Morgunblaðið - 29.05.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.05.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 1986 23 gengum niður að fyrirhuguð- um byggingarstað. Jú, svei mér þá, það var tekið mark á okkur og hætt við þetta fyrirhugaða stórhýsi sem hefði dregið að sér umferðina svo ekki hefði verið líft í hverfinu. HÚRRA. En hvað skeður svo? Fyrir- varalaust og án nokkurra at- hugasemda er stórverslunin Mikligarður (Stóra hryllings- búðin) opnaður. Upphófst þá mikið húllumhæ hér á Holta- veginum, ekki bara frá 9-5 mánudag til föstudags heldur 9-7 virka daga og 9-4 laugar- daga og mikið þarf þetta stóra fyrirtæki af vörum svo nú öskra stóru flutningabilarnir við eldhúsgluggann minn og Holtavegurinn gefur Lauga- veginum ekkert eftir hvað bíla- umferð varðar. Því miður bætt- ist enn eitt við þvi sjaldan er ein báran stök. Friðsæl hár- greiðslustofa sem var á horninu á móti húsinu mínu hætti starf- semi og sjoppa kom i stað hennar, fín sjoppa með ham- borgurum og kjúklingum að ógleymdu gosi og öllu þvi sæl- gæti sem nöfnum tjáir að nefna. Bilstjórar stóru bílanna sáu þetta auðvitað og notfæra sér þjónustuna og leggja þá bílunum sinum á hornið fyrir utan svona rétt á meðan þeir fá sér í svanginn. Geta nú allir séð að útsýnið er ekki upp á marga fiska fyrir akandi og gangandi svo ég tali nú ekki um börnin en Holtavegurinn liggur bæði að Langholtsskóla og Þróttheimum. Já, nú voru góð ráð dýr. Ég hringdi í Gatnamálastjóra í fyrra og talaði við fulltrúa hans. Sagði hann að ekkert væri hægt að gera til þess að draga úr þvi að bílum væri lagt á hornið, ekkert mark væri tekið á skiltum um að bílastöð- ur væru bannaðar, það eina sem ég gæti gert væri að biðja sjoppueigandann um að reyna að bægja bOunum frá. Síðan hefur sjoppan skipt um eigend- ur og ungu stúlkumar sem afgreiða þar hafa að sjálfsögðu annað þarfara að gera en að fæla bílana frá þvi þá vilja kúnnarnir gjaman fylgja með. Ég skora þvi á borgarstjóra að reyna að bæta þetta óviðun- andi ástand og spyr hann að þvi hvort ekki megi setja hraða- hindrun á Holtaveginn og hand- rið fyrir framan sjoppuna þvi þar er breið gangstétt sem ungu bilstjóramir hika ekki við að leggja drekunum sinum upp á. Ástandið er sem sagt mjög slæmt. Má ég eiga von á úrbót? Svo einföld er spuming min eftir allan þennan formála. Með fyrirfram þakklæti til Daviðs, borgarstjóra, og Morg- unblaðsins. Svar: Það var vinstri meirihlutinn í borgarstjóm, sem _ ákvað hvort tveggja; stórhýsi SÍS við Sundin og stórmarkaðinn Miklagarð. Vegna öflugra mótmæla borgar- búa var hætt við fyrri ákvörðun- ina, en vinstri menn heimiluðu Miklagarð til bráðabirgða og settu um það mjög ákveðin tímamörk. Þau mörk hafa verið rýmkuð, en miðað við hin upprunalegu tíma- skilyrði vinstri borgarstjómarinn- ar, ætti ekki að vera um það mikill ágreiningur, að Sundahafn- arsvæðið er ekki framtíðarstaður fyrir svona starfsemi. Um hina beinu spumingu bréf- ritara er það að segja, að í borgar- ráði er nú verið að fjalla um tillögu umferðarráðs um hraðahindmn á Holtavegi og hef ég raunar svarað því áður. Nýjar reglur um stöðu stórra bíla em að ganga í gildi og bæta vonandi ástandið, en ég mun láta kanna, hvort rétt þykir að setja handrið það sem bréfritari talar um. Baldurshagi — Hólms- land Stefán Jónsson, Aðalstræti 6, spyn Hjá Baldurshaga og í Hóhns- landi við Geitháls eru allmargir sumarbústaðir. Sumir þessara bústaða eru ársíbúðir. Borgin hefur veitt þvi fólki sem þarna býr ýmsa þjónustu, svo sem lagt þangað rafmagn, sorphreinsun, strætisvagnaferðir og skólabQ. Hvernig stendur á þvi að við, sem þarna erum meira og minna og aðrir allt árið, höfum ekki fengið neysluvatn frá vatnsveitunni? Megum við, sem hér eigum hlut að máli eiga von á heilnæmu vatni í krana okkar á næstu mánuðum verðir þú áfram borgarstjóri? Svar: Það er mjög dýrt að tengja þessi hús við vatnsveitukerfíð, bæði vegna fjarlægðar og vegna þess hve hús þau, sem um ræðir standa dreift. Neysluvatnsþörf þessara húsa er miklu ódýrara að leysa með því að bora eða grafa eftir vatni á staðnum. Að sjálf- sögðu vona ég, að þessi mál leys- ist á viðunandi hátt, en ég sé því miður ekki, að það geti orðið þannig, að borgin leiði þangað vatn frá Vatnsveitu Reykjavíkur. Athafnasvæði Björg- unarhf. Sigurður Guðmundsson, Funafold 75, spyr: a) Hvernig stendur á því að farið er að úthluta lóðum fyrir vestan Gullinbrú á sama tíma og úthlutunum er ekki lokið austan megin? Verður þetta ekki tU þess að fullfrágangi hverfisins austan við Gullinbrú seinkar? Svar: Eftirspum eftir lóðum hefur verið mjög breytileg frá ári til árs. Á árinu 1984 var t.d. úthlutað mun fleiri lóðum en gert var ráð fyrir í ljárhagsáætlun. Þá voru t.d. örfáar lóðir eftir i 1. áfanga austan Gullinbrúar og neðan Fjall- konuvegar en til viðbótar var út- hlutað um 50 lóðum ofan Fjall- konuvegar. Það hefur verið stefna núverandi meirihluta að hafa framboð lóða meira en eftirspum. Því var ákveðið að gera hluta svæðisins vestan brúar bygging- arhæfan. Ekki stendur til af hálfu Reykjavíkurborgar að breyta áætlun um frágang svæða austan Gullinbrúar þótt byrjað sé að út- hluta vestan hennar. Svæðið aust- an brúar en neðan Fjallkonuvegar er nær fullúthlutað og sýnist mér sem meiri áhugi umsækjenda sé eftir lóðum þar en vestan brúar- innar. b) Fyrirtækið Björgun er með athafnasvæði gegnt nýja hverfinu í Grafarvogi. Þar er oft unnið allan sólarhringinn og starfseminni fylgir hávaði og mengun. Þess vegna vil ég spyija borgarstjóra hvort hér sé um að ræða framtíðarsvæði fyrir fyrirtækið. Svar: Athafriasvæði Björgunar er á hafnarsvæði og ekki fyrirhugað að breyta því, enda hefur þetta svæði verið sýnt sem hafnarsvæði á skipulagi um árabil. Hins vegar er sjálfsagt að beina athugasemd og ósk um úrbætur til forráða- manna Björgunar. Leikvöllurinn við Granaskjól Sigurður Hallgrímsson, Granaskjóli 24, spyr: í Granaskjóli er barnaleik- völlur sem aldrei hefur verið gengið frá. Rauðamöl og gijót er á Ieikvellinum svo börn geta ekki nýtt sér leiksvæðið og leika sér þvi á götunum í stað- inn. Stendur ekki til eftir öll þessi ár að ganga frá þessum leikvelli svo íbúar hverfisins geti verið óhræddir um börnin sín. Svar: Leikvöllurinn við Granaskjól verður lagfærður og settur í stand. Það verður gert núna á næstu dögum. Hljóðmúr við Jaðarsel Guðmundur Pétursson, Kleifarseli 39, spyr: Skv. núgUdandi skipulagi Reykjavíkurborgar er gert ráð fyrir að gangstígur við Jaðarsel á kaflanum milli Kleifarsels og Klyfjasels liggi norðanvert (neðan) við Jaðarsel. Þarna var íbúum við Kleifarsel lofaður „hljóðmúr" þegar þeir unnu að deiliskipulagi með fulltrúa Reykjavíkurborgar. Spurning: VUt þú beita þér fyrir að gangstigurinn verði felldur niður á þessum kafla og „hljóðmúrinn“ við Jaðarsel á kaflanum milli Kögursels og Klyfjasels fái að halda sér að Kleifarseli? Þetta yrði veruleg- ur sparnaður fyrir Reykjavík- urborg. P.s. Hvenær má ætla að framkvæmdum á þessum kafla ljúki? Svar: Varðandi fyrirspum íbúa við Kleifarsel 1-47 um hljóðmúr og gangstíg við Jaðarsel milli Kleif- arsels og Jaðarsels, skal tekið fram að samkvæmt upprunalegu skipulagi var gert ráð fyrir bæði gangstíg og hljóðmúr á þessu svæði. Þar sem það er eindregin ósk íbúanna að umræddur gang- stígur verði felldur niður mun ég beita mér fyrir því að það verði gert enda verður þá fyrirhugaður gangstígur sunnan Jaðarsels gerður með tilliti til þess. Framkvæmdir við hljóðmúrinn ættu að geta hafist mjög fljótlega. Símatími fyrir unga kjósendur FRAMRJÓÐFVD VR SJÁI.FS TÆBISFV OKKSIIVS Frambjóðendur Sjálfstæðisflokks- ins bjóða ungum kjósendum upp á símaviðtalstíma í kvöld fimmtudag- inn 29. maífrá kl. 19.00 til22.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.