Morgunblaðið - 29.05.1986, Side 13

Morgunblaðið - 29.05.1986, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 1986 13 „Einræði Davíðs“ eftir Sólveigv Pétursdóttur Lýsandi dæmi um málefnafátækt vinstri manna fyrir þessar borgar- stjómarkosningar, er tal þeirra um einræði Davíðs Oddssonar í Reykja- vík. I Stjómarfarsrétti Ólafs Jóhann- essonar segin „Lengi framan af vom bæjarfógetar jafnframt fram- kvæmdastjórar bæjarstjóma. Nú kjósa bæjarstjómimar hins vegar sérstakan mann til að hafa á hendi aðalframkvæmdastjóm bæjarfé- lagsins. Nefnist hann bæjarstjóri, en í Reykjavík borgarstjóri. Er hann kjörinn til fjögurra ára í senn. Bæjarstjóri hefur á hendi fram- kvæmd ákvarðana þeirra, er bæjar- stjóm gerir og í bæjarmálefnum yfírleitt. ■ Hann á sæti á fundum bæjarstjómar og bæjarráðs, en atkvæðisrétt á hann eigi, nema hann sé jafnframt kjörinn bæjar- fulltrúi.“ Ópólitískur borgarstjóri Þetta er mergur málsins; ef borgarstjóri er pólitískur, þá em öll völd raunvemlega frá honum tekin. Þetta sést best, ef litið er til kjörtímabilsins 1978-1982, er vinstri flokkamir vom í meirihluta. Sá borgarstjóri, er þeir réðu, lagði aðeins fram 2 tillögur og náði hvomg fram að ganga. Davíð Oddsson er framkvæmdastjóri þess fyrirtækis, sem Reykjavíkurborg er. Hann fær sitt vald frá kjósendum og ber ábyrgð gagnvart þeim. Það hlýtur að teljast sjálfsögð krafa, að efsti maður á framboðslista þess flokks, sem flest atkvæði hlýtur, verði æðsti yfirmaður borgarmál- efna. Hvert atkvæði skiptir máli Þeir, sem em fylgjandi slíkri kröfu, verða hins vegar að nýta kosningarétt sinn. Það er ekki nægilegt að líta á tölur í skoðana- könnunum og hugsa með sér, að eitt atkvæði skipti engu máli til eða frá og fá sér síðan blund. Við skulum minnast þess, að skömmu fyrir borgarstjómarkosningar 1978 var eitt dagblað landsins með skoð- Tveggja. alda sýn: Sýning Þjóð- dansafélags Reykjavíkur í TILEFNI 35 ára afmælis Þjóð- dansafélags Reykjavikur og 200 ára afmælis Reykjavíkurborgar efnir Þjóðdansafélagið til vEg- legrar afmælissýningar í Gamla bíó fimmtudaginn 29. maí kl. 20.30. Á sýningu þessari verða færðir upp nokkrir dansar er sýna hluta þeirrar danshefðar sem ríkt hefur hér á landi sl. 200 ár, ekki síst í Reykjavík. Yfírlit þetta spannar fyrst og fremst gömlu dansana og fyrirennara þeirra, söngleikina og dansa frá því um og eftir aldamótin 1800. Þá verður gefíð örlítið sýnis- hom af endurvakningu vikivaka og söngdansa á ámnum milli stríða og eftir 1950. Félagar úr Dómkómum aðstoða við söng og syngja nokkur íslensk þjóðlög. Þá hefur verið leitað til nokkurra eldri borgara sem hafa stundað gömludansaböllin í nokkra tugi ára og gera reyndar enn til að sýna gömul og ný tilbrigði í gömludönsunum. Einnig hefur verið leitað til þekktra dansara eins og Sæma Rokk og Diddu. Miðasala hefst f Gamla bíó fímmtudagkl. 17.00. (Fréttatilkynning). anakönnun. Sýndi hún fram á það, að Sjálfstæðisflokkurinn myndi halda góðum meirihluta; raunin varð önnur. Þá vöknuðu margir upp við vondan draum. Meirihlutinn tapaðist með 58 atkvæðum. Af þessu sést, að hvert atkvæði getur skipt sköpum. Falleg hugsun, en ekki raunhæf Loforð vinstri flokkanna um stórátak í einstökum baráttumálum felur í sér fallega hugsun, en hún er ekki raunhæf. Hvar á að taka fé til þessara framkvæmda? Á að leggja niður malbikun gatna, hita- veituframkvæmdir, holræsagerð, umhverfísfegrun ofl.? Það er af- leitt, þegar frambjóðendur vinstri flokkanna sjá ekki skóg- inn fyrir tijánum. Að sjálfsögðu þarf að sinna öllum þessum mála- flokkum. Hitt er svo aftur annað mál, að þeim má sinna eftir vissri forgangsröð í samræmi við þróun þjóðfélagsins og þarfír íbúanna. Þetta hefur Sjálfstæðisflokkurinn ávallt haft að leiðarljósi og reynslan sýnt, að það kunna kjósendur að meta. Lýðræði en ekki einræði Ef þú, kjósandi góður, vilt kom- ast hjá því, að íbúðin þín verði tekin leigunámi, en sú tillaga kom fram á valdatíma vinstri flokkanna. Ef þú vilt komast hjá því, að fá yfír þig 7 borgarstjóra, eða þaðan af fleiri. Og ef þú vilt forðast hugsan- legar erlendar lántökur til að vinstri Sólveig Pétursdóttir menn geti staðið við stóru orðin, þá veitir þú Sjálfstæðisflokknum, og þar með Davíð Oddssyni, brautar- gengi í borgarstjómarkosningunum „Við skulum minnast þess, að skömmu fyrir borg-arstj órnarkosning- arnar 1978 var eitt dagblað landsins með skoðanakönnun. Sýndi hún fram á það, að Sjálf stæðisf lokkurinn myndi halda góðum meirihluta; raunin varð önnur. Þá vöknuðu margir við vondan draum. Meirihlutinn tapaðist með 58 at- kvæðum.“ þann 31. maí nk. Það er lýðræði, en ekki einræði. Höfundur er lögfræðingur og skipar 19. sæti á borgarstjómar- lista Sjilfstæðisflokksins iReykja- vik. Mímir MÁLASKÓLI RIT ARÁSkÓLÍ Enskuskóli æskunnar er fyrir börn á aldrinum 8—12 ára og starfræktur á veg- um Málaskólans Mímis. Námskeiðið sem við kynnum hér stendur yfir í tvær vikur og hægt er að velja á milli fjögurra þyngdarstiga. Ef þið viljið bæta árangurinn í skólan- um (hver vill það ekki?) eða skilja textana við popplögin er enska lykilorðið. Lærið enskuna á nýjan og skemmtileg- an hátt með enskum kennara í Ensku- skóla æskunnar. Enska Enska Byrjendaflokkur — þar sem eru tekin fyrir grundvallar- atríði enskunnar. Takmarkið er að bömin skilji og geti sagt einfaldar setningar, fyrirspumir og skipanir. Fyrir þá sem hafa undirstöðuþekkingu í ensku. Eftir nám- skeiðið eiga þátttakendur að geta rættt um sín áhugamál og sagt ffá sinni reynslu. Enska Enska Fyrir þá sem skilja og geta sagt einfaldar setningar. Eftir námskeiðið eiga þátttakendur að vera færir um að tjá sig um sfnar þarfir og geta rætt daglega hluti á einfaldan hátt. Fyrir þá sem kunna ensku en vilja viðhalda kunnáttunni og bæta við orðaforðann. 2. júní — 13. júnf og 16. júní— 30. júní I BREIÐHOLTI í VESTURBÆ UPPLÝSINGAR OG INNRITUN 10004/21655

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.