Morgunblaðið - 29.05.1986, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 29.05.1986, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MAÍ1986 Vilji Akureyringa semþarf erallt eftir Tryggva Helgason Eftir fáeina daga fá Akureyring- ar tækifæri til þess að velja nýja menn í bæjarstjóm Akureyrar og jafnframt tækifæri til þess að kjósa meirihluta stjómarinnar af lista Sjálfstæðisflokksins og ieggja þar með leið að nýju framfara- og .uppbyggingaskeiði í sögu bæjarins, næstu fjögur árin. Þau bæjar- og sveitarfélög sem hafa notið forystu sjálfstæðismanna hafa að mörgu leyti borið af öðmm með betri og skynsamlegri rekstri og atvinnulíf hefír jrfírleitt verið þar þróttmeira en annars staðar. Fyrir síðustu sveitarstjómar- kosningar, árið 1982, vom miklar hræringar í mörgum víðsvegar um land og fólk fann þörf á einhveiju nýju, til þess meðal annars að hressa upp á rýmandi flárhagsaf- komu manna. Spmttu þá upp nýir flokkar, svo sem eitthvert kvenna- framboð hér á Akureyri, sem öllu ætlaði að „redda" ef það kæmi jcvenmönnum inn í bæjarstjóm. Margir virðast hafa haldið að hugsanlega væri eitthvert vit í þessum kvennalista og fékk listinn nægilega mörg atkvæði til þess að koma tveim konum í bæjarstjóm- ina. Þeir sem kusu þennan lista hafa sennilega talið að með því gæti myndast nýr meirihluti í stjóminni undir forystu sjálfstæðis- manna, en Framsókn og aðrir vinstri menn sem áður höfðu mynd- að meirihluta, myndu tapa og lenda í áhrifalausum minnihluta. En þess í stað gerðist það að Kvennaframboðið breytti sér í nokkurs konar hækju og skaut sér undir hinn fallna fyrrverandi meiri- hluta og gerði þar með Framsókn og vinstri sinnum kleift að halda áfram meirihlutaaðstöðu og ráða í bæjarstóm allt síðasta lq'örtímabil. Hafa Framsókn og vinstri menn því haft saman meirihluta í bæjar- stjóm samfellt síðustu tólf ár. Afleiðingamar af þessu öllu saman urðu svo, eins og allir vita, eitt daufasta flögurra ára tímabil í sögu bæjarins. Hvar sem maður hittir menn á götu nú til dags er farið að tala um alvarlegt ástand, deyfð og doða, fólksflótta úr bæn- um og sumir tala jafnvel um Dauðadalinn, en þar mun átt við Eyjafjörðinn. Helstu áhugamál Kvennafram- boðsins virtust vera að fjölga bama- heimilum og beita sér gegn ál- vinnslu við Eyjafjörð. Menn geta svo reiknað út, hver fyrir sig, hvort ekki væri ólíklegt lífvænlegra héma við ijörðinn í dag, og trúlega tals- verð fólksfjölgun, ef 300 til 500 manns hefðu atvinnu beint og óbeint af álvinnslu og í öðrum at- vinnugreinum vegna vaxandi um- svifa. Þá væri hér enginn Dauðadal- ur. En Kvennaframboðið ákvað svo að bjóða ekki fram lista á ný, á árinu 1986, en þess í stað kemur nú fram nýtt framboð og býður fram lista, Flokkur mannsins. Þetta framboð boppar upp nú rétt fyrir kosningar og segist eiga að taka við af Kvennaframboðinu sáluga. Þetta nýja framboð virðist hafa lítið sem ekkert á sinni stefnuskrá og á hinum sameiginlega fundi flokk- anna sem var haldinn á Akureyri 11. maí 1986 virtist þetta framboð hafa ruglingslega afstöðu til hinna ýmsu mála og var helst að heyra að það væri á móti flestu, þar á meðal að það væri á móti því að álvinnsla kæmi við Eyjafjörðinn. Það má því ljóst vera að þetta framboð á ekkert erindi hingað til kjósenda hér á Akureyri. Það sem bærinn þarfnast nú öðru fremur — og byggðimar við Eyjafjörðinn — „Það sem bærinn þarfnast nú öðru frem- ur — og- byggðirnar við Eyjafjörð — er dugnr, framfarasókn og upp- bygging en ekki úrtölur og mótmælarugl.“ er dugur, framfarasókn og upp- bygging, en ekki úrtölur og mót- mælarugl. Kjósendur á Akureyri hafa ekki fram til þessa gefið Sjálfstæðis- flokknum meirihluta í bæjarsijóm og þar með gefíð þeim flokki tæki- færi til þess að sýna hvað hann getur áorkað til uppbyggingar og hagsældar fyrir bæjarbúa fái hann einn ráðið ferðinni. Menn ættu að hugleiða það vel, hvort það sé ekki virkilega þess virði að gefa sjálfstæðismönnum tækifæri til þess að sýna hvað í þeim býr og kjósa 6 fulltrúa af D-listanum, þegar menn ganga að kjörborðinu þann 31. maí næstkom- andi. Lítum til Reykjavíkur — það er engin tilviljun að Reykjavík eflist og blómgast. Það má fyrst og fremst þakka það forystu meiri- hluta sjálfstæðismanna í borgar- stjóm Reykjavíkur. Á síðasta kjörtímabili hafði Sjálf- stæðisflokkurinn fjóra fulltrúa af ellefu í bæjarstjóm Akureyrar. Til þess að ná hreinum meirihluta þarf því að ná inn sex fulltrúum af lista sjálfstæðismanna, eða tveimur fleiri en síðast. Það er því ljóst að það þarf mjög verulega fylgisaukningu nú, til þess að ná þessu takmarki, en þetta er hægt — vilji kjósenda er allt sem þarf. Eins og ávallt í lýðræðislegum kosningum er það kjósandinn sjálf- ur, frír og frjáls, sem leggur at- kvæði sitt á þá frambjóðendur sem hann treystir best fyrir sínum skatt- fjármunum, og metur um leið hæfasta til þess að stjóma vel í hinum ýmsu máium. Kjósendur, eyðið ekki atkvæðum ykkar á vinstri flokkana sem hafa valdið ykkur vonbrigðum æ ofan í æ — krossið við D-listann 31. maí 1986 — veljið flokk sem má treysta. Sameinumst til nýrrar sóknar fram á við og lyftum bæjarmálunum upp úr öldudalnum — gefum okkur sjálfum og bænum okkar nýtt tækifæri. Höfundur er flugmaður. HINN MANNLEGI ÞÁTTUR/Ásgeir Hvítaskáld Halló þú! Á laugardegi í rigningu hjólaði ég eftir hæðóttu og götóttu malbiki í átt að Hótel Loftleiðum. Minni för var heitið niður í Nauthólsvík. Ég var í mjög vondu skapi. Ætlaði að kíkja á bátinn minn. Það var það eina sem mögulega gat komið mér í gott skap. Þetta var í apríl og allt grátt í súld. Ég var klæddur í regngalla og í stígvélum á sjálfu keppnis- hjólinu. I tólf ár hafði ég setið við ntstörf og nú fannst mér að ég hefði ekkert komist. Ekkert nema vonbrigði, og einn stór útgáfusamn- ingur hafði nú farið út um þúfur. Allt var ómögulegt. Ég velti fyrir mér hver draumurinn hefði eigin- lega verið í upphafí. Ég sá vamarliðsþyrlu frá Kefla- víkurflugvelli út við gamla flugtum- inn, með hreyflana á fullu, græn hávær hlussa. Forvitin og leiðindin drógu mig þangað. Er ég kom þama að vom björg- unarsveitarbílar með aftanívögnum skammt frá. Stór flugvél hætti við lendingu. Skömmu síðar fór þyrlan að mjakast af stað út á flugbraut- ma. Nokkrir ungir flugmenn í leður- jökkum hímdu undir vegg g;amla flugtumsins. Einn þeirra sagði mér að flugvélin væri tínd, en neyðars- endirinn gæfí merki frá Ljósufjöll- um, 7 manns vom í vélinni; orsök ísing eða niðurstreymi. Nú sá ég að vagnamir vom undir snjósleðum. Þyrlan hóf sig á loft, hægt á móti vindinum, líkt og flugvél. Síðan flaug hún lágt út yfír úfið hafið og hvarf í rigninguna. Island er erfítt land að búa í, þar er allra veðra von. Ég hjólaði niður í Nauthólsvík og sá bátinn minn inni í girðing- unni. Hann var skemmdur eftir óveður um veturinn, gat á síðunni, brotið skjólborð, fímir mahoní-list- ar. Seglbretta-kofí hafði fokið í gegnum girðinguna og á bátinn minn. Þann dag hafði ég farið niður í klúbb á hádegi til að athuga, því veðrið var bijálað. Þá sá ég hvar kofa skrattinn, stór og þungur, var hægt að kremja bátinn. Eg sem hafði gengið svo vel frá öllu fyrir veturinn. Er ég hugsaði um þessa atburði varð ég enn leiðari en fyrr. Nú nennti ég ekki að opna hliðið og fara um borð, eins og til stóð, leggjast í koju og dreyma um hlýjan sumarvind. Mér fannst allt ómögu- legt. Ég lagði hjólið upp við vegg í von um að þar myndi ekki rigna á hnakkinn en rigningin feyktist um allt. Labbaði ofan í fjöm. Sumar- daginn fyrsta var alltaf rigning og súld, flesta siglingardaga þar á eftir líka. Stóð í sendnu flæðarmálinu upp við klett og horfði á litlar öldur reyna að ýfa sig. Já, helst þama í fjörunni leið mér vel. Stóð lengi og Ásgeir Hvítaskáld horfði á öldumar. Fann vindinn smjúga í gegnum hár mitt. Þama gat ég látið hugann reika. Æsku- draumurinn var kæfður, hristur í sundur af súld, þvermóðsku og heimsku. Mér fannst engin önnur lausn vera en sú að flytja til út- landa, til heitari landa þar sem sólin skín og vindurinn er hlýr. Ég hjóiaði áleiðis hejm og skapið hafði ekkert skánað. Á svona degi hefði ég viljað vera að smíða skútu í bílskúr, ég saknaði þess, þegar við smíðuðum öll kvöld og helgar framyfír miðnætti. En nú var það búið, báturinn stóð klár inni í girð- ingu. Þegar langanimar em orðnar að vemleika, langar mann ekkert lengur. Ég hataði að fara heim. Kærastan var ekki einu sinni heima. Hún var að undirbúa partý sem yrði um kvöldið. Og ég átti að fara út og hjóla til að komast í gott skap. Ég og hjólið nálguðumst gráu blokkina. Er ég kom inn úr dymnum á 7 hæð við bréf til mín á símaborðinu. Það var frá kæmstunni; mjög al- gengt. En þetta bréf var sérstakt. Þar var vitnað í ljóð eftir sjálfan mig. Hljóðaði svona: „Halló, þú. Já, ég er að tala við þig. Ég vildi segja þér frá sotlu sem ég geymi íhjartamínu. Hlustaðu á mig í augnablik, kannski skilur þú hvað ég er að reyna segja þér.“ Ég þekki strák sem mér þykir afar vænt um. Hann er uppspretta lífsgleði minnar. Hann yrkir stund- um ljóð og nú vil ég segja þér eitt ljóðið sem hann hefur ort. „Égfleygði steini í ljótan vegg. Veggurinn brosti. Ég fleygði steininum aftur og fastar. Þáhlóveggurinn. Næsta kastaði ég steininum af öllu afli, meðöllusemégátti. Þá hrundi veggurinn og ég sá sólina og víðáttumikil engi.“ (ÁH). Vonandi ertu endumærður eftir hjólatúrinn. Mér fínnst lífíð svo dapurt þegar þú ert svo leiður." Við þetta bréf hoppaði hjartað í mér. Mitt eigið ljóð, sem átti að hughreysta aðra, virkaði nú beint á sjálfan mig. þetta fannst mér klárt hjá henni og bréfið var fallegt. Ég lyftist upp úr súldinni og hugurinn fór að slá taktinn á ný. Skellti mér í bað. Fann gríska skyrtu inn í skáp. Fór svo út og keypti blóm handa konu minni. Safnaðarheimili Neskirkju: Kaffisala á kosmngadag ÞAÐ ER orðin hefð af áratuga iðkan að selja gestum og gang- andi kaffi og meðlæti í safnaðar- heimilinu á kjördegi. Og geta þar allir átt góð erindislok, hvað sem stjórnmálaskoðunum liður. Eins og jafnan áður er það kven- félagið sem hefur veg og vanda af veitingum, jafnframt því sem basar- homið verður á sínum stað með eigulegum munum á góðu verði. Þeir þeklq'a það velunnarar Nes- kirkju hvað konumar í kvenfélaginu hafa lagt ríkulega af mörkum um árin til kirkju sinnar og má eigin- lega segja að þær hafí lagt hönd að flestu á einhvem veg, sem varð til eflingar safnaðarstarfí og er að þessu sinni nærtækt að minna á sívaxandi starfsemi fyrir aldraða, sem nú orðið fer fram fjóra daga vikunnar yfír vetrartímann í safn- aðarheimilinu. Slík verk og önnur ámóta sem kvenfélagskonur bera hitann og þungann af verða seint fullþökkuð semskyldi. Ég heiti á vesturbæinga og aðra þá sem eiga taugar til Neskirkju að láta konumar fínna hlýleika og þakklæti fyrir störfín á laugardag- inn kemur, með því að fjölmenna að hlaðborðinu þeirra og njóta þess sem fram verður borið og styrkja um leið vaxandi og dýrmæt störf fyrir söfnuðinn. Kaffísalan hefst klukkan tvö á laugardaginn en tekið verður við munum á basarinn fimmtudag og föstudag frá kl. 17-19. Guðmundur Óskar Ólafsson COMBI CAMP er lausnln að vel- heppnuöu sumarleyfi, veiðiferö eöa heimsókn til fjarstaddra vina og vandamanna. COMBI CAMP er ein fljótlegasta lausnin á tjöldun er býöst. Aöeins 15 COMBI CAMP hefur trégólf í svefn- og íverurými er dregur úr jarökulda og raka. COMBI CAMP hefur góöa lokun ó öllum samskeytum vagns og tjalds er eykur enn ó notagildi viö erfiö skilyrði. COMBI CAMP er rúmur og þægilegur fjölskylduvagn er hentar vel til feröa- laga hvar sem er. COMBI CAMP er á hagstæöu verði og kjörum. Hafiö samband. Sjón er sögu ríkari. 404 Verð kr. 121.500 Staðgroitt Verðkr. 135.000 Staðgreitt COMBhCAIN/IP COMBICAMP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.