Morgunblaðið - 29.05.1986, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.05.1986, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MAÍ1986 Þessi mynd er tekin við Södersjúkrahúsið í Stokkhólmi, þar sem hætt hefur verið móttöku sjúklinga vegna verkfallsaðgerða lækna og hjúkrunarfólks. Sömu sögu er að segja frá öðrum helstu sjúkra- húsum borgarinnar. Vinnudeilurnar í Svíþjóð: Verkbann boðað á 180.000járn- iðnaðarmenn Stokkhólmi. Frá Erik Liden og Pétri Péturssyni, fréttaritumm Morgunblaðsina. SAMBAND sænskra járnsmiðja boðaði á þriðjudag verkbann á samtals um 180.000 járniðnaðarmenn. Verði af verkbanni þessu, lamast mestöll iðnframleiðsla í Sviþjóð. Verkbannið er svar atvinnurek- enda við verkfallsboðun jámiðnað- armanna frá því á mánudag. Verk- fallið kemur til framkvæmda nk. þriðjudag, 3. júní, og mun taka til 17.000 jámiðnaðarmanna hjá 19 útflutningsfyrirtækjum. Verkbann- ið tekur gildi daginn eftir. „Nauðsynlegt var að grípa til Skákmótið í Bugojno: Miles með forustu Bugojno, Júgóslavfu. AP. BRESKI stórmeistarinn, Anth- ony Miles, hefur forustu eftir tvær umferðir á alþjóðlega skák- mótinu í Bugojno. Hann hefur hlotið 1 'h vinning, en hann gerði jafntefli við Lajos Portish frá Ungveijalandi í gær. Þátttakend- ur f mótinu eru átta sterkustu skákmeistarar heims, að undan- skildum heimsmeistaranum Kasparo v og er meðal ELO stiga- tala keppenda 2.631 stig. Anatoly Karpov, fyrrum heims- meistari, sem gerði jafntefli í fyrstu umferð við Boris Spassky, á vinn- ingslega biðskák við landa sinn Artur Yusupov og er því líklegt að hann muni deila fyrsta sætinu með Miles, þegar biðskákir hafa verið tefjdar. Önnur úrslit urðu þau að Ljubom- ir Ljubojevic frá Júgóslavíu gerði jafntefli við Spassky og skák þeirra Jan Timman frá Hollandi og Andrei Sokolov frá Sovétríkjunum fór í bið og er talin jafnteflisleg. þessarar ráðstöfunar, þar sem mikill hluti iðnrekstrarins hlýtur að stöðvast af völdum verkfallsins," sagði í tilkynningu, sem samband jámsmiðjanna lét frá sér fara, þegar þessi óvænta ákvörðun var kynnt síðla á þriðjudag. Ingvar Carlsson forsætisráð- herra sagði sama dag, að ríkis- stjómin hefði ekki uppi áform um að blanda sér í deiluna. Hann lagði áhersiu á mikilvægi þeirrar megin- reglu, að aðilar vinnumarkaðarins kæmu sér sjálfír saman um lausn á deilumálum sínum, en bætti við, að þeir yrðu jafnframt að bera ábyrgðina, sem því fylgdi. Skæruverkföllum vegna verk- bannsboðunar á háskólamenntaða ríkisstarfsmenn var haldið áfram á þriðjudag. Þar standa kennarar - og þó umfram allt nemendur þeirra - fremstir í flokki. Einkum eru burtfararprófsnemar áhyggjufullir út af ástandinu. Ef verkbannið kemur til framkvæmda að því er kennarana varðar, eiga nemendum- ir á hættu, að einkunnagjöf falli niður og þeir geti ekki sótt um skólavist til framhaldsnáms. Verkföll lækna og hjúkrunarfólks halda áfram og ná til fleiri sjúkra- húsa en áður. Ekki er nú unnt að taka á móti fleiri sjúklingum á þeim sjúkrahúsum, sem enn em opin. ERLENT Frakkland: „Viss um að forsetinn verður áfram ódeigur stuðningsmaður Andreis“ sagði Yelena Bonner eftir fundinn með Mitterrand París. AP. YELENA Bonner hitti Francois Mitterrand, forseta Frakklands, að máli á þriðjudag og sagðist vona, að eiginmaður hennar ætti eftir að öðlast frelsi með stuðningi hans og frönsku þjóðarinnar. Frú Bonner tjáði Mitterrand þakklæti sitt fyrir áheymina og sagðist vera „viss um að forsetinn verður áfram ódeigur stuðnings- maður Andreis". „Hlýlegar móttökur Mitterrands bera vitni um þá umhyggju og athygli, sem hann sýnir örlögum eiginmanns míns, og eru auk þess skýr vottur um afstöðu frönsku þjóðarinnar," sagði Bonner. Fyrr um daginn átti hún viðræð- ur við Jacques Chaban-Delmas, forseta franska þjóðþingsins, Jac- ques Chirac forsætisráðherra og þijá aðra ráðherra í frönsku ríkis- stjóminni. Aðstoðarmenn frú Bonner til- kynntu á þriðjudag, að vegna þreytu mundi hún sleppa fyrir- huguðum fundi sínum með Gro Harlem Bmndtland, forsætisráð- herra Noregs, og halda beint til London á miðvikudag til viðræðna við Margaret Thatcher forsætisráð- herra. Yelena Bonner heldur til Rómar á föstudag og ræðir þar við Fran- cesco Cosiga forseta, en á mánudag fer hún til Moskvu. Hún var spurð, hvemig henni væri innanbijósts, þegar komið væri að því, að hún héldi heim: „Því er langtífrá auðsvarað," sagði hún. „Mér þykir erfitt að skiljast við bömin mín, bamaböm og móð- ur, sem búa öll á Vesturlöndum, en á hinn bóginn hlakka ég til samfundanna við eiginmann minn. Ef hann væri ekki í Sovétríkjunum, færi ég þangað aldrei aftur.“ Þegar hún var spurð um heilsu Sakharovs, kvaðst hún hafa talað við hann í síma 15. maí og þá hefði hann verið við góða heilsu. „Hann sagðist vera að skúra gólfin og búa íbúðina undir komu rnína." Franskur blaðamaður hafði eftir henni ummæli, sem hún lét falla um heimferð sína í vinahópi á þriðjudag: „Þegar ég stíg út úr lestinni í Gorki og kyssi Andrei, þá verða KGB-mennimir þar með kvik- myndatökuvélar sínar. Og þegar við komum heim til okkar, verða þeir einnig allt um kring. Þetta er óbæri- legtilfínning." Mynd þessi var tekin, er Yelena Bonner, eiginkona sovéska andófs- mannsins Andrei Sakharov, gekk á fund Francois Mitterrand Frakk- landsforseta i gær. Bandaríkin: Ný kókaínblanda breið- ist út eins o g faraldur New York. AP. ÞAÐ ER kallað „crack“ á austurströnd Bandarikjanna og „rock“ á vesturströndinni. Nafngift þessi á við um reykjarhæfa kókaínblöndu og er talið að aldrei hafi svo vanabindandi eiturlyf verið selt á götum Bandarikjanna. Fyrir hina ríku er efnið nógu sterkt og hinir efnaminni hafa efni á að kaupa það. Þessi kókaín- blanda er að verða vinsælasta nautnalyfið í vesturheimi og er notað bæði í menntaskólum og fátækrahverfum. „Þrettán ár hef ég starfað á þessu sviði og ég hef aldrei séð neitt þessu líkt,“ segir Mark Ben- civengo, fíkniefnasérfræðingur við heilbrigðisstofnun í FTladelfíu: „Þetta er eins og faraldur." í Bandaríkjunum er starfandi sérstök símaþjónusta sem tekur á móti rúmlega 700 upphringingum aðframkominna fíkniefnaneytenda á degi hveijum. Fyrir ári hafði aldrei verið hringt í stofnunina vegna kókaínblöndunnar. Nú er um þriðjungur upphringinga vegna lyfsins. Lögreglan segir að kókaínsala hafi aukist vegna þessarar blöndu. í New York hefur kókaín yfirtekið helming af eiturlyfjamarkaðinum, í Dallas tvo þriðju og þijá fjórðu í Detroit. Efnið er sogað niður í lungu og eitrið fer með súrefninu í blóðið. Kókafnið nær til heilans á nokkrum sekúndum og áhrifunum lýsir einn notandi sem „rafmagnsstuði" sýnu kröftugra vímunni af kókaíni í nös. En ódáinslostinn hverfur eftir nokkrar mínútur og þá taka margir neytendur upp á því að fá sér annan skammt. Að lokum verður líkaminn ónæmur fyrir áhrifum kókaínblöndunnar og eftir situr fíknin. Bæði lögregla og efnafræðingar tala um sigur ólöglegra fíkniefna- framleiðenda: fyrir tíu til tuttugu dollara (ijögur til átta hundruð krónur) komast þeir í helgreipar fíkniefnisins, sem aldrei hefðu eftii á kókaíni í duftformi. Og það er bamaleikur að útbúa kókafn til reykjar. Fyrir utan kókafnið, sem venjulega er tekið í nefið, eru áhöld og efni til í hveiju eldhúsi. „Gijótið" er lagað með því að setja kókaínduft í hitaða blöndu. Þegar efnið harðnar er það brotið f örlitlar flfsar og selt. Talið er að „gijótið“ hafí fyrst komið fram á sjónarsviðið á vestur- strönd Bandaríkjanna í upphafí þessa áratugar. Seint 1983 varð vart við efnið í Bronx hverfínu í New York. Síðan þá hefur efnið breiðst út eins og sinueldur. Á götuhomum í New York, þar sem ungir menn í eina tíð seldu marijú- ana, standa nú táningar og bjóða „gijót“. Um tvö hundruð þúsund New York-búar og tugmilljónir manna um öll Bandaríkin hafa prófað lyfið. Á heilsugæslustöðvar koma nú flestir eiturlyfjasjúklingar eftir ofneyslu þessarar kókaínblöndu. Greinilegasta merkið um aukna neyslu „gijóts" eru sölustaðimir, sem sprottið hafa upp eins og gorkúlur. „í sumum hverfum eru fleiri söluhús en kirkjur og vín- búðir,“ segir Sterling Johnson, saksóknari New York í fíkniefna- málum. í þessum söluhúsum kaupa menn kókaínblönduna, leigja pípu og reykja efnið á staðnum. Þessi hús hafa verið borin saman við ópíumdyngjur bannáranna. Og þangað sækja þeir, sem engan samastað hafa til að reykja lyfið. Þar á meðal em táningar, sem enn búa í foreldrahúsum. Söluhúsin eru einnig algeng í Miami á Floridaskaganum. Ungt fólk fær nokkur hundruð dollara borgaða á dag fyrir að gæta hús- anna og ganga þar um beina. Ýmsar öryggisráðstafanir eru gerðar í þessum húsum dauðans. Þar eru brynvarðar útidyr, verðir bera sjálfvirk skotvopn og baðmull- arhnoðra vætta í sýru til að eyði- leggja sönnunargögn. Lögreglan í Los Angeles hefur komið sér upp sérstökum búnaði til að bijótast inn í stöðvar fíkni- efnasalanna. Stálplötur eru settar framan á tijádrumb og drumbinum komið fyrir á stórri lögreglubifreið. Þannig útbúnum er bifreiðunum ekið á fullri ferð á veggi söluhús- anna og drumbamir notaðir til að stanga göt á virki eiturlyfla- prangaranna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.