Morgunblaðið - 29.05.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.05.1986, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MAÍ1986 „Vettvangur til að móta heimabyggðina“ — segir Sigríður A. Þórðardóttir efsti maður á lista í Grundarfirði má segja að sveitarstjómarmál séu sá hluti stjómmála sem stendur okkur næst og snertir nánasta umhverfi okkar. Heill „Ef sjálfstæðismenn fá meirihluta í sveitarstjóm við þessar kosningar verður fag- leg úttekt gerð á fjármálum sveitarsjóðs og samin áætlun á grundvelli úttektarinnar. Og annað, við ætlum að ráða hæfan sveitarstjóra til starfa fyrir sveitarfélagið," segir Sigríður A. Þórðardóttir kenn- ari sem skipar fyrsta sæti á framboðslista sjálfstæðis- manna í Grundarfirði. Sigríð- ur gegndi starfi oddvita á síð- asta kjörtimabili, 1978—1982. Hún hefur starfað í ýmsum nefndum og gegnt trúnaðar- störfum fyrir sveitarfélagið á yfirstandandi kjörtímabili. „Ein leið til pólitískra áhrifa er að taka þátt í sveitarstjómar- störfum. Ég tel reyndar að sú leið sé mjög vænleg til árangurs ekki síst fyrir okkur konur," sagði hún. „Ég hóf afskipti af sveitarstjómarmáium vegna þess að á þeim vettvangi gafst tæki- færi til að taka þátt í framfömm og mótun heimabyggðar minnar, Grundarfjarðar. Mér fannst það mjög heillandi verkefni og vildi leggja fram krafta mína. Það og hamingja hvers byggðarlags ræðst síðan af því hvemig þess- um málum er sinnt, hveijir velj- ast til forystu og hvaða stefnu er fylgt." í stefnumálum sínum leggja frambjóðendur Sjálfstæðis- flokksins á Gmndarfírði áherslu á uppbyggingu fjölbreytts at- vinnulífs, þar á meðal eflingu ferðamannaþjónustu. Þá er á stefnuskránni að ljúka byggingu íþróttahússins, halda áfram framkvæmdum við höfn- ina, efla skólastarf, meðal annars með því að bæta aðstöðu fyrir verklega kennslu. Sjálfstæðis- menn á Gmndarfirði fengu tvo hreppsnefndarfuiltrúa kjöma við síðustu sveitarstjómarkosningar en eftir kosningar mynduðu framsóknar- og alþýðubanda- lagsmenn meirihluta. Mikill hugur er í sjálfstæðis- mönnum á Gmndarfirði í þessari kosningabaráttu, að sögn Sigríð- ar, en takmarkið er að fá þijá fulltrúa kjöma og ná þar með meirihlutanum. Umsjón: Helga Ólafsdóttir Yfir tvö hundruð sjálfstæð- iskonur á framboðslistum Konur á framboðslistum sjálfstæðismanna i komandi sveitarstjómarkosningum era rúmlega þijátiu prósent frambjóðenda. Alls skipa 217 konur sæti á listum sjálf- stæðismanna. Á fjórum stöð- um á landinu eru konur í fyrsta sæti, það er á Húsavík, Olafsfirði, Grundarfirði og Eyrarbakka. Á þrettán stöð- um eru konur i öðru sæti og á nítján stöðum skipa konur þriðja sæti á listum. Umsjónarmaður síðunnar hafði samband við nokkrar kosningaskrifstofur og alls staðar var mikill hugur í starfsfólki og frambjóðend- iim. „Málefnastaða okkar er góð, en það verður að vinna vel ffarn að kosningum, því ekkert er öruggt í pólitík," sagði Krístín Bjömsdóttir formaður Sjálf- stæðiskvennafélags Snæfells- og Hnappadalssýslu. Hún skip- ar annað sæti lista sjálfstæðis- manna í Stykkishólmi en hún hefur unnið að hreppsnefndar- málum til margra ára. í sama streng tók Sigrún Símonardóttir sem skipar þrifja sæti á lista sjálfstæðis- manna í Borgamesi. Sigrún sagði að konur tækju nú gífur- lega mikinn þátt í kosningabar- áttunni. Fimm sjálfstæðiskon- ur em á lista sjálfstæðismanna í Borgameshreppi. Meðal sjálfstæðisfólks á Patreksfírði er mikill baráttu- hugur og vel unnið. í fyrsta skipti nú hafa sjálfstæðismenn boðið konu fram til sýslunefnd- ar en það er Ingveldur Hjartar- dóttir. Hún varð fyrir svömm þegar haft var samband við kosningaskrifstofuna á Pat- reksfirði og sagði hún að mikið af ungu áhugasömu fólki hefði tekið þátt í undirbúningsvinnu fyrir kosningamar. Á Seyðis- firði skipa konur níu sæti á lista sjálfstæðismanna ásamt níu körlum; eini listinn á landinu þar sem jafnræði" er á með kynjunum. Þar, sem annars staðar, er mikill baráttuhugur í sjálfstæðismönnum. Konur sem karlar í Vest- mannaeyjum em kappsfull f baráttunni og margir leggja hönd á plóginn fyrir kosningar. Helga Jónsdóttir húsmóðir skipar §órða sæti á lista sjálf- staéðismanna í Vestmannaeyj- um. Helga tók þátt í prófkjöri og hafiiaði í flórða sætinu, en hún hafði ekki haft afskipti af stjómmálum áður en hún gaf kost á sér í prófkjörið. Nýlega kom saman stór hóp- ur sjálfstæðiskvenna sem eiga sæti á framboðslistum flokks- ins víðs vegar um land og var mikill baráttuhugur í frambjóð- endum. Það er greinilegt að sjálf- stæðiskonur um land allt em fullar bjartsýni á velgengni í kosningunum á laugardag. Hinn flölbreytti hópur fram- bjóðenda hefur sett ýmis bar- áttumál á oddinn, þau em mismunandi eftir byggðarlög- um og þörfum, en víst er að krafturinn er mikill. Landssamband sjálfstæðis- kvenna sendir öllu sjálfstæðis- fólki baráttukveðjur og óskir um góðan kosningasigur í sveitarstjómarkosningunum á laugardag. „Self oss býr yfir mikluni möguleikum“ — segir Bryndís Brynjólfsdóttir annar maður á lista sjálfstæðismanna Ingveldur Hjartar- dóttír í framboði til sýslunefndar á Pat- reksfirði. Helga Jónsdóttir skip- ar fjórða sæti á lista sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum. Hún er í fyrsta skipti i framboði. Kvenframbjóðendur á listum Sjálfstæðisflokksins um land allt eru 217 talsins. Sfðastliðum laugardag hittust nokkrir kvenframbjóðendur og var þessi mynd tekin við það tækifæri. „IJMFRAM allt ber að hafa það í huga, að við erum öll manneskjur og að hið mann- lega fái að ráða ferðinni. Við sem skipum lista Sjálfstæðis- flokksins höfum að sjálf- sögðu lagt fram stefnumál okkar,“ segir Bryndís Brynj- ólfsdóttir, sem skipar annað sæti á lista Sjálfstæðisflokks- ins á Selfossi. „Á stefnuskrá okkar setjum við meðal annars, að gera Sel- foss að miðstöð skólamála, byggðar verði íbúðir fyrir aldr- aða og þjónustumiðstöð, komið verði upp skólaathvarfí og skóladagheimili, svo eitthvað sé nefnt". Brymdís er fædd og uppalin í Tryggvaskála á Selfossi. Hún er nú í fyrsta skipti á framboðs- lista fyrir Sjálfstæðisflokkinn, en í prófkjöri hafnaði hún í því sæti sem hún nú skipar. Bryndís Brynjólfsdóttir er kaupmaður og hefur mikinn áhuga á atvinnumálum staðar- Landssamband sjálfstæöiskvenna ins svo og ferðamálum og menningarmálum. „Það dylst engum að Selfoss býr yfir miklum möguleikum. Héðan er stutt til aðalmarkaðs- svæðis landsins og hér í ná- grenninu er aðal landbúnaðar- hérað landsins. Það eru mögu- leikar á að gera Selfoss að miðstöð verslunar og viðskipta, mennta og skólamála og heil- brigðisþjónustu á Suðurlandi," sagði hún. Sjálfstæðismenn fengu fjóra bæjarfulltrúa kjöma við kosn- ingamar 1982 og hafa á yfir- standandi kjörtímabili verið í meirihlutastarfi með framsókn- armönnum. Bryndís sagði að kraftmikið starf væri að baki fyrir þessar kosningar og mikill hugur í sjálfstæðismönnum á laugardag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.