Morgunblaðið - 29.05.1986, Page 36

Morgunblaðið - 29.05.1986, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MAÍ1986 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fróttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjaid 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakiö. Styrkur Sjálf- stæðisflokksins Sé litið yfir kaupstaði lands- ins með það í huga, hver eigi fjölmennastan hóp sveitar- stjómarmanna, þarf ekki að leita lengi til að átta sig á því, að þar eru sjálfstæðis- menn í fararbroddi. Það er ekki aðeins styrkur Sjálfstæð- isflokksins að sameina fólk úr öllum stéttum eins og nýleg skoðanakönnun sýnir. Flokk- urinn sameinar einnig fólk úr öllum byggðarlögum og innan hans er að fínna stærstan hóp þeirra, er valdir hafa verið til trúnaðarstarfa í sveitarstjóm- um. Af 23 kaupstöðum hefur Sjálfstæðisflokkurinn nú meirihluta í Reylgavík, á Sel- tjamamesi, í Garðabæ, Njarð- vík og Vestmannaeyjum. Hann vantar einn mann til að ná meirihluta í Kópavogi, Hafnar- fírði, Keflavík, Grindavík,, Bolungarvík, á Akranesi, ísafírði, Siglufírði, Ólafsfírði, Eskifírði og Selfossi. Hann á flesta fulltrúa sem einn flokkur í bæjarstjóm Akureyrar. Þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn meirihluta í flölmennum kauptúnahreppum eins og Mosfellssveit, Stykkishólmi og Hveragerði, annars staðar vantar aðeins herslumuninn á að meirihluti fíokksins sé tiyggður. Á hveijum þeirra staða, sem hér hafa verið nefndir, er tekist á um mál, er snerta sérstak- lega hagsmuni íbúa þeirra. Morgunblaðið birti á sunnu- daginn viðtöl við 114 efstu menn allra fi*amboðslista í kaupstöðunum. Þar er unnt að kynnast því, sem um er barist á hveijum stað. Eitt er þó öllum sveitarfélögum sam- eiginlegt, að einhugur í stjóm þeirra styrkir þau meira og veitir íbúum þeirra meiri hag- sæld en sundurlyndi og glund- roði. Þannig snerta deilumar um meirihluta sjálfstæðis- manna í Reykjavík eða glund- roðastjóm vinstri manna alla þá, sem kjósa á laugardaginn. Reynslan sýnir, að í þeim sveitarfélögum, þar sem íbú- amir hafa einu sinni fengið að kynnast kostum meirihluta- stjómar eins flokks, hneigjast kjósendur til að velja þá festu, sem því fylgir fremur en óvissu sundrungarinnar. Það er síður en svo tilviljun, að sjálfstæðis- menn hafa valist til óskoraðrar forystu í nágrannabæjum Reykjavíkur. Stjómin á þeim bæjaifélögum, þar sem Sjálf- stæðisflokknum hefur verið sýndur mestur trúnaður, stað- festir, að fulltrúar hans bregð- ast ekki traustinu. Víða um land hafa sjálf- stæðismenn rökstuddar vonir um, að þeim takist að efla hag byggða sinna með því að axla einir ábyrgð á stjóm þeirra. í þessum kosningum er til að mynda mikill hugur í sjálf- stáeðismönnum í Kópavogi, sem stefiia ótrauðir að því að ná einir meirihluta í sínu bæj- arfélagi. Hið sama er uppi á teningnum víðar. Aðstæður á hveijum stað eru ólíkar, þann- ig að erfítt er að meta líkur þar úr fjarlægð. En hollráð er unnt að gefa, sem byggð em á reynslu Reykvíkinga og annarra, sem kynnst hafa meirihlutastjómum í byggðar- lögum sínum: Sá kostur er skynsamlegur, ef hann er fyrir hendi, að kjósa einn flokk til ábyrgðar. Með því eiga borgar- amir hægara um vik, vilji þeir veita aðhald og öll stjóm bæj- arfélagsins verður markviss- ari. Morgunblaðið telur, að reynslan frá Reylq'avík, Sel- tjamamesi, Garðabæ, Njarð- vík, Vestmannaeyjum, Mos- fellssveit, Stykkishólmi og Hveragerði á því kjörtímabili, sem nú er að líða, sýni, svo ekki verður um villst, að hvar- vetna, þar sem sjálfstæðis- menn hafa hlotið meirihluta, verðskuldi þeir endurkjör nú. Aðstæður em misjafnar og viðfangsefnin ólík hjá hverri sveitarstjóm um sig, en það eitt, að samhentur meirihluti situr við stjómvölinn léttir róð- urinn. Kosningabaráttan hefur verið háð á þeim forsendum af hálfu Sjálfstæðisflokksins, að athyglinni er beint að mál- efnum sérhvers byggðarlags. Hin flölmenna sveit fulltrúa flokksins í sveitarstjómum ótt- ast ekki að tekist sé á um störf hennar og þau séu lögð undir dóm lgósenda. Þetta sýnir enn málefnalegan stjirk Sjálfstæð- isfiokksins; hann sækir sam- einað afl sitt til rótanna í sér- hveiju byggðarlagi landsins og virkjar það í þágu heildarinnar, þegarþörf krefst. Vinstri leið til upplausnar eftírBjöm Bjarnason Fyrir réttu ári tók hópur fólks, sem kenndi sig við fé- lagshyggju, sig saman í því skyni að kanna, hvort fært væri að ná samkomulagi um einn lista vinstrisinna gegn Sjálfstæðisflokknum í borg- arstjórnarkosningunum, sem fram fara á laugardaginn. Var talsvert veður gert vegna þessa samstarfs og dró það að sér athygli fjölmiðla. Þegar á reyndi, kom í tfós, að engin von var til þess, að þessi hópur gæti stuðlað að einingu meðal vinstri flokk- anna. Þegar nær dregur kosningum hefur og komið æ betur í ljós, að ekki er nóg með að vinstri flokkamir deili sin á milli heldur er sundrung innan flokkanna allra. Þeir ganga þó fyrir kjósendur í Reykjavík að þessu sinni eins og svo oft áður með það yfirlýsta mark- mið að sameinast um stjóra borgarinnar að kosningum loknum, fái þeir til þess umboð. Ástæða er til að staldra við þetta tilboð nú þegar aðeins tveir sólarhring- ar eru tíl kjördags. Kosningabaráttan hefur leitt í ljós, að það er mestur kraftur í Alþýðubandalaginu af vinstri flokk- unum. Það beitir öllum meðulum til að draga að sér athygli. Við Alþýðuflokkinn verða menn helst varir, ef þeir skoða heilsfðu-auglýs- ingar hans í Morgunblaðinu. Þar kynnir hann alls kyns uppákomur, sem hljóta dræmar undirtektir meðal lesenda, ef marka má þátt- tökuna í skoðunarferðinni að Ölfus- vatni eða áhugaleysið á að skoða fokhelt hús Alþýðuflokksins og nokkurra topp-krata við Laugaveg- inn í Reykjavík. Framsóknarflokk- urinn hefur nú sem oft áður valið sér eitt mál, sem verður gleymt og grafíð eftir kosningar. Kvennalist- inn sveiflast á milli almennrar hugmyndafræði sinnar og „mjúku“ málanna, sem eiga að einkenna störf hans, og má þar nefna hug- myndina um kjamorkuvopnalaust svæði í Reykjavík. Flokkur manns- ins slær úr og í og reynir að upp- hefja sig á kostnað annarra með því að lofa hækkun iauna og beinlín- is lausn allra félagslegra vanda- mála! Sífelldur ófriður Sé tekið mið af því, hvemig staðið var að framboðum vinstri flokkanna, lofar það eitt ekki góðu um framhaldið. Innan Alþýðubandalagsins voru tveir listar í kjöri f forvali. Annars vegar voru þeir, sem nutu stuðnings Svavars Gestssonar, flokksfor- manns, með Siguzjón Pétursson í broddi fylkingar. Hins vegar þeir, sem Ólafur R. Grímsson studdi og náð hafa undirtökunum á Þjóðvilj- anum með Össur Skarphéðinsson í fylkingarbijósti. Þegar atkvæði voru talin í forval- inu, kom tortryggnin milli hinna stríðandi fylkinga glöggt í ljós. Töldu ýmsir, að þar hefðu verið undirmál á ferðinni, en út á við var látið eins og allt hefði fallið í ljúfa löð. Þessi tortryggni og ágreiningur um menn hefiir haldið áfram að magnast innan Alþýðubandalagsins í kosningabaráttunni. Til dæmis hafa verið harðar deilur um það, hveijir skuli koma fram fyrir flokk- inn út á við í ríkisfjölmiðlum og á fundum. Hámarki náðu þessi átök, þegar það var samþykkt með aðeins eins atkvæðis mun í kosningastjóm- ir flokknum til bjargar á stundum sem þessari. Vinni Þjóðviljaliðið kosningamar að eigin mati, án aðstoðar verkalýðsforingjanna, tel- ur það sig hafa í fullu tré við þá að kosningum loknum og ætlar að láta kné fylgja kviði. Þá verður Össur Skarphéðinsson áreiðanlega formannsefhi Þjóðviljahópsins á næsta landsfundi Alþýðubanda- lagsins, hvað sem Ólafur R. Gríms- son segir. Hvað verkalýðsforingj- amir gera, ef kosningamar fara illa fyrir Alþýðubandalagið, skal ósagt Guðrún sakar Ingibjörgu um að stíga „framsóknarvals “ og minnir á að Kvennalisti sé annað en Kvennaframboð. inni, að Svavar Gestsson, flokks- formaður, fengi að tala á baráttu- fundi flokksins. Upphaflega hafði verið ráðgert, að hann yrði í Laug- ardalshöll, en þegar til átti að taka lögðu menn ekki í það af ótta við, að fámenni yrði mikið á fundinum. Alþýðubandalagið þykist alltaf ömggt með að geta smalað þúsund manns í Háskólabíó, þótt tvær grímur hafí mnnið á ýmsa í kosn- ingastjóminni eftir DV-fundinn margfræga, en þá tókst aðeins að hálffylla sal Háskólabíós. Skýrasta sönnunin fyrir því, að sá fiindur heppnaðist ekki sem skyldi er, að engin mynd hefur birst af fundar- mönnum. Verður fróðlegt að sjá, hvort Þjóðviljinn treystir sér til að birta mynd af kosningafundi sínum. Fyrir síðustu borgarstjómar- kosningar vom verkalýðsforingjar Alþýðubandalagsins mjög til sýnis, ef þannig mætti orða það. Þeir vom óspart notaðir til að minna á mikil- vægi flokksins. Ekkert slíkt á sér stað núna. Hugmyndafræðingur G-listans, Össur Skarphéðinsson, gengst upp í því að ráðast á tals- menn Alþýðubandalagsins í verka- lýðsmálum, þá Ásmund Stefánsson, forseta Alþýðusambandsins, og Guðmund J. Guðmundssont for- mann Dagsbrúnar. Finnst Óssuri jafnvel brýnna að skamma þá á vinnustaðafundum en sjálfan erkió- vininn Davíð Oddsson. Þögn verka- lýðsforingja Alþýðubandalagsins segir þeim meira en mörg orð, sem muna, hve oft þeir hafa verið kallað- látið á þessari stundu. Hvemig sem á málið er litið verður sífelldur ófriður innan Al- þýðubandalagsins að kosningunum loknum. Innanfíokks-stríðið verður háð af meiri hörku en fyrr, enda ekki nema ár til þingkosninga. Reynslulausir frambjóðendur Alþýðubandalagsmenn geta flaggað því, að þeir hafí mann með einhveija reynslu af borgarmálum, þar sem Siguijón Pétursson fer, þótt Össur Skarhéðinsson hafí þá reynslu í flimtingum og gefi til kynna, að Siguijón sé einskonar handbendi Davíðs „Gorbaehev", eins og Össur kallar borgarstjóra af alkunnri smekkvísi. Hvorki Al- þýðuflokkurinn né Framsóknar- flokkurinn geta státað af því að hafa fólk í efsta sæti, sem er gjör- kunnugt í borgarstjóm Reykjavík- ur. Sigurður E. Guðmundsson, borgarfulltrúi Alþýðuflokksins, var felldur af kosningabandalagi þeirra Bjama P. Magnússonar og Bryndís- ar Schram. Þótti Sigurði vegið að sér með þeim hætti, að venjulegar leikreglur á vettvangi stjómmála- flokka hefðu verið brotnar. Enginn vafí er á því, að Alþýðuflokkur- inn hefur rekið kostnaðarsömustu kosningabaráttuna, þótt hann flaggi með fæstum málum, eða aðeins einu, húsnæðismálinu, sem ráðið verður til lykta á Alþingi en ekki í borgarstjóm Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.