Morgunblaðið - 29.05.1986, Blaðsíða 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MAÍ1986
Er dagvistun aðeins
slagorð fyrir kosningar?
eftirSelmu
Júlíusdóttur
Svo leng^i má brýna deigt jám
að bíti um síðir. Það á við um mig
nú. Ég ætla að standa upp á aftur-
fætuma og leggja orð í belg. Um
hvað? Um dagvistun bama og
stjómmálafokkana. Aðalsiagorð
þeirra fyrir allar kosningar em hróp
um fleiri dagheimili og talið er upp
með miklum Qálgleik hve mörg
dagheimiii em reist í stjómartíð
hvers.
Seima Júlíusdóttir
Kristín Á. Ólafsdóttir hefur látið
sig dreyma framtíðardrauma í DV
21. maí um að Kennaraháskóla ís-
lands verði breytt í verðbréfamark-
að og vídeóleigu. Kannski gæti
draumurinn breyst í hólfaðan
geymslu- og uppeldisstað fyrir
böm, þar sem nýjustu tækni og
vísundum væri beitt og fullkomnir
„Við skulum stinga við
fæti hart og krefjast
þess að þessi mál verði
ekki lengur yfirborðs-
slagorð stjórnmála-
manna.“
tölvuvæddir róbótar væra aðal
uppalendumir en í fullkomnum
stjómklefa sætu háskólamenntaðir
tölvufræðingar sem kynnu vel að
stjóma öllum herlegheitunum. Að
sjálfsögðu væra heimilin misjafn-
lega ríkmannléga búin en allavega
mundi ekki þurfa að hafa níu böm
í blokkaríbúð. Nei. Allar íbúðir
væra auðar 8—10 tíma á sólarhring
og fólkið væri eitthvað þarfara að
gera en að basla við að hanga yfír
bömunum sínum eða annara. Já
stórt er hugsað eða hvað?
Eigum við ekki að taka höndum
saman sem höfum haft það að
aðalmarkmiði að hugsa fýrst og
fremst um einstaklinginn, bamið.
Við sem áiftum að heimilið sé besti
kosturinn fyrir bamið og að foreldr-
amir geti í flestum tilfelium gefíð
bami sínu besta veganestið út í lífíð.
Rétt er það að þjóðfélag okkar
hefúr tekið miklum breytingum á
stuttum tíma og mjög margir geta
ekki og í sumum tiifellum hafa eki
áhuga á að vera heima í uppeldis-
störfum. Þá er ekki annað að gera
Kostnaður við hvert barn á mánuði 1985
en að taka þessum breytingum og
athuga frá granni hvað sé best fyrir
bamið. Þið tókuð rétt eftin Fyrir
bamið. Það er eini punkturínn sem
á að ganga út frá. Að sjálfsögðu á
einnig að hugsa um foreldrana og
reyna að skapa þeim bestu mögu-
legar aðstæður til að persónuleiki
þeirra njóti sín en alls ekki á kostn-
að bamsins sem ekki hefur kost á
að bera hönd yfír höfuð sér.
Það er kominn meira en tími til
að lagt sé f kostnað til að athuga
hvar við eram á vegi stödd í dagvist-
unarappeldi í dag. Kannski vita
stjómmálaflokkamir ekki að milli
350 og 400 konur bara í Reykjavik
reka dagvistun á einkaheimilum.
Alla vega er ekki minnst á það í
kosningaslagnum nema þá sem
skrítnar niðrandi athugasemdir.
Hversvegna?
Ég persónulega er stolt af því
að heimili mitt er opið bömum frá
útivinnandi foreldrum og stolt af
að allir á mfnu heimili hlynna eins
vel að þeim og í okkar valdi stend-
ur. Ég er búin að vinna við, að ég
heid, flesta þætti sem lúta að upp-
eldi bama í tuttugu og eitt ár og
tel mig hafa þar mikla starfsreynslu
og yfírsýn. Ég persónulega hef
komist að þeirri niðurstöðu að ég
hef miklu betri aðstæður til að
mæta þörfum bamanna á mínu
eigin heimili en á dagheimili. Aðrar
hafa aðra skoðun og ég ber einnig
virðingu fyrir því en óska eindregið
eftir að við sameinumst í að vinna
saman og fínna út hvað er best
fyrir bömin, og að dagheimili og
einkaheimli beri virðingu hvort fyrir
öðra. Við skulum stinga við fæti
hart og kreQast þess að þesi mál
verði ekki lengur yfírborðsslagorð
stjómmálamanna. Það er okkur til
mikillar minnkunar að taka þátt í
svoleiðis skrípaleik.
Ég vona að í allar borgar-, bæjar-
og sveitastjómir veljist það hæft
fólk að tekið verði á þessum málum
með skynsemi og virðingu fyrir
einstkalingnum og að eftir kosning-
ar verði tekið á þeim frá granni og
reynt að betrambæta alla þætti
þess.
Höfundur er dagmóðir.
Loforðin tíu
Orð og efndir sjálfstæðismanna í málum fatlaðara
eftír Tryggva Þór
Aðalsteinsson
Sjálfstæðismenn hafa sfðustu
vikumar gumað mjög af því að
þeir hafí staðið við loforð sín, sem
þeir gáfu borgarbúum fyrir síðustu
borgarstjómarkosningar. Annað
kemur á daginn þegar litið er á
einstaka málaflokka.
Á fundi sem Sjálfsbjörg efndi til
fyrir borgarstjómarkosningamar
1982 hér í Reykjavík, gerðu fram-
bjóðendur grein fyrir stefnu sinna
flokka í málum fatlaðra. Þar mætti
Markús Öm Antonsson fyrir hönd
Sjálfstæðisflokksins og lagði fram
stefnu flokksins á Qölrituðu blaði,
f 10 liðum um málefíii fatlaðra,
auðvitað í bláum lit, skreytt með
ránfuglinum, merki flokksins, og
skýram störfum, X-D, f hægra
hominu.
Samráð
Í fyrsta lagi kemur þar fram að
Reylqavíkurborg taki upp víðtækt
samstarf við féiagasamtök sem
vinna að málefnum fatlaðra. Hvem-
ig hefur verið staðið að þessu?
Ekkert samráð. Nefnd sem starfaði
á áranum 1978 til 1982 og skipuð
var fulltrúum bæði frá borginni og
samtökum fatlaðra var í reynd lögð
niður. Eina „samráðið" er fundur
sem borgarstjórinn boðaði til fyrir
fáum dögum í Höfða nú rétt fyrir
kosningar til þess að fjalla um þessi
mál. Auðvitað kom þar fram hvað
margt er óunnið og Iítið hefur
þokast fyrir tilstilli meirihluta borg-
arstjómar Reykjavíkur síðustu flög-
ur árin.
Eftirlit
í öðru lagi gerði stefna Sjálfstæð-
isflokksins fyrir Qóram áram ráð
fyrir því að „hjá Félagsmálastofnun
verði sérstakur fulltrúi, sem verði
eftirlitsaðili með aðgerðum borgar-
innar um málefni fatlaðra“. Enginn
hefur þetta verkefni sérstaklega.
Enda varla þörf í ljósi þess að
gerðir borgarinnar f málefnum fatl-
aðra era nánast engar.
Skipulag bygging-a
í þriðja lagi átti samkvæmt
stefnu Sjálfstæðisflokksins að taka
fullt tillit til sérþarfa fatlaðra varð-
andi skipulag bygginga og fleira.
Þeir þekkja það, sem til að mynda
nota hjólastól, að sama og ekkert
hefur verið gert í þessu sambandi.
Eitt sorglegasta dæmið um tillits-
leysi borgaryfírvalda í garð fatlaðra
er félagsmiðstöðin í Frostaskjóli.
Þar er nýtt hús, sem er ætlað til
margs konar félagsstarfs borgar-
búa, ungra og gamalla. En ekki
fyrir fatlaða, því þar era langir
stigar fullkomlega ófærir hreyfí-
hömluðu fólki. Þetta er ef til vill
það sem íhaldið í Reykjavík kallar
„fullt tillit".
Ferðaþjónustau
í §órða lagi skyldi ferðaþjónusta
fatlaðra efld. Enginn nýr bíll hefur
bæst við síðan haustið 1982. Enn
þarf fólk að panta far með löngum
fyrirvara og enn era ferðimar
bundnar við Reykjavik, Seltjamar-
nes og Kópavog. Ef sá sem ætlar
að fara með bíl ferðaþjónustunnar
upp í Mosfellssveit, suður í Garðabæ
eða Hafnarfjörð, verður sá hinn
sami trúlega skilinn eftir á bæjar-
mörkum. Ferðaþjónusta nær ekki
lengra, því ekki hefur verið samið
um þessa þjónustu við öll nágranna-
sveitarfélögin.
Menntun
í fímmta lagi átti að taka
kennslumál til gagngerrar endur-
skoðunar. Það var þó ekki Reykja-
víkurborg, sem hrinti merkri nýjung
í skólamálum fatlaðra úr vör fyrir
u.þ.b. tveimur árum. Það gerðu
Rauði krossinn og Öryrkjabanda-
lagið ásamt Iðnskólanum með starfí
Skóla fatlaðra. Litlu munaði að
skólinn yrði lagður niður vegna fjár-
hagsörðugleika, sem samtökunum
tókst að leysa. Ékki vegna fjárfram-
lags frá Reykjavíkurborg. Þaðan
kemur enginn Qárstuðningur við
Skóla fatlaðra.
Tryggvi Þór Aðalsteinsson
Atvinnumál
í sjötta lagi skal minnt á atvinnu-
mál fatlaðra, eitt allra mikilvægasta
hagsmunamálið. Á Ráðningarskrif-
stofu Reykjavíkur er sérstök ör-
yrkjadeild. Aðeins hefur verið bætt
við 'h starfi þar þrátt fyrir brýna
þörf fyrir aukið starf deildarinnar.
En á loforðalista Sjálfstæðismanna
átti að auka þessa þjónustu og
könnun á möguleikum á atvinnu
fyrir fatlaða átti að hafa forgang.
Langur listi öryrkja á atvinnuleysis-
skrá Ráðningarskrifstofunnar ber
hins vegar vitni um að atvinnumál
fatlaðra hafa verið vanrækt af
íhaldsmeirihlutanum.
Eigið húsnæði
í sjöunda lagi lýstu Sjálfstæðis-
menn því yfir í þessari stefnuskrá
sinni að sérstök áhersla verði lögð
á að fatlað fólk geti eignast hentugt
eigið húsnæði. Hveijar era efndim-
ar? Það þekkja fatlaðir best sjálfír.
Þær eru engar. Það sem kallað er
„sérstök áhersla" í máli íhalds-
manna verður bókstaflega að engu
þegar til framkvæmda á að koma.
Þannig er hægt að halda áfram
að fara í gegnum þetta makalausa
plagg, stefnuskrá sjálfstæðismanna
í málefnum fatlaðra í Reykjavík,
fyrir kosningamar 1982, og bera
það saman við veraleikann.
Þá kemur í ljós að hugur fylgir
ekki máli. Orð era látin nægja á
fundi með fötluðum, fáum dögum
fyrir kosningar.
Þá og nú
í tíð vinstri manna 1978—82 var
ferðaþjónustu fatlaðra komið á.
Reykjavíkurþorg veitti 3 milljónum
króna til vemdaðra vinnustaða.
Allan tímann var reglulegt samstarf
á milli borgarinnar og samtaka
fatlaðra undir forystu borgarstjóra.
Þar var lagt á ráðin og tillögur
mótaðar, sem síðan voru lagðar
fyrir borgarstjóm. Það reyndist
farsælt og bar árangur. Þannig
framfylgir Alþýðubandalagið
stefnu sinni. Loforðin tíu, sem Sjálf-
stæðismenn kynntu fyrir 4 áram
vöktu vonir meðal fatlaðra. Sér-
staklega þegar þeir fengu síðan
vald til að uppfylla þau. En þegar
efndimar era svo fjarri loforðunum,
sem raun ber vitni hljótum við að
draga af þvi lærdóm, sem við skul-
um hafa í huga við kjörborðið 31.
maí.
Höfundur akipar 5. aæti G-listans
við borgarstjómarkosningamar í
Reykjavík.