma frá Deildinni. Það gerði þama bara mok þegar norðaustanáttin gekk niður. En það er aldrei togað lengi þama ekki lengur en svona klukkutími og aflinn í hveiju togi var allbreytilegur hjá okkur. En við fengum tvisvar 30 tonna höl sem er feikigott á grálúðuslóð." Hávarður var spurður hvemig úthaldið hefði gengið á þessu ári. „Það er búið að vera mjög gott, raunar svo gott að maður hefiir eiginlega áhyggjur af áframhaid- inu, að þorskkótinn verði búinn fyrr en varir," segir hann. „Á þessu skipi er búið að afla 2100 lestir frá áramótum, og þar af hefur verið landað í gáma um 500 lestum. Hitt hefur farið til vinnslu í frystihúsinu. Við fengum úthlutað um 2100 lesta þorskkvóta þannig að við emm rúmlega hálfnaðir með hann. Ætli aflaverðmæti aflans frá áramótum sé ekki farið að nálgast Hávarður Olgeirsson i brúnni. 55 milljónir, en þá er ótalið það sem við höfum landað í svokallaða meltu. í hana fer slóg og annar úrgangur úr aflanum og það em orðnar um 300 lestir sem við höfum landað af slíku hráefni frá áramótum." Hávarður sagði að það væri kannski athyglisvert að það hefði verið landað úr skipinu í hverri einustu viku það sem af er þessu ári þannig að hér er ekki um langar veiðiferðir að ræða. — Gunnar Frettabréf úr Bjamarfirði: A Atak gert í bygg- ingu sundskýla við Gvendarlaug Bjamarflrði. SAUÐBURÐUR stendur nú sem hæst hér um sveitir nú þegar vika er eftir af maí. Nokkuð er um að arður af ám sé ekki alveg eins góður og búist var við. Þ.e. ekki eins mikið um tvílembur. Kannske eru væntingar bænda á stundum meiri en eðlilegt gæti talist. Aðeins bestu bú sem rekin eru af mikilli nákvæmni, skila þeim arði sem af þeim er ætlast. Ekki er enn hafín bygging sund- skýla við Gvendarlaug að Laugar- hóli. Að vísu hefír hreppsnefnd samþykkt að taka tilboði heima- manna um bygginguna, en á ein- hveijum atriðum virðist standa. Þama er ekki aðeins um hags- muni sveitarinnar og hreppsfélags- ins að ræða, heldur einnig stærri hluta sýslunnar. Ekki var hægt að kenna sund í Gvendarlaug á síðast- liðnu ári, vegna skorts á sundskýl- um. Féll því niður sundkennsla við Ijóra skóla í sýslunni. Hafa nú Hólmavíkurhreppur og Kaldrana- neshreppur brugðist við með því að leggja fram 250 þúsund krónur hver, til þessa máls, úr sýslusjóði voru veittar 30 þúsund krónur á síðastliðnu ári, á fjárlögum hinsveg- ar 155 þúsund krónur. Með þessu ^ármagni mætti komast langt með byggingu skýlanna. Hæfir menn hafa gert bindandi tilboð í verkið og verði hafíst handa næstu daga, mætti jafnvel ljúka því svo sund- kennsla gæti hafíst að nýju í haust. Því þótt vorhretin séu oft bitur hér, geta haustin verið góð, og þá má nýta tímann til sundiðkana og annarra íþrótta. Nú er hafist handa um að bera ofani veginn milli Bjamarljarðar og Drangsness. Þar er um að ræða vegarhlutann milli Kaldrananess- bæjanna og Drangsness. Er þetta vegabót sem beðið hefír verið með óþreyju um áraraðir. Styttir hún vegferð Bjamfírðinga í næstu mjólkurbúð um 10 kílómetra, eða meir. Því miður var mér tjáð af umdæmistæknifræðingi Vegagerð- arinnar að hér væri aðeins um venjulegt vorviðhald að ræða, en engin varanleg uppbygging vegar- ins stæði til. Bjamfírðingar sækja verslun ýmist að Hólmavík, eða á Drangs- nes. Gróft reiknað em 20 kílómetrar til Drangsness, en 30 kflómetrar til Hólmavíkur. Að vísu verslar Kaup- félag Steingrímsfjarðar á báðum stöðum, en öllum er ljós sú stað- reynd hversu mikil hagsbót það væri að hafa tryggan veg til Drangsness. Það verður hinsvegar að segjast eins og er, að vegurinn þangað hefur oftar en ekki orðið að teljast á mörkum þess að vera bflfær fyrir alla bfla. Hveiju um er að kenna, að hér fæst ekki bót á skal ósagt látið. En staðreyndin blasir við, betri vegur fæst ekki þama á milli. Kannske eiga Bjam- firðingar ekki betra skilið. Nú, en öll él birtir upp um síðir. Vorhretið er á undanhaldi, og kann að vera að nýr vegur verði kominn hér um allt fyrir aldamótin. Þá væri heldur ekki verra, að sundskýli yrðu byggð áður en Strandamenn fæm að teljast ósyndir. Fréttaritari Skarfurinn á Geilo SVALA Ólafsdóttir hafði samband vegna fréttagreinar sem birtist í Fólk í fréttum hinn 28. maí: Skarf- urinn á Geilo, íslenskur veitinga- staður í norsku skíðalandi. Vildi Svala að fram kæmi að það hefði ekki verið að fmmkvæði hennar eða Sigurðar að grein þessi birtist. Greinin er þýddi úr norska blaðinu Nationen. WNLÁNASJÓÐUR breytt útlánakjör Sjálfstæðisfélagið á Vopnafirði: Nýir menn í framboði og breyttar áherzlur Frá og meö 15. maí 1986 kom til framkvæmda breyting á útlánakjörum lönlánasjóðs og eru þau sem hér segir: Vélalán undir kr. 700.000,00 og byggingalán undir kr. 5.000.000,00 bera 6.5% vexti og eru bundirvlánskjaravísitölu. Vélalán yfir kr. 700.000,00 og byggingalán yfir kr. 5.000.000,00 bera 8.0% vexti og eru bundin gengi SDR. Lán til vöruþróunar og markaðsleitar bera 5.0% vexti og eru bundin lánskjaravísitölu. Frá og með samadegi varð samsvarandi breyting á útistandandi lánum, þarsem ákvæði skuldabréfa heimila slíkt. IÐN LÁIMASJÓÐU R Vopnafirði. FÉLAG sjálfstæðismanna á Vopnafirði hefur um árabil átt tvo fulltrúa í sveitar- stjórn. Félagið býður nú fram nokkuð breyttan lista frá því sem verið hefur undanfarin kjörtímabil. Einnig hefur all nokkur breyting orðið á áherzluatr- iðum í stefnuskrá félagsins og má þar nefna atriði eins og atvinnumál, hafnarmál og dagvistunar- og skóla- mál. Eru þetta að mati sjálf- stæðismanna hvað mest aðkallandi mál nú á næs- tunni. Listi sjálfstæðismanna á Vopnafírði er þannig skipaður: Hilmar Jósefsson, verkstjóri, Þórður Helgason, framkvæmda- stjóri, Björn Bjömsson, bifvéla- virkjameistari, Heiðbjört Bjöms- dóttir, húsmóðir, Helgi Þórðarson, verkamaður, Þórdís Jörgensdóttir, verslunarmaður, Rúnar Valsson, lögregluvarðstjóri, Ásta Ólafs- dóttir, bankastarfsmaður, Guðjón Jósefsson, bóndi, Þóroddur Áma- Þórður Helgason. Bjöm Björasson. Heiðbjört Helgi Þórdis Rúnar Björasdóttir. Þórðarson. Jörgensdóttir. Valsson. son, bifreiðastjóri, Sveinn Karls- Stefánsson, bóndi, Alexander son vélvirkjameistari, Siguijón Ámason, rafvirkjameistari. Ámason, rafvirkjameistari, Guðni — BB. j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.