Morgunblaðið - 29.05.1986, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 1986
39
„Ætlum að nota
afþr eyingar efni
til að borga nið-
ur menninguna44
- segja forsvarsmenn Islenska
sjónvarpsfélagsins, Jón Ottar ^
Ragnarsson og Hans Kristján Arnason
UNDIRBÍJNINGUR stendur nú sem hæst hjá íslenska sjónvarpsfélag-
inu, en búist er við að útsendingar þess hefjist í september næstkom-
andi. Forsvarsmenn fyrirtækisins, þeir Jón Óttar Ragnarsson og
Hans Kristján Árnason, sögðu í samtali við Morgunblaðið, að stofn-
kostnaður sjónvarpsstöðvarinnar næmi um 25 milljónum króna og
sögðust þeir sjá fyrir endann á fjármögnun.
Þeir félagar sögðust hafa unnið að
skipulagningu stöðvarinnar sl. tvö
ár og m.a. heimsótt fjölda sjón-
varpsstöðva víða í Evrópu. Þeir
sögðust sækja sér fyrirmyndina
aðallega til Canal + í Frakklandi,
Kanal 2 í Danmörku og Telecine í
Sviss. Húsnæðismál stöðvarinnar
eru ekki ennþá komin á hreint en
valið stendur á millu fjögurra staða
og er verið þessa dagana að ganga
frá þeim málum.
Jón Óttar, hinn nýi sjónvarps-
stjóri, sagði að sent yrði út frá kl.
18.00 til kl. 1.00 eftir miðnætti alla
daga vikunnar. „Dagskráin verður
tvískipt. Fyrri hluta kvölds verður
ótrufluð útsending sem allir geta
náð á útsendingarsvæðinu eða á
suð-vestur homi landsins, allt frá
Keflavik til Akraness. Sú dagskrá
verður ijármögnuð með auglýsing-
um nákvæmlega eins og gert er í
íslenska sjónvarpinu. Sfðari hluta
kvöldsins verður útsendingin að
mestu trufluð og kemst eingöngu
til þeirra áhorfenda sem hafa sér-
staka móttökutölvu.
segir Jón Óttar, gert samning um
gervihnattaafnot frá Eutelsat sem
næst m.a. til íslands og nær þá efni
frá þremur sjálfstæðum dagskrám
sem sendar eru út í gegnum þann
gervihnött, Filmnet, Sky Channel
og Music Box. „Við viljum taka
skýrt fram að þótt fólk nái í þessum
dagskrám með diskum em stöðv-
amar erlendis óðum að tmfla sínar
útsendingar. Eigendur þeirra em
mjög ófúsir að selja einstaklingum
aftmflara. Hvorki Music Box né
Filmnet munu t.d. gera slíkt. Diska-
eigendur munu því ekki ná þessum
dagskrám." Þá er hluti af stöðvun-
um sem fyrirtækið hefur samvinnu
við á gervihnettinum Intelsat, sem
alls ekki næst með diskum, en hægt
er að fá efni þaðan á spólum ef
áhugi er fyrir."
„Við emm með nægt efni - það
er ekki vandamálið," sagði Hans
Kristján. „Ahorfendur verða bara
að velja og hafna. Markaðssjónar-
miðin verða að fá að ráða.
Við búumst við að ráða 12 til 15
Hans Kristján sagði að markmið
stöðvarinnar væri blönduð íjöl-
skyldudagskrá. „Við hyggjumst
kjmna dagskrána eftir einn til tvo
mánuði, en við munum hafa frétta-
tíma, framhaldsþætti og góðar kvik-
myndir - helst ekki eldri en tveggja
ára gamlar. Við höfum gert samning
við bandarísk-evrópska samsteypu
sem sér alfarið um kaup á kvik-
myndum fyrir okkar hönd en um
framhaldsþættina sjáum við sjálfír.
Síðan er ætlunin að fara út í inn-
lenda dagskrárgerð - við byijum
hægt og aukum hana síðar þegar
við erum orðnir vissir um að við
getum boðið fólki upp á 1. flokks
efni. Sums staðar erlendis eru stöðv-
ar skyldaðar til þess að vera með
ákveðið hlutfall af innlendri dag-
skrárgerð og fyrir bragðið er það
efni oft 2. og 3. flokks. Það er um
aðgera að byija smátt en gera vel.“
Islenska sjónvarpsfélagið hefur,
manns í sumar til vinnu og er stefn-
an sú að fá ungt og líflegt fólk
því vinnustaðurinn á fyrst og fremst
að vera skemmtilegur og frjálslegur.
Við réðum þó tækniráðgjafa fyrir
ári, Hörð Frímannsson, og kemur
hann til með að starfa áfram hjá
íslenska sjónvarpsfélaginu. Við
byijum með dagskrána í léttari
kantinum og sfðan viljum við auka
hlutdeild skemmtilegs menningar-
efnis, þ.e.a.s. menningarefnis sem
nýtur almennra vinsælda. Síðan í
samvinnu við aðra aðila viljum við
láta fara fram hlustendakannanir
til að geta metið hvaða efni er vin-
sælt hveiju sinni.
Við ætlum m.ö.o. að nota afþrey-
ingarefnið til að borga niður menn-
inguna. Þetta er hagstæðasti kost-
urinn að okkar mati við að fá nýtt
sjónvarpsefni án þess að notendur
þurfí að Qárfesta í rándýrum tækja-
búnaði.
Félagar í Góðtemplarareglunni ásamt pólska biskupinum sem kom hingað vegna fatasendinganna.
Pólski biskupinn er fimmti frá vinstri, en fyrir aftan hann er Arnór Hannibalsson sem var túlkur
hans. Ingþór Sigurbjörnsson er þriðji frá vinstri.
„Það stendur einlægt
gámur á hlaðinu hjá mér“
Ingþór Signrbjörnsson hefur séð um fata-
sendingar til Póllands í fjögur ár
Á VEGUM Góðtemplarareglunnar hafa verið send föt héðan til
Póllands á undanförnum árum og hefur Ingþór Sigurbjörnsson
málarameistari annast fatasendingamar að mestu leyti. Sending-
arnar hófust 1982 og var allt sent fyrst i pappakössum og pósti
með flugi, en undanfarið hafa fötin farið sjóleiðis i gámum. Fyrir
rúmum mánuði fóru t.d. þrir gámar fullir af fötum til Póllands.
„Gunnar í Volvo og starfsmenn
hans hlupu undir bagga með mér
og létu mér í té trékassa þegar
kostnaður við sendingamar var
orðinn óviðráðanlegur," segir
Ingþór. „Þetta hefur gengið vel,
en pólsk yfírvöld tóku þó eina
sendingu í sína vörslu um tíma.
Sendingin var skráð á nafn Dr.
Renötu Rimler læknis, en hún
veitir forstöðu bamaheimili 300
bama. í sendingunni voru per-
sónuleg bréf og myndir til heimil-
isins ásamt bamafotum, t.d. voru
300 pijónaðir bamabolir og jafn-
möig stór handsápustykkki í
sendingunni. Dr Renata fékk
þetta þó um síðir, bréf barst frá
félagsmálastofnun í borginni, en
þar stóð að óforsvaranlegt væri
að afhenda einni manneskju svo
stóra sendingu. Það var eins og
yfírvöldum væri ekki kunnugt um
að hún ræki bamaheimili!"
— Fatasendingamar hafa þó
haldið áfram þrátt fyrir þetta?
„Já, við tókum upp tengsl við
hjálparstofnun kaþólsku kirkjunn-
ar í borginni Olsztyn í Póllandi.
Gámamir hafa verið fluttir ókeyp-
is af skipafélögunum Eimskip og
Hafskip til Gdynia á Eystrasaits-
strönd Póllands og þaðan hafa
þeir verið fluttir til Olsztyn. En
við höfum haldið áfram að senda
fatnað til bamaheimilisins í Lodz.
Stjómin hefur enn ekki sett
þröskuld í vegþessa hjálparstarfs.
Dr. Renata hefur verið heiðruð
með silfurmerki fyrir dreifíngu
fatnaðar, og við það taekifæri
sagði hún að vinir hennar á íslandi
ættu frekar þetta merki skilið.
Eftir þetta fékk hún leyfí til að
dvelja nokkra mánuði í Bandaríkj-
unum til að kynna sér nýjungar
í starfí. Dr. Renata hefur verið
okkur mjög þakklát. Hún sendir
okkur alltaf kveðju á þjóðhátíðar-
daginn og sendir oft bréf og
heillaóskir. Þegar hún fór til
Bandaríkjanna sigldi hún með
skipi vestur, það fór sunnan við
ísland og hún sagðist hafa lýnt
út í kólguna, vonaðist til að sjá
bjarma frá íslandi, frá vinum sín-
um þar.“
— Safnast enn mikið af fatn-
aði?
„Það stendur einlægt gámur á
hlaðinu hjá mér, og fatnaðurinn
er látinn í hann jafnóðum og
honum hefur verið pakkað. Fatn-
aðurinn kemur víða að og er
afhentur með mikilli gleði gef-
enda. Oft sæki ég fatnað til gef-
enda eða þeir koma sjálfír með
hann. Amór Hannibalsson annast
öll bréfaskipti fyrir okkur. Við
fáum alltaf bréf og viðurkenningu
þegar gámur er kominn í hendur
hj álparstofnunarinnar. “
— Er enn jafn mikil þörf fyrir
fatasendingamar?
„Nú eru nýfamir héðan þrír
gámar. í fyrravor kom biskupinn
af Varmíu hingað í heimsókn, en
Olsztjm er í því biskupsdæmi.
Aðstoðarprestur hans kom með
honum, en heimsókn þeirra var
mikil viðurkenning á starfí okkar.
Biskupinn þakkaði okkur starfíð
og skýrði frá því að nefnd á vegum
hjálparstofnunarinnar dreifði
fatnaði til þeirra sem mesta þörf
höfðu fyrir hann. Fundur var
haldinn með honum og nokkmm
forystumönnum reglunnar hér á
landi í Templarahöllinni. Þessi
dagur, 28. júlí 1985, verður okkur
öllum ógleymanlegur, og við vor-
um mjög þakklátir fyrir þessa
heimsókn. Biskupinn spurðist
fyrir um starfsemi Góðtemplara-
reglunnar og flutti henni kveðjur
og þakkir. Við þökkum öllu þvi
fólki sem hefur stutt okkur, og
höldum áfram fatasendingum
meðan við fínnum að þörf er fyrir
þær, við sendum gámana í trú,
von og kærleika og vonum að
bænaróskir gefenda og þiggjenda
tryggi þeim farsæla ferð til mót-
takenda."
Brottför 5. júní, |
2 vikur Lignano. 1 vika Garda
50% barnaafsíáttur I
ITALIA
Isincl lista,
sögu og
náttúrufeguröar
\ZE!ZU/\ SKILNING/\R\/IT/\NN/\!
Við bjóðum þér að velja milli 4 staða á Italíu eða
dvelja á 2 af áfangastöðum Útsýnar í einni ferð!
! Baðstrandabæirnir vinsælu Lignano og Bibione og fjallafegurð við Garda-
vatnið. Heilsulindarbærinn Abano Terme. Brottfarardagar
Verð frá kr.
».700 í 2 vikur
5. og 26. júní
17.. 24. og 31. júlí
7., 14.,21.og28.ágúst
1—2—3eða 4 vikur
Erum ad selja síðustu
sætin 5. júní.
AUSTURSTRÆT117,
SÍMI 26611
■iC